Fréttablaðið - 26.03.2011, Side 66

Fréttablaðið - 26.03.2011, Side 66
26. mars 2011 LAUGARDAGUR34 timamot@frettabladid.is „Það er ágætt að horfa á þetta sem tvisvar sinnum þrítugsafmæli,“ legg- ur Hafliði Arngrímsson leiklistar- ráðunautur til, inntur eftir þeirri til- finningu að verða sextugur. „Þetta er hluti af lífinu. Talningin stoppar ekki. Maður færist bara nær almætt- inu sem stjórnar henni. Óskar sér stundum að það hætti að telja en það má ekki því þá er allt búið. Amma mín varð 102 ára þannig að það er langlífi í ættinni.“ Hafliði ólst upp í Odda á Rangár- völlum til tólf ára aldurs. Þar var faðir hans, séra Arngrímur Jónsson, prest- ur. „Það var gaman að eiga heima í Odda. Staðnum fylgir stór saga og líka álög sem maður varð að athuga hvort virkuðu eða ekki – og aldrei virkuðu þau,“ segir Hafliði grallaralegur og er krafinn nánari skýringa. „Á ákveðn- um stað mátti til dæmis ekki grafa. Það var í Gammabrekku. Ef það væri gert átti Oddakirkja að standa í björtu báli. Þetta prófaði ég – með mikinn hjartslátt.“ Leiklistin hefur verið lagskona Haf- liða alla hans starfsævi. Upphafið rekur hann til háskólaáranna þegar hann réði sig sem sviðsmann hjá Leik- félagi Reykjavíkur í Iðnó. Í framhald- inu hélt hann til Vínarborgar að læra leikhúsfræði og leikstjórn og heim- kominn stofnaði hann leikhús sem heit- ir Frú Emilía. Síðasta uppsetning þess var Hundrað ára hús eftir Jón Atla Jónas son sem var leikið fyrir fjórum árum í gömlu hersjúkratjaldi á sand- inum í Nauthólsvík. „Ég hefði kannski frekar átt að setja það upp núna í til- efni af afmælinu því það fjallar um ellina og gleymskuna,“ segir Hafliði sposkur. Hann hefur unnið í flestum leiklistarstofnunum landsins, nú í Borgarleikhúsinu sem ráðunautur. „Ég komst að því í Iðnó fyrir löngu að leik- hús er frábær vinnustaður og Þannig hefur það reynst hvar sem ég hef verið síðan. Þótt misjafnlega gangi er alltaf gaman, það skiptir miklu máli.“ Spurningu um hvort hann ætli að gera eitthvað sérstakt í tilefni afmæl- isins svarar Hafliði heimspekilega – eftir smá þögn. „Þessi sextíu ár hafa meira og minna snúist um vangaveltur um hvað sé rétt og rangt. Ætli maður haldi því ekki bara áfram og líti bæði aftur og fram þegar maður fer yfir nýjan áratug? Það er ágætt að athuga hvað sé undir gólffjölunum manns. Vonandi er skaðlaust að skoða það.“ Listviðburðir ramma daginn inn því Borgarleikhúsið var með frumsýn- ingu í gærkveldi á ruslóperunni Strý- hærða Pétri, með tilheyrandi partíi á eftir. „Afmælið byrjar með bravúr og endar líka því konan mín, Margrét Pálmadóttir, stjórnar kvennakórum og hjá þeim verða vortónleikar í kvöld,“ segir Hafliði. „Svo maður lætur sig bara dreyma um vorið og framtíðina.“ gun@frettabladid.is HAFLIÐI ARNGRÍMSSON LEIKLISTARRÁÐUNAUTUR: Á SEXTUGSAFMÆLI Í DAG Byrjar og endar með bravúr LEIKLISTARRÁÐUNAUTURINN „Ég komst að því í Iðnó fyrir löngu að leikhús er frábær vinnustaður og þannig hefur það reynst hvar sem ég hef verið síðan,“ segir Hafliði Arngrímsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EINAR BRAGI SIGURÐSSON rithöfundur (1921-2005) andaðist þennan mánaðardag. „Hver sem haldinn er sterkri löngun til að menntast fer líkt að og ræktunarmaður sem færir út jaðar akurlendis síns með ári hverju.“ Elskuleg eiginkona mín, dóttir okkar og tengdadóttir, Anna Björk Magnúsdóttir læknir, sem lést á heimili sínu mánudaginn 21. mars, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 28. mars kl. 15. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Martin Johansson Sigfríður Hermannsdóttir Magnús Jónsson Ingrid Johansson Roland Johansson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Þorgerður Árnadóttir Blandon sem lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 15. mars, verður jarðsungin frá Háteigskirkju mánudaginn 28. mars kl. 13.00. Þorbjörg Skarphéðinsdóttir Sigurður Þorgrímsson Haraldur Sigurðsson Guðleif Helgadóttir Arnheiður E. Sigurðardóttir Óskar Sæmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur Kolbeinn Arngrímsson framreiðslumeistari, Suðurhlíð 38b, lést þann 15. mars sl. á deild 11-E á LSH. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við Höllu Skúladóttur lækni, Guðmundi Björnssyni lækni, Karitas heimahlynningu og öllu starfsfólki á deild 11-E fyrir góða umönnun. Svanhvít Óladóttir Unnur Þórðardóttir Óli Ragnar Kolbeinsson Kristín Ásta Ólafsdóttir Ísak Kolbeinsson Ásdís Ingvadóttir Sindri Snær Kolbeinsson Daníel Dagur, Svanhvít Eva, Anna Kolbrún, Brynjar Óli Regína Guðrún Arngrímsdóttir Þorgeir Baldursson Ragnheiður K. Arngrímsdóttir Magnús Óskar Ólafsson Arngrímur Arngrímsson Sigrún S. Svavarsdóttir Guðjón Emil Arngrímsson Ekaterina Naryshkina Unnur Arna Sigurðardóttir Karl V. Stefánsson Sigurvin Kristjónsson Franz Baar Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, Gunnar Þ. Lárusson áður til heimilis á Brekkustíg 14b, lést á Líknardeild Landspítalans í Fossvogi 14. mars síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Svavar Baldursson. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Guðrún Gísladóttir síðast til heimilis að Hraunbrún 8, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þann 15. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun og hlýhug. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á samúðarkort Hrafnistuheimilanna í síma 585-3000. Jóhanna Axelsdóttir Þórhannes Axelsson Aðalheiður Nanna Ólafsdóttir Gísli Rafn Ólafsson Sonja Dögg Dawson Pétursdóttir Þorvarður Tjörvi Ólafsson Anna Margrét Bjarnadóttir Guðrún Edda Þórhannesdóttir Davíð Kristján Pitt Axel Ólafur Þórhannesson Tinna Proppé Sigurður Orri Þórhannesson Sól Hrafnsdóttir barnabörn og langömmubörn Konum var í fyrsta skipti leyft að starfa í höfuðstöðvum hlutabréfa- markaðarins í London þennan dag árið 1973. Þá voru tíu konur ráðnar. Þótt þarna væri stigið stórt skref í kvennabaráttu Bretlands máttu konurnar ekki vinna á gólfinu við sölu hlutabréfa heldur voru þær í öðrum störfum. Ein þeirra kvenna sem ráðnar voru, Susan Shaw, sagði þessi tímamót þó mikilvæg fyrir konur því nú gætu þær komið sér upp samböndum í fjármálakerfinu. Þrátt fyrir þennan merka áfanga liðu 28 ár þar til kona var ráðin í eina mikilvægustu stöðuna á hlutabréfamarkaðinum í Bretlandi. Það var árið 2001 þegar Clara Furse varð þar framkvæmdastjóri. ÞETTA GERÐIST: 26. MARS 1973 Konur starfa á hlutabréfamarkaði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.