Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.03.2011, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 26.03.2011, Qupperneq 58
6 fjölskyldan Ég hef ekkert til að skammast mín fyrir og er bara virkilega ánægður með útkom-una,“ segir Jósep hláturmildur þar sem hann situr við píanó með ársgamlan aðdá- anda sinn og afabarn við fótskörina, en Jósep gaf nýlega út hljómdiskinn Mánagull með frum- saminni tónlist fyrir ungbörn á aldrinum 0 til 6 mánaða. „Þegar ég eignaðist barnabarn í fyrra tók ég eftir því að litli maðurinn lagði við hlustir þegar ég spilaði á píanóið ýmis hljóð. Því ákvað ég að búa til fáein barnalög en var fljótlega kominn með þau svo mörg að hugmynd kviknaði að setja þau á disk sem nýttist þá fleirum,“ segir Jósep sem nefnir diskinn Mánagull eftir barna- barninu Tristan Mána. Máni litli er enn sólginn í tónlistina þótt hann sé orðinn eldri en upphaflegi hlust- endahópurinn sem Jósep hafði í huga og stillir sér tíðum upp við hljómflutningsgræjurnar í von um meira spilerí. „Nú heyri ég um fullorðið fólk sem notar tónlistina til slökunar og nuddara sem sefar með henni viðskiptavini sína, svo þetta er orðið margnota tól enda hefur tónlist engin landa- mæri,“ segir Jósep um laga- smíðarnar sem samanstanda af angurværum, stuttum stefjum sem útsett eru á einfaldan hátt. „Börn sækjast eftir endurtekningum, eins og þegar þau horfa aftur og aftur á sömu myndirn- ar, og því nota ég endurtekningar í stefjum lag- anna, sem nánast verður eins og mantra. Flest laganna eru svæfandi og reyndar eitt svo magn- að að Tristan Máni hverfur enn á vit draumanna á fyrstu tónum þess,“ segir Jósep sem prófaði ungbarnatónsmíðarnar á fjölmörgum ungbörn- um áður en hann valdi úr þau lög sem fóru á Mánagull, en þess má geta að Hilmar Örn Hilm- arsson, tónlistarmaður og allsherjargoði, hljóð- blandaði diskinn. „Tristan Máni er svo geðgott barn að ég fór á stúfana til að spila fyrir fleiri börn og fékk á tilfinninguna að öll börn væru róleg í dag. Á endanum fann ég lít- inn ólátabelg sem stoppaði til að hlusta og vildi bara kúra eftir það,“ segir Jósep og hlær við, en honum er gleðiefni að tón- list hans hjálpi til við að koma börnum annarra í ró. „Lögin eru leikin á bjöllur, fiðlu, píanó, strengi og flautu, en þótt hljóðfærin séu mörg er tónlistin einföld, því ungbörn una sér síður í flóknum tón- smíðum. Þess vegna er spila- dósin jafn langlíf og raun ber vitni, því heyrn nýfæddra barna er hrein og opin, og há tíðni bjölluhljóms vekur hjá þeim mikla athygli,“ segir Jósep. Mánagull fæst í 12 Tónum, Smekkleysu, Kirkjuhúsinu, á gogoyoko.com og von bráðar í völdum barnavöruverslunum. „Margir færa nýfæddum börnum diskinn í sængurgjöf, en það er jafn gott fyrir nýorðna foreldra að geta náð slökun. Ég mæli þó ekki með tónlistinni við vinnuna ef ekki stendur til að sofna,“ segir Jósep og hlær dátt. - þlg Fyrir hrein og tær ungbarnaeyru Barnagæla Jósep Gíslason er sannkallað barna- gull enda listamaður á sviði tónsmíða fyrir börn á öllum aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ætla mér að komast langt „Ég er búinn að læra á klassískan gítar í fjögur ár en var áður í forskóla í eitt ár og þá með blokkflautu,“ segir Garðar Ingvarsson, 12 ára nemandi við Tónskóla Sigursveins. Hann kveðst mæta í tvo einkatíma á viku og á eina hljómsveitaræfingu innan skólans. „Þetta er mjög skemmtilegt nám,“ segir hann og stefnir á grunnpróf í desember í ár. En hyggst hann leggja tónlistarflutning fyrir sig eða hafa hann sem áhugamál? „Ég læri gítarleik meira mér til skemmtunar en ætla mér samt að komast langt,“ svarar hann einarður. - gun Draumkennd og undurblíð tónlist fyrir hvítvoðunga og allt upp í fullorðna spratt fram úr fingrum Jóseps Gíslasonar tónskálds og píanókennara þegar nýfætt barnabarn hans hlustaði athugult á bjölluhljóma og píanóundirleik afa síns. Öll börn og ungmenni eiga sér drauma um framtíðina. Undan sumum þeirra er fótunum kippt fyrirvaralaust vegna slysa eða sjúkdóma í æsku. OKKAR Framtíð er ný trygging fyrir börn og ungmenni sem skipt getur sköpum fyrir fjárhagslegt sjálfstæði þeirra á fullorðinsárum. Það er einfalt að ganga frá OKKAR framtíðartryggingu á okkar.is z e b ra „efin ” Framtíð o g fjá rhag fullor ði n sá ra n n afyrir í lífin u
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.