Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.03.2011, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 26.03.2011, Qupperneq 62
26. mars 2011 LAUGARDAGUR30 1992 Magga Eitt smæsta hlutverk Elísabetar Taylor hlýtur að vera þegar hún sagði daddy, eða pabbi, fyrir hönd Möggu, yngstu dóttur Hómers Simpson. Orðið er það eina sem Magga hefur sagt og hlutverkið því eftirminnilegt. 1946 Courage of Lassie Elísabet Taylor vakti fyrst athygli í Lassie Come Home; nokkrum árum síðar lék hún í annarri Lassie-mynd. 1966 Who‘s Afraid of Virgina Woolf? Síð- ari Óskarsverðlaun Taylor fyrir kvikmynda- leik hlaut hún fyrir hlutverk sitt í mynd sem staðist hefur tímans tönn. 1958 Cat on a Hot Tin Roof Leikur Elísabetar Taylor og Paul Newman var frábær enda voru þau bæði til- nefnd til Óskarsverðlauna fyrir vikið. 1960 Butterfield 8 Elísabet Taylor hlaut fyrstu Óskarsverðlaun fyrir leik sinn. 1963 Kleópatra Elísabet fékk metlaun fyrir hlut- verk sitt í myndinni um egypsku drottninguna. E lísabet Taylor fæddist í Bretlandi árið 1932 en í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar flutti fjölskyldan til Kaliforníu. Elísabet og Sara móðir hennar fóru oft í bíó og Sara sannfærðist um að Elísabet væri efni í kvikmyndastjörnu. Eftir brösuglega byrjun, en Elísabet þótti til að mynda ekki hafa nægilega barnslegan sjarma, hreppti hún fyrsta hlutverk sitt níu ára gömul. Hún sló þó fyrst í gegn í kvikmyndinni National Velvet þar sem hún leikur unga stúlku sem dreymir um að verða knapi. Í myndinni birtust vísbendingar um þá leikhæfileika sem Elísabet bjó yfir og þroskuðust er árin liðu. Fyrsta leiksigurinn vann hún fyrir leik sinn í kvikmyndinni A Place in the Sun sem frumsýnd var árið 1951 og við tóku ár Óskarstilnefninga þar til loks styttan var í húsi árið 1960, fyrir kvikmyndina Butterfield 8. Þegar þarna var komið sögu var Elísabet Taylor orðin ein helsta kvikmyndastjarna Hollywood. Hún var fastagestur á slúðursíðum blaða sem höfðu mikinn áhuga á lífi þessarar gullfallegu stjörnu. Hún sá þeim líka fyrir fréttaefni; Árið 1960 var hún tæplega þrítug í sínu fjórða hjónabandi með söngvaranum Eddie Fischer. Hann var besti vinur Mick Todds, þriðja eiginmanns Elísa- betar sem lést í flugslysi 1958. Þar sem Fischer var ennþá giftur ástsælli stjörnu, Debbie Reynolds, þegar samband þeirra hófst vakti það mikla hneykslan. Það var þó ekkert á við fjölmiðlafárið sem samband Elísabetar og fimmta eiginmanns hennar, Richards Burton, vakti. Þau Burton og Taylor kynntust við tökur á myndinni Kleópötru og leið ekki á löngu þar til þau tóku að draga sig saman á tökustað, nærvera Fischers virtist þar hafa lítið að segja. Þau giftu sig 1964, léku í fjölda mynda saman og vöktu mikla athygli fyrir óhóflegt líferni. Þau skildu en giftu sig aftur 1974 en seinna hjónabandið var skammvinnt. Þegar þarna var komið var tekið að fjara undan ferli Elísabetar en hún var áfram í sviðsljósi fjölmiðla. Tvisvar giftist hún eftir að hjónabandinu við Burton lauk. Henni leiddist í hjónabandinu með þingmanninum John Warner, drykkja og misnotkun lyfja fóru úr böndunum og hún endaði í meðferð á Betty Ford-stofnuninni. Nokkrum árum síðar var hún aftur í meðferð og kynntist þá síðasta eiginmanni sínum, Larry Fortensky. Ekki er hægt að segja að Elísabet hafi verið heilsuhraust. Hún oft lögð inn á sjúkrahús vegna ýmissa kvilla sem hrjáðu hana. Það er því kannski ekki skrítið að helstu stórblöð heimsins áttu minningargrein um hana í handraðanum en það vakti athygli í vikunni að greinin sem birtist um hana í New York Times daginn eftir að hún lést, 23. mars síðast- liðinn, var að uppistöðu skrifuð af manni sem dó árið 2005. - sbt Ekta stjarna Elísabet Taylor sýndi stórleik í fjölda kvikmynda en oft var þó meira fjallað um einkalíf hennar en kvikmyndirnar sem hún lék í. ÞÓTTI ÓFRÍÐ Hér er Elísabet með eldri bróður sínum Howard. Elísabet þótti ekki fríður smákrakki. Á UPPLEIÐ Elísabet færði sig áreynslu- laust yfir í fullorðinskvikmyndir, sem mörgum barnastjörnum mistókst. ÁTJÁN ÁRA BRÚÐUR Hótelerfinginn Nicky Hilton var fyrsti eiginmaður Elísabetar. Hjónabandið var skamm- vinnt enda beitti Hilton hana ofbeldi og drakk illa. VIÐ TÖKUR Á KLEÓPÖTRU Elísabet átti fjögur börn, tvo drengi og tvær stúlkur. Hér fylgist yngri drengurinn, Christopher, með móður sinni á tökustað stórmyndarinnar Kleópötru. FEGURSTA KONA HEIMS Fjólublá augu og fagrir andlitsdrættir urðu til þess að Elísabet var kölluð fegursta kona heims. EFTIRLÆTI FJÖLMIÐLA Richard Burton og Elísabet Taylor léku saman í fjölda kvikmynda meðan þau voru gift. VINIR Michael Jackson og Elísabet Taylor voru vinir allt til dauðadags Jacksons 2009. VAR OFT HÆTT KOMIN Elísabet Taylor glímdi við ýmis veikindi um ævina, hún fór í nokkrar lífshættulegar aðgerðir en lést vegna hjartabilunar. BARÁTTUKONA Taylor var heiðruð fyrir fyrir framlag sitt í baráttunni gegn alnæmi. NORDICPHOTOS/GETTY ■ TVENN ÓSKARSVERÐLAUN Á LITRÍKUM FERLI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.