Fréttablaðið - 26.03.2011, Page 70

Fréttablaðið - 26.03.2011, Page 70
26. mars 2011 LAUGARDAGUR38 Justin Bieber … átti afmæli fyrir rúmlega þremur vikum en hann varð 17 ára 1. mars síðastliðinn. á mömmu sem heitir Patricia Malette, kölluð „Pattie“ en hún ól hann upp sem ein- stæð móðir. á tvö samfeðra hálfsystkini. er þýskur að einum fjórða hluta en afi hans var Þjóðverji sem fluttist til Kanada. hafði og hefur mikinn áhuga á íþróttum, svo sem fótbolta og skák. er sjálfmenntaður á ýmis hljóð- færi, svo sem píanó, trommur, gítar og trompet. var uppgötvaður á youtube.com af Scooter Braun sem síðar varð umboðsmaður hans. Því er gjarnan haldið fram að tónlistarmaðurinn Usher hafi uppgötvað Bieber en það er rangt. Hvenær byrjaðirðu að tefla? „Pabbi byrjaði að kenna mér að tefla þegar ég var sex ára og ég byrjaði að keppa á skák- mótum þegar ég var átta ára.“ Við hverja teflirðu þegar þú ert að æfa þig? „Ég tefli mjög oft við pabba, sem er mjög góð æfing, og svo tefli ég reglu- lega við krakkana sem eru með mér á skákæfingum í skákskólanum. Svo fer ég líka á alls konar aðrar skákæfing- ar.“ Nú ertu komin í hóp þeirra bestu í kvennaflokki í skák- inni. Stefnirðu hærra? „Já, ég stefni hátt og ætla að halda áfram að æfa mig og æfa og ná eins langt og ég get.“ Finnst vinkonum þínum ekk- ert skrítið að þú sért alltaf að tefla? „Sumar eru ekki alveg að fatta þetta og sumar skilja bara ekki skáklistina, en sumar eru bara áhugasamar og tefla meira að segja stund- um við mig.“ Hvert eiga krakkar að snúa sér ef þau langar til að læra að tefla? „Hjá Skák- sambandi Íslands er mjög góð aðstaða fyrir krakka og þau þurfa ekkert að vera búin að læra að tefla þegar þau koma. Það er skipt niður í hópa eftir getu og þú þarft ekkert að vera eitthvað rosalega góður til að koma þangað, það eru byrjenda- flokkar fyrir þau sem ekki kunna að tefla, sem er mjög gott. Ég hvet alla til að læra að tefla og sem betur fer hefur áhugi barna á skák vaxið rosa- lega undanfarin ár.“ Margir halda að maður þurfi að vera rosalega gáfaður til að geta teflt, er það satt? „Það eru margir sem fá hátt í stærðfræði sem eru snillingar í skák, en það er ekkert nauðsynlegt að vera stærðfræðiséní til að verða góður að tefla. Þetta byggist náttúrlega á rökhugsun en það geta allir skilið þetta ef þeir bara mæta á æfing- ar og leggja sig fram.“ krakkar@frettabladid.is 38 Ég byrjaði að keppa á skákmótum þegar ég var átta ára. Ég stefni hátt og ætla að halda áfram að æfa mig og æfa og ná eins langt og ég get. HITT OG ÞETTA Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Þarf ekkert stærðfræðiséní Veronika Steinunn Magnúsdóttir, þrettán ára, sigraði í B-flokki kvenna á Íslands- mótinu í skák og er nú komin í A-flokk með þeim bestu. Hún sagði Krakkasíðunni frá áhuganum á skákinni og hvernig best væri að bera sig að til að læra að tefla. HESTATEYMING verður á Ingólfstorgi á milli 14 og 15 í dag. Þar gefst krökkum færi á að fara á bak hestum frá hestaleigunni Íslenska hestinum. KJARNASKÓGUR, helsta útivistarsvæði Akureyrar- bæjar, býður upp á ýmsa spennandi möguleika til leikja og þar er einnig að finna leiktæki og stíga. LEIKFÉLAG HAFNAR- FJARÐAR frumsýnir Fúsa froskagleypi eftir Ole Lund Kirkegaard hinn 2. apríl í Gaflaraleikhúsinu. Faðir segir við son sinn: „Ég hef sagt þér milljón sinnum að þú átt ekki að ýkja þegar þú segir frá.” Jóna: Af hverju bindur þú fyrir munninn á litla bróður þínum? Gunni: Hann á að fara út í búð til að kaupa sælgæti fyrir mig. Steini: Hundurinn minn kann að tefla! Geir: Hvað segirðu!? Hann hlýtur að vera bráðgáfaður! Steini: Nei, það held ég ekki. Ég vinn oftast. Sigga litla: Veistu hvað er mikið af tannkremi í einni túpu? Mamma hennar: Nei, elskan mín! Sigga: Tvisvar sinnum fram og aftur eftir sófanum. WWW.WEBTOTS.CO.UK ef vefsíða fyrir smábörn. Þar geta þau teiknað, málað, púslað og gert margt annað sér til dundurs. Veronika lærði að tefla sex ára gömul og fór að keppa tveimur árum seinna. 5 ára ábyrgð Verð aðeins 79.900,- Frábært fermingartilboð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.