Fréttablaðið - 26.03.2011, Side 73

Fréttablaðið - 26.03.2011, Side 73
LAUGARDAGUR 26. mars 2011 Rapparinn Ghostface Killah, sem gerði garðinn frægan með röpp- urunum í Wu-Tang Clan á árum áður, leitar nú að lærlingum til að hjálpa sér í daglegu amstri. Rapp- arann vantar sérstaklega hjálp við að koma sér á framfæri með hjálp veraldarvefsins og leitar því að penna, markaðsmanni, ljósmynd- ara, hönnuði og sérfræðingi í sam- félagsmiðlum. Ghostface Killah er einmitt væntanlegur til landsins um næstu helgi og kemur fram á Reykjavík Fashion Festival á Nasa á laugar- daginn. Það er því spurning hvort áhugasamir Íslendingar nái í skott- ið á rapparanum á meðan hann er á landinu og sæki um starfið. Áhugasömum er bent á að senda Ghostface Killah póst á netfang- ið ae.theodoreunit@gmail.com. Aðeins fólk sem tekur hreinlæti alvarlega virðist koma til greina, miðað við Twitter-síðu rapparans, en hann lýsti yfir á dögunum að karlmenn ættu að ekki að þvo á sér hneturnar rétt áður en þeir þvo á sér andlitið, heldur öfugt. - afb Ghostface Killah leitar að lærlingum LÆRLINGAR ÓSKAST Rapparinn Ghostface Killah leitar meðal annars að penna og markaðsmanni. Chris Brown er í vondum málum eftir að hafa misst stjórn á sér eftir viðtal við morgunsjónvarpið Good Morning America. Fjölmiðlafulltrúi hans hefur ákveðið að segja skilið við hann eftir nokkurra ára sam- starf, samkvæmt slúðurdálki New York Daily Post. Brown hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir framkomu sína í viðtalinu en þáttastjórn- endur spurðu hann út í árás hans á þáverandi unnustu sína, Rihönnu, árið 2009. Brown hefur beðist afsökunar á viðtalinu og framkomu sinni. „Ég þurfti bara að losa mig við þá reiði sem bjó innra með mér. Mér finnst ég hafa unnið svo mikið í minni tónlist og mér leið eins og einhver væri að reyna að hrifsa hana frá mér,“ sagði Brown í yfirlýsingu sinni. „Ég biðst því afsökunar á framkomu minni.“ Rapparinn hefur verið hálf utangátta eftir árásina á Rihönnu á meðan ferill söngkonunn- ar hefur blómstrað sem aldrei fyrr. Speking- ar vestanhafs spá því þó að væntanleg plata hans, F.A.M.E., eigi eftir að fara á toppinn í Ameríku þegar hún kemur þar út í næstu viku. Brown missir talsmann sinn ENGINN FJÖLMIÐLAFULLTRÚI Fjölmiðlafulltrúi Chris Brown hefur sagt upp störfum eftir að rapparinn missti stjórn á skapi sínu. Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum - Flúðum MARC-LEO3 Leo hillueining 90x40x165cm. 4 hillur 5.795 MARC-Errex1 Errex hillueining. 100x40x185cm. 5 hillur 14.495 MARC-LEO1 Leo hillueining. 75x30x135cm. 4 hillur 4.395MARC-LEO5Leo hillueining. 100x30x185cm. 5 hillur 5.995 50% afsláttur af síðustu sýningareintökum! 30% afsláttur Lesendur okkar eru á öllum aldri – og við þjónum þeim öllum Allt sem þú þarft

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.