Fréttablaðið - 26.03.2011, Side 30

Fréttablaðið - 26.03.2011, Side 30
2 fjölskyldan Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sólveig Gísladóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Getty Pennar: Vera Einarsdóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, Júlía Margrét Alexandersdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is „Þetta er bara rosalega skemmtilegt hljóðfæri og býður líka upp á svo marga möguleika.“ Þannig lýsir Kristín Jóhanna Aðalsteins- dóttir, sautján ára, upplifun sinni af píanónámi við Tónlistarskólann í Hafnar- firði. Þar hefur hún lagt stund á nám frá átta ára aldri og útskrifast í vor. Framhalds- nám er á döfinni. „Ég er búin að sækja um inngöngu í Tónlistarskólann í Reykjavík, en þar starfar kennarinn minn líka,“ útskýrir hún og segist ætla að reyna að njóta sín sem best. Nemur og nýtur Ánægjulegt Kristín segir námið fjöl- breytt og skemmtilegt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ég fékk tækifæri til að læra á píanó sem barn en get ekki státað af nokkurri færni á því sviði. Satt að segja leiddist mér hroðalega í píanó- náminu og var þeim degi fegnust þegar ég fékk að hætta. Ég hafði sjálf farið fram á að fá að æfa á hljóðfæri og var gerð grein fyrir því þegar leiðinn sagði til sín að ég skyldi klára árið og að uppgjöf væri ekki í boði á miðri önn. Mér var kennt að ekki skyldi gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Það er góð lexía sem hefur reynst mér vel í lífinu. Ég vil því ekki meina að námið hafi verið til einskis. Um leið og sonur minn hafði aldur til skráði ég hann í tónlistarnám þrátt fyrir bitra eigin reynslu. Okkur foreldrana langaði til að gefa honum tæki- færi til að kynnast tónlistarnámi upp á eigin spýtur og vita hvort áhuginn væri fyrir hendi. Það er skemmst frá því að segja að honum líkar stórvel og tekur stöðugum framförum. Föður hans, sem er ekki sá tónvissasti, finnst getan undraverð og talar jafnvel um snilli. Ég hugsa reyndar að hann sé eitt- hvað litaður af tengslum sínum við drenginn og svo fer það væntanlega eftir því við hvað er miðað. Burtséð frá hugsanlegum snilligáfum held ég að uppbygging tónlistarnámsins hafi líka mikið að segja. Ég var í hefð- bundnum tónlistarskóla og byggðist námið upp á einkatímum, tón- fræði, samspili, tón- leikum og prófum. Tónstigarnir voru spil- aðir fram og aftur og á efnisskránni var Mozart og gömul erlend þjóðlög. Tónleikarnir voru í minningunni kvöl og pína enda kornungir nemendur einir og titrandi uppi á sviði. Sonurinn er í skólahljómsveit og æfir á trompet. Kennarinn kemur í skólann og kennir á milli tíma svo ekki er um að ræða skutl og viðveru eftir langa skóladaga. Einu sinni í viku eru æfingar með stórri skólahljómsveit og þar eru spiluð alls kyns popp- og dægurlög í léttum útgáfum. Tónleikarnir eru hrein- asta skemmtun fyrir nemendur og gesti og skiptir litlu þótt börnin ruglist hér og þar. Það tekur hvort eð er enginn eftir því þegar allt kemur saman. Þegar frá líður gefst honum kostur á að læra tón- fræði og taka próf. Það er þó engin skylda. Ég vona þó að þessi ánægjulega byrjun verði til þess að ýta frekar undir áhugann. Þá getur hann kannski farið að spila tónstiga og Mozart og haft gaman af. Mér sýnist í það minnsta að þarna sé verið að byrja á réttum enda. Þarna er verið að kveikja áhuga og gefa nemendum kost á því að upplifa þá töfra sem verða þegar ólík hljóðfæri stilla saman strengi. Það er þeim vonandi hvati til að halda áfram og ég ímynda mér að þau sjái meiri tilgang í að streða yfir nótunum, en það er auðvitað forsenda þess að þau nái almennilegum tökum á hljóðfærinu og eigi sér jafnvel framtíð á tónlistarsviðinu. Móðurbetrungur Vera Einarsdóttir skrifar Lokatónleikar Nótunnar fara fram í dag en þar fá tónlistarskólanem- endur af öllu landinu að láta ljós sitt skína. Níu framúrskarandi atriði hljóta viðurkenningu. Lokatónleikar Nótunnar – uppskeru- hátíðar tónlistarskóla fara fram í Lang- holtskirkju í dag. Hátíðin, sem nú er haldin í annað skipti, er hugsuð sem ný vídd í starfsemi tónlistarskóla á öllu landinu og henni er ætlað að hvetja bæði kennara og nemendur til frekari dáða. Eins er henni ætlað að auka sýni- leika og styrkja tengsl tónlistarskóla við umhverfi sitt. „Hátíðin er þrískipt og skipulögð þannig að allir tónlistar- nemendur á landinu á öllum aldri geti tekið þátt. Efnisskráin endurspeglar svo ólík viðfangsefni á öllum stigum tónlistar námsins,“ segir Sigrún Gren- dal, formaður yfirstjórnar Nótunnar, og heldur áfram: „Fyrsti hlutinn fer fram innan skól- anna og er ýmist hægt að vera með for- val, tilnefningar eða keppnir. Annar hlutinn felst í sameiginlegum tónleik- um tónlistarskóla á þremur svæðum á landinu þar sem valin atriði koma fram. Sérstakar valnefndir velja síðan tiltekinn fjölda atriða sem aftur fá þátttökurétt á lokatónleikunum og í ár eru atriðin 25.“ Lokatónleikarnir fara fram í tveimur lotum. Nemendur sem eru á fyrri stigum námsins hefja leik klukkan 11,30 en á tónleikum kl. 13.00 taka við nemendur sem eru lengra komnir í náminu. „Deg- inum lýkur með lokathöfn klukkan 15.00 með því að valnefnd skipuð valinkunn- um tónlistarmönnum velur níu framúr- skarandi atriði þar sem horft er til allra þátttökuflokka, byrjenda og lengra kom- inna, einleiksatriða, samleiks, frumsam- inna verka og frumleika svo dæmi séu nefnd,“ segir Sigrún. Sigurvegararnir fá afhentan verðlaunagripinn Nótuna eftir listakonuna Svövu Björgu Einarsdóttur. Sigrún lofar fjölbreyttri dagskrá sem spannar mjög vítt svið. „Við erum með klassísk tónverk, skólahljómsveit- ir, tangósveitir, big-bönd, marimba- sveitir, Perúband, poppsveitir og ýmis- legt fleira. Hún segir Nótuna þegar hafa sannað gildi sitt. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að þetta fyrirkomulag upp- skeruhátíðar virkar hvetjandi og að það sé góð viðbót í skólastarfinu fyrir bæði nemendur og kennara að geta sett stefn- una á þessa skemmtilegu uppskeruhátíð ár hvert. Hún segir lítið um sams konar hátíðir hérlendis og að engin sé jafn fjöl- breytt og Nótan. Þess má geta að Ríkis- sjónvarpið hyggst taka atriðin níu upp og verða þau sýnd á RÚV innan tíðar. - ve Hvatning fyrir tónlistarnem- endur og -kennara á landinu Sigrún Grendal lofar fjölbreyttri dagskrá. Ísak Levi Þrastarson frá Tónlistarskólanum á Hólmavík lék Vals op. 121 nr. 1 eftir Fernando Carulli á svæðisbundnum tónleikum Nótunnar sem fram fóru 12. mars í Stykkishólmskirkju. Þórhildur Hólmgeirsdóttir frá Tónlistarskóla Stykkishólms lék Aamu (Morguninn) eftir Erkki Melartin á svæðisbundnum tón- leikum Nótunnar sem fram fóru 12. mars í Stykkishólmskirkju.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.