Fréttablaðið - 26.03.2011, Page 80

Fréttablaðið - 26.03.2011, Page 80
26. mars 2011 LAUGARDAGUR48 sport@frettabladid.is GUÐJÓN ÞÓRÐARSON er eini landsliðsþjálfarinn sem hefur náð stigi í marsmánuði í undankeppni EM eða HM, en íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur sinn sjöunda mótsleik í mars á Kýpur í dag. Íslenska liðið náði í fjögur stig á móti Andorra (2-0) og Úkraínu (1-1) í mars 1999 en hefur síðan tapað öllum fjórum alvöru landsleikjum sínum í mars. Arnar Björnsson skrifar frá Kýpur arnar.bjornsson@365.is Iceland Express deild kvenna ÚRSLITAKEPPNI, UNDANÚRSLIT Keflavík - KR 76-64 (38-25) Stig Keflavíkur: Bryndís Guðmundsdóttir 18/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 14, Lisa Karcic 12/12 fráköst/6 stolnir/4 varin skot, Hrund Jóhannsdóttir 5, Marina Caran 5/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 3, Pálína Gunn- laugsdóttir 2/6 fráköst/5 stoðsendingar. Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 19/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 12/9 fráköst, Melissa Ann Jeltema 12/14 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteins- dóttir 9/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 7, Signý Hermannsdóttir 4/7 fráköst, Helga Einarsdóttir 1. Keflavík leiðir einvígið, 2-1, en liðin mætast næst á sunnudagskvöldið á heimavelli KR. Sænska úrvalsdeildin ÚRSLITAKEPPNI, 8-LIÐA ÚRSLIT Solna Vikings - Norrköping Dolphins 81-80 Logi Gunnarsson var með sjö stig og fimm fráköst fyrir Solna. Jafnt er í einvíginu, 1-1. Jämtland Basket - Sundsvall Dragons 86-75 Jakob Sigurðarson skoraði 29 stig, þar af sextán í fjórða leikhluta, og gaf sjö stoðsendingar fyrir Sundsvall. Hlynur Bæringgson var með níu stig og tíu fráköst. Jafnt er í einvíginu, 1-1. Undankeppni EM 2012 A-riðill: Austurríki - Belgía 0-2 0-1 Axel Witsel (6.), 0-2 Axel Witzel (50.) C-riðill: Serbía - Norður-Írland 2-1 0-1 Chris Baird (40.), 1-1 Marko Pantelic (65.), 2-1 Zoran Tosic (74.) C-riðill: Slóvenía - Ítalía 0-1 0-1 Thiago Motta (73.) D-riðill: Lúxemborg - Frakkland 0-2 0-1 Phillipe Mexes (28.), 0-2 Yoann Courcuff (72.). E-riðill: Ungverjaland - Holland 0-4 0-1 Rafael van der Vaart (8.), 0-2 Ibrahim Affelay (45.), 0-3 Dirk Kuyt (53.), 0-4 R. van Persie (62.). ÚRSLIT Györ– Vínarborg – Bratislava - Budapest 21.-25. apríl Páskaferð 129.900 kr. 139.900 kr. Innifalið: Flug til og frá Budapest, skattar, gisting á góðu 3ja stjörnu hóteli í 4 nætur með morgunverði, 3 kvöldverðir. Kynnisferðir um Györ, Sopron, Vínarborg, Bratislava og Budapest. Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Lágmarksþátttaka 20 manns. FÓTBOLTI Það er ekki oft að tveir markverðir meiðast með fótbolta- landsliðinu í sömu ferðinni en þegar ljóst varð á æfingu í gær að ökklinn á Ingvari Kale þyldi ekki álagið varð þjálfarinn að grípa til þess ráðs að hringja í fjórða markvörðinn. Valsmaðurinn Har- aldur Björnsson kemur til Kýpur klukkan hálf þrjú í dag, nokkrum klukkutímum fyrir leik Íslands gegn Kýpur í undankeppni EM 2012. Ólafur Jóhannesson lands- liðsþjálfari hafði ákveðið fyrir nokkru að Stefán Logi Magnússon yrði í markinu í sínum 5. landsleik. Í gærmorgun meiddist sá sem staðið hafði í markinu í síðustu leikjum, Gunnleifur Gunnleifs- son. Og á sama tíma varð ljóst að Kolbeinn Sigþórsson, sem hefur verið sjóðheitur með AZ Alkmaar í Hollandi, yrði ekki með vegna meiðsla. Áhersla á varnarleikinn Ólafur segist svekktur með að geta ekki nýtt Kolbein en hann, Heið- ar Helguson, Alfreð Finnbogason og Gylfi Sigurðsson hafa verið að skora með liðum sínum að undan- förnu. Það hefur ekki alltaf verið þannig þegar íslenska landslið- ið hefur spilað að markaskorarar okkar hafi verið sjóðheitir daginn fyrir landsleik. Ólafur leggur áherslu á varnar- leik íslenska liðsins á morgun. „Kýpurmenn eru góðir þegar þeir hafa boltann en þeir eru ekkert sérstaklega dug- legir að verjast, þar þurfum við að nýta okkar tækifæri,“ sagði Ólafur en hann gerir sjö breytingar á liði sínu frá síðasta leik, gegn Portú- gal í haust. Hermann Hreiðars- son er nú með á nýjan leik eftir meiðsli en þessi baráttujaxl heldur uppi móraln- um í liðinu. Hann er orðinn 36 ára en þegar hann slæst við unglingana á milli æfinga er hann jafningi þeirra. Kraft- ur Hermanns og eldmóður heldur „ung- lingunum“ við efnið. Her- mann segir að nú sé tími til kominn að fá stig í þessari keppni. „Möguleikinn er til staðar, ungu strákarn- ir vilja allir sanna sig og festa sig í sessi.“ Hermann, sem lék sinn fyrsta landsleik gegn Kýpur fyrir fimmtán árum, man vel eftir þeim leik. „Ég kom tvisvar þrisvar við boltann í leiknum, en við unnum,“ segir baráttujaxl- inn, sem verður fyrirliði í 18. sinn í kvöld í sínum 87. landsleik. Völlurinn sem spilað verður á tekur um 23 þús- und áhorfend- ur en þeir verða vart fleiri en 3-5 þúsund á morg- un. Þrátt fyrir góðan árangur í Portúgal, þegar Kýpur gerði 4-4 ja fntef l i v ið Ronaldo og alla hina snillingana, er landsliðið ekki í miklum metum hér á Kýpur. Meira líf er á vellinum þegar erki- fjendurnir Omonia og Apoel mæt- ast, þá er völlurinn fullur og fjölga þarf í lögregluliðinu. Kýpurmenn hafa nefnilega fengið sinn skammt af fótboltabullum. Gengið betur en ég þorði að vona En „strákarnir okkar“ mæta til leiks í kvöld með það að markmiði að vinna leikinn. Það markmið hefur reyndar nokkrum sinnum áður verið sett. Heiðar Helgu- son er vís til að skora þriðja mark sitt í keppninni og Gylfi Sigurðs- son er draugfúll að fá ekki að spila meira með Hoffenheim, þrátt fyrir að skora næstum því alltaf þegar hann reimar á sig skóna. Á bekknum bíður Alfreð Finn- bogason eftir tækifæri. „Mér hefur gengið miklu betur hjá Lokeren en ég þorði að vona. Þjálfarinn hefur trú á mér og ég finn fyrir miklum stuðningi frá stuðningsmönnum félagsins,“ sagði Alfreð. Leikur Kýpur og Íslands verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 18.00. Möguleikinn er til staðar á Kýpur Ísland mætir Kýpur í undankeppni EM 2012 í dag. Tveir af þremur markvarða Íslands eru meiddir og þurfti því að kalla á Harald Björnsson úr U-21 liðinu. „Þurfum að nýta okkar tækifæri,“ sagði landsliðsþjálfarinn. KÖRFUBOLTI Keflavík vann virkilega mikilvægan sigur, 76-64, gegn KR í undanúrslitum Iceland Express deild kvenna og leiðir því einvígið 2-1. Keflvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og náðu mest 21 stigs forskoti í fyrri hálfleik. KR-stúlk- ur neituðu aftur á móti að gefast upp og minnkuðu muninn niður í tvö stig í síðari hálfleik, en lengra komust þær ekki og heimastúlkur fóru því með sigur af hólmi. Bryn- dís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, átti stórleik og skoraði 18 stig. Hjá KR var Margrét Kara Sturludóttir atkvæðamest með 19 stig en hún var að spila sinn fyrsta leik í rimmunni eftir að hafa tekið út tveggja leikja bann. „Það er alveg gríðarlega mikil- vægt fyrir okkur að hafa náð að landa þessum sigri,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavík, eftir sigurinn í gær. „Við sýndum flottan karakter í þessum leik og þetta var algjör sigur liðsheildarinnar. Við spil- uðum alveg einstaklega vel í fyrri hálfleik og KR-ingar áttu erfitt með að komast í gegnum vörnina okkar en það lagði grunninn af þessum sigri,“ sagði Jón Halldór. Keflavík missti hina bandarísku Jacquline Adamshick í meiðsli fyrr í vikunni og fékk nýjan Kana með litlum fyrirvara fyrir þennan leik. „Síðasti sólarhringur hefur verið erfiður fyrir okkur en mér fannst stelpurnar standa sig alveg frábærlega í kvöld og ég er stoltur af þeim,“ sagði Jón Halldór. „Við komum alveg hræðilega til leiks hér í kvöld,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir ósigurinn í gær. „Liðið var greinilega ekki rétt innstillt fyrir þetta verkefni og það sást á spilamennsku okkar. Mér fannst við koma virkilega sterkar til baka í síðari hálfleik og þetta leit vel út þegar munurinn var aðeins tvö stig, en þá skyndi- lega hurfu mínir leikmenn af vell- inum með of margar villur og það hafði mikið að segja,“ sagði Hrafn að lokum. - sáp Keflavík tók 2-1 forystu gegn KR á heimavelli í gær: Mikilvægur sigur eft- ir erfiðan sólarhring MIKILVÆGT Pálína Gunnlaugsdóttir, lengst til vinstri, og félagar í liði Keflavíkur eru aðeins einum sigri frá sæti í lokaúrslitunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Á STUTTBUXUNUM Ólafur Jóhannes- son landsliðsþjálf- ari Íslands freistar þess að ná í sín fyrstu stig í undan- keppni EM 2012 í dag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.