Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 26.03.2011, Blaðsíða 55
● SÖLUSÝNING Í REIÐHÖLLINNI Guðjón Magnússon, formað- ur hestamannafélagsins Harðar, segir Hestadagana bæði hugsaða til þess að auka áhuga á hestamennsku og vekja athygli á landsmóti hestamanna. „Hestamannafélögin á höf- uðborgarsvæðinu skiptu með sér verkum og í okkar hlut kom 31. mars. Þá ætlum við að vera með sölu- sýningu í Reiðhöllinni. Síðan er meiningin að fjöl- menna í hópreiðina á laugardeginum og taka þátt í hátíðinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.“ Spurður hvort menn muni mæta í skrautklæðum, segir Guðjón að félögunum verði raðað í stafrófsröð og fremstu reiðmenn hvers félags verði í félagsbúningum og beri fána síns félags. „Aðrir verða nú bara í sínum reiðjökkum með hjálma.“ Guðjón Magnússon ● FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Í HAFNARFIRÐI Hestamanna- félagið Sörli í Hafnarfirði er annað stærsta hesta- mannafélag landsins og mun setja sinn svip á hesta- daga. Margrét Friðriksdóttir, varaformaður Sörla, segir félagið standa fyrir fjölbreyttri dagskrá og verð- ur föstudagurinn 1. apríl undirlagður af Hestahátíð í Hafnarfirði. „Við ætlum að heimsækja leikskóla í Hafnarfirði og leyfa börnunum að kynnast hestun- um,“ segir Margrét. „Við gáfum líka út litabók sem við munum dreifa til elstu barnanna á leikskólunum. Klukkan 16 söfnumst við svo saman á Thorsplani og þaðan verður hópreið í gegnum bæinn að Fjarðarkaupum þar sem efnt verður til léttra hestaleika. Um kvöldið er fjölskyldusýning í Reiðhöllinni í Víðidal og þar verða liðsmenn Sörla með fjögur atriði. Hestaþorpið sem sett verður upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er líka hafnfirskt, en jólaþorpið fer í ferðalag og verður Hestaþorp á hestadögum.“ Margrét Friðriksdóttir ● KYNBÓTAFERÐ Á VESTURLAND „Við höfum þarna yfirum- sjón með þriðjudeginum 29. mars,” segir Ingibjörg Guðrún Geirsdóttir formaður Andvara. „Þá verður meðal annars farin kynbótaferð á Vesturland, undir stjórn Sveins Skúlasonar, og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Miðfossum heimsóttur. Þar verður kennslusýning og kynbótadómar og ræktun útskýrð í meginatriðum,“ nefnir hún sem dæmi og getur þess að hægt sé að bóka sig í ferðina í allra síðasta lagi í dag, á hestadagar.is. Að auki verða unglingar úr And- vara og Gusti með sameiginlegt atriði í Reiðhöllinni á föstudag. Sama kvöld verður félagið með stutt fullorðinsatriði. Ingibjörg Guðrún Geirsdóttir ● TJALDA ÖLLU TIL Hestamannafélagið Fákur tekur þátt í Hestadögum í Reykjavík. Hilda Karen Garð- arsdóttir og Jón Finnur Hans- son hafa haft veg og vanda af skipulaginu. „Félagið verð- ur með glæsileg atriði á sýn- ingunni í Reiðhöllinni í Víði- dal á föstudag í næstu viku; töltslaufur og barna- og unglingaatriði þar á meðal,“ segir Hilda og lofar góðri skemmtun. Félagið tekur sömuleiðis þátt í skrúðreið frá BSÍ í Hús- dýragarðinn á laugardag, ásamt hinum hestamannafélögunum á höfuð- borgarsvæðinu. „Þar verður öllu tjaldað til þannig að allir ættu að geta haft gaman af, bæði hestamenn og almenningur,“ segir hún. Hilda og Jón Finnur taka vel á móti allri fjöl- skyldunni á Hestadögum í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ● LÖGGA, BÓFI OG ALLT „Við verðum með sýnikennslu 30. mars í reiðhöll Gusts á hinu sjóðheita Glaðheimasvæði, í samstarfi við Félag tamningamanna,“ segir Hermann Vilmundarson, formaður hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi, inntur eftir því hvað félagið ætli að leggja til dagskrár Hestahátíðarinnar. „Síðan erum við með atriði í föstudagssýningunni í samstarfi við Andvara og verðum með gæðinga í hátíðasýningunni,“ heldur hann áfram. „Við tökum líka þátt í dagskránni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þar verður öflugt polladæmi, stórfiskaleikur, lögga og bófi og allt. Litlu krakkarnir okkar sýna, sex til átta ára, en þau eru búin að vera að æfa sig síðan í janúar. Það verða allir að koma að sjá þau.“ Hermann Vilmundarson ● SÓTAMENN SÝNILEGIR „Við erum ábyrg fyrir hópferð austur fyrir fjall á mánudaginn, 28. mars, að skoða hrossabúin Syðri-Gegnishóla og Auðsholtshjá- leigu. Þau hafa verið valin ræktunarbú ársins tvö síð- ustu ár,“ segir Snorri Finnlaugsson, fulltrúi hesta- mannafélagsins Sóta á Álftanesi, og tekur fram að lagt verði af stað frá BSÍ klukkan 10. Snorri segir um 150 manns í Sóta og mikla grósku í félaginu. Hinn 1. apríl verður opinn dagur í hesthúsun- um á Álftanesi milli klukkan 16 og 18. „Þá tökum við á móti fólki og teymum undir börnum ef þau vilja,“ segir hann. „Unglingar frá okkur munu svo taka þátt í stórsýningu í Reiðhöllinni í Víðidal þá um kvöldið og þeir verða líka vel sýnilegir í dagskránni á laugardeginum.“ Snorri Finnlaugsson Íslendingadagar í Vesturheimi Ferð á merkustu hátíðir Íslendinga í Vesturheimi á vegum Þjóðræknisfélags Íslendinga og Vesturheims sf dagana 24. júlí-7. ágúst. Ferðatilhögun: Flug til Winnipeg sunnudaginn 24. júlí Skoðunarferð um Nýja Ísland Nýjung: Skoðunarferð um Íslendingaslóðir í vestanverðu Manitoba – farið um Voga og til Reykjavíkur!! Minnsta nýlenda Íslendinga í Norður Ameríku heimsótt Hvað er Baldur í Manitoba? Íslendingadagur í Mountain í Norður Dakota Íslendingadagurinn á Gimli í Manitoba Frjálsir dagar í Winnipeg – Gist í miðbænum á Delta Winnipeg Ferðalýsing á www.vesturheimur.is Nánari upplýsingar á www.vesturheimur.is og hjá Jónasi Þór í síma 861-1046 og á jonas@vesturheimur.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA AF LANDSBYGGÐINNI Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. LAUGARDAGUR 26. MARS 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.