Fréttablaðið - 26.03.2011, Page 35

Fréttablaðið - 26.03.2011, Page 35
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Hugvísindaþing hófst í Háskóla Íslands í gær og stendur út daginn í dag en þar verða nokkrar mál- stofur með hinum ýmsu fyrirlestrum. Þátttakendur eru fastir starfsmenn, doktorsnemar, nýdoktorar og gesta- fræðimenn á vegum stofnana á sviðinu. Nánari upp- lýsingar og dagskrá er að finna á www.hi.is. Ástin er rauði þráðurinn Leikkonan María Ellingsen lifir tvöfaldri tilveru um helgar: U m stelpuhelgar förum við inn í helgina með pitsupartíi og leikriti à la Theatrical Pizza Club með vinum stelpnanna, en því fylgir mikið fjör og skapandi stemning þegar krakkarnir búa til leikrit,“ segir leikkonan María Ellingsen um helgarhegðun sína, sem mótast af pabba- og mömmuhelgum dætra hennar. „Á laugardögum fara stelpurnar í fiðlu- og leiklistartíma og síðan förum við í hesthúsið þar sem ég teymi hestinn Ask undir þeim,“ segir María sem í hestaferðinni viðrar líka hundinn. Um helgar fara þær mæðgur líka í leikhús, því stelpurnar eru miklar leikhúskonur. „Þær fara með mér á kvöldsýningar og éta allt upp til agna; Ofviðrið, Íslandsklukkuna, Fridu Kahlo og í raun hvað sem er, hvort sem það eru barnasýningar eða þyngri leikhús- verk,“ segir María sem á sunnudags- morgnum býður oftast vinum og fjöl- skyldu til morgunverðar. MYND/VERA PÁLSDÓTTIR 2 LAGERSALA 40-80% afsláttur Sængurfatnaður, púðar handklæði, löberar borðdúkar, lök, rúmteppi, barnavörur Lagersala Lín Design Malarhöfða 8 Aðeins þessa e inu helgi! www.lindes ign.is Aðalfundur AFS á Íslandi verður haldinn kl. 14.00, laugardaginn 9. apríl 2011 í húsnæði samtakanna, Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík. Fundarefni: • Skýrsla stjórnar • Endurskoðaðir reikningar félagsins. • Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins. • Atkvæði um skýrslu stjórnar og endurskoðaða reikninga • Breytingar á samþykktum félagsins. • Kjör formanns til eins árs • Stjórnarkjör • Kjör löggilts endurskoðanda og eins skoðunarmanns • Ákvörðun um félagsgjald • Önnur mál. Ingólfsstræti 3, 2. hæð · 552 5450 · www.afs.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.