Fréttablaðið - 26.03.2011, Síða 32

Fréttablaðið - 26.03.2011, Síða 32
FRAMHALD AF FORSÍÐU formerkjum; þeir sem taka ríkari þátt í því eru ólíklegri til að vera hamingjusamir. Er þá miðað við að fólk sé yfir fátæktarmörkum en sé það það skiptir ekki máli þótt það efnist umfram það; það verður ekki hamingjusamara. Svefn Góður nætursvefn er eitt af því mikilvægara til að manneskj- unni líði vel. Sé hann af skorn- um skammti getur það orsak- að önuglyndi, bæði foreldra og barna og er oftar en ekki rótin að árekstrum og slæmum samskipt- um. Nætursvefninn skiptir máli fyrir alla heimilismeðlimi en sé hann mikil vægari fyrir einhvern aldur umfram annan eru það ung- lingarnir á heimilinu sem þurfa sérstaklega á honum að halda. Á þeim árum eiga sér stað miklar hormónabreytingar í líkamanum og mikill hluti þeirra hormóna er framleiddur á nóttunni. Minni hættur eru auk þess á slysum á heimilinu þegar allir eru úthvíldir, en eins og hægt er að ímynda sér og breskar rannsókn- ir gefa jafnframt til kynna, er fólk klunnalegra í hreyfingum þegar það er óútsofið og því meiri hætta á að fólk missi hluti og brjóti, detti í stigum og reki sig í eitthvað. Ef fólk nær ekki góðum næt- ursvefni vegna óviðráðanlegra ástæðna er stuttur lúr yfir dag- inn betra en ekkert en þýsk rann- sókn hefur staðfest að hann frísk- ar upp á heilann. Í rannsókninni kom jafnframt fram að þar getur munað um einungis sex mínútna lúr. Hreyfing Vitundarvakning um góð áhrif reglubundinnar hreyfingar á líkam lega og andlega heilsu hefur orðið um allan heim og hér á landi ekki síst fyrir tilstilli Lýðheilsu- stöðvar. Rannsóknir síðustu ára hafa þá sérstaklega rennt stoðum undir áhrif hreyfingar á andlega líðan þar sem regluleg hreyfing er jafnvel talin geta komið að ein- hverju leyti í stað lyfja við þung- lyndi og fleiri geðsjúkdómum. Ráðlagt er að börn hreyfi sig minnst 60 mínútur á dag en rann- sóknir benda til að aðeins þriðj- ungur íslenskra nema í 6., 8. og 10. bekk nær markmiðinu. Til að sameina fjölskylduna í hreyfingu sem börnunum þykir jafnframt skemmtileg er ekki úr vegi að fara í hópleiki og kynna fyrir börnunum gömlu góðu barna- leikina sem foreldrarnir þekkja allavega, stórfiskaleik, skotbolta, eina krónu og fleiri. Vísindamenn við Glamorgan-háskólann í Wales styðja þessa tillögu en samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem þeir gerðu getur hreyfing í hóp- leikjum barna getur jafn jákvæð áhrif á heilsu fullorðinna og skokk, líkams rækt og hjólreiðar. Hérlendis eru margir fjölskyldu- vænir staðir sem veita útrás fyrir hreyfiþörfina. Sundlaugarnar standa alltaf fyrir sínu þar sem foreldrar ættu ekki að láta sitt eftir liggja og fara í rennibrautina, kafa og fara í kappsund. Fullt af fallegum gönguleiðum er að finna á höfuðborgar svæðinu og ef ungviðið á heimilinu er lítið fyrir hreyfingu en þeim mun meiri dundarar má færa göngutúrinn í umbúðir skemmtiferðar þar sem leitað er að könglum, jurtum, sveppum eða steinum í Heiðmörk, Öskjuhlíð og á Ægisíðu eða Gróttu svo eitthvað sé nefnt. Muna bara að taka körfu eða poka með til að safnararnir geti sankað að sér hlutum. Samvera Dönsk rannsókn hefur sýnt að lífs- gæði barna sem eiga góðar sam- verustundir með foreldrum sínum séu betri en þeirra sem eiga for- eldra sem eru önnum kafnir og hafa lítinn tíma fyrir fjölskyldu- samverustundir. Dönsk börn töldu mikilvægast fyrir gott líf að eiga glaða og góða foreldra, að geta haft áhrif á hvernig dagarnir væru skipulagðir og að finna að ein- hverjum þætti vænt um þau. Þetta rennir stoðum undir þær rannsóknir sem sýnt hafa að fólk sem er fjárhagslega vel statt og veitir börnum sínum allan efnis- legan munað er ekki líklegra til að vera hamingjusamara en þeir sem búa við þrengri kost. Góðar sam- verustundir þurfa ekki að snúast um að fara og gera. Þær bestu eru oft heima við þar sem hægt er að baka saman, lesa, föndra og jafn- vel taka til. Því jafnari sem skipt- ing húsverka er milli kynjanna, því meiri er ánægja með fjöl- skyldulífið samkvæmt niðurstöð- um vísindamanna. Ekki má gleyma að mikilvægt er að kynslóðir kynnist og eyði tíma saman. Eigi börn þess kost að umgangast ömmur og afa og Reglubundin hreyfing hefur mikil áhrif Rannsóknir síðustu ára ber að sama br líðan. Fjölskylduvænir möguleikar Íslenskar sundla lendis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.