Fréttablaðið - 26.03.2011, Síða 80

Fréttablaðið - 26.03.2011, Síða 80
26. mars 2011 LAUGARDAGUR48 sport@frettabladid.is GUÐJÓN ÞÓRÐARSON er eini landsliðsþjálfarinn sem hefur náð stigi í marsmánuði í undankeppni EM eða HM, en íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur sinn sjöunda mótsleik í mars á Kýpur í dag. Íslenska liðið náði í fjögur stig á móti Andorra (2-0) og Úkraínu (1-1) í mars 1999 en hefur síðan tapað öllum fjórum alvöru landsleikjum sínum í mars. Arnar Björnsson skrifar frá Kýpur arnar.bjornsson@365.is Iceland Express deild kvenna ÚRSLITAKEPPNI, UNDANÚRSLIT Keflavík - KR 76-64 (38-25) Stig Keflavíkur: Bryndís Guðmundsdóttir 18/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 14, Lisa Karcic 12/12 fráköst/6 stolnir/4 varin skot, Hrund Jóhannsdóttir 5, Marina Caran 5/4 fráköst, Marín Rós Karlsdóttir 3, Pálína Gunn- laugsdóttir 2/6 fráköst/5 stoðsendingar. Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 19/6 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 12/9 fráköst, Melissa Ann Jeltema 12/14 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteins- dóttir 9/9 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 7, Signý Hermannsdóttir 4/7 fráköst, Helga Einarsdóttir 1. Keflavík leiðir einvígið, 2-1, en liðin mætast næst á sunnudagskvöldið á heimavelli KR. Sænska úrvalsdeildin ÚRSLITAKEPPNI, 8-LIÐA ÚRSLIT Solna Vikings - Norrköping Dolphins 81-80 Logi Gunnarsson var með sjö stig og fimm fráköst fyrir Solna. Jafnt er í einvíginu, 1-1. Jämtland Basket - Sundsvall Dragons 86-75 Jakob Sigurðarson skoraði 29 stig, þar af sextán í fjórða leikhluta, og gaf sjö stoðsendingar fyrir Sundsvall. Hlynur Bæringgson var með níu stig og tíu fráköst. Jafnt er í einvíginu, 1-1. Undankeppni EM 2012 A-riðill: Austurríki - Belgía 0-2 0-1 Axel Witsel (6.), 0-2 Axel Witzel (50.) C-riðill: Serbía - Norður-Írland 2-1 0-1 Chris Baird (40.), 1-1 Marko Pantelic (65.), 2-1 Zoran Tosic (74.) C-riðill: Slóvenía - Ítalía 0-1 0-1 Thiago Motta (73.) D-riðill: Lúxemborg - Frakkland 0-2 0-1 Phillipe Mexes (28.), 0-2 Yoann Courcuff (72.). E-riðill: Ungverjaland - Holland 0-4 0-1 Rafael van der Vaart (8.), 0-2 Ibrahim Affelay (45.), 0-3 Dirk Kuyt (53.), 0-4 R. van Persie (62.). ÚRSLIT Györ– Vínarborg – Bratislava - Budapest 21.-25. apríl Páskaferð 129.900 kr. 139.900 kr. Innifalið: Flug til og frá Budapest, skattar, gisting á góðu 3ja stjörnu hóteli í 4 nætur með morgunverði, 3 kvöldverðir. Kynnisferðir um Györ, Sopron, Vínarborg, Bratislava og Budapest. Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Lágmarksþátttaka 20 manns. FÓTBOLTI Það er ekki oft að tveir markverðir meiðast með fótbolta- landsliðinu í sömu ferðinni en þegar ljóst varð á æfingu í gær að ökklinn á Ingvari Kale þyldi ekki álagið varð þjálfarinn að grípa til þess ráðs að hringja í fjórða markvörðinn. Valsmaðurinn Har- aldur Björnsson kemur til Kýpur klukkan hálf þrjú í dag, nokkrum klukkutímum fyrir leik Íslands gegn Kýpur í undankeppni EM 2012. Ólafur Jóhannesson lands- liðsþjálfari hafði ákveðið fyrir nokkru að Stefán Logi Magnússon yrði í markinu í sínum 5. landsleik. Í gærmorgun meiddist sá sem staðið hafði í markinu í síðustu leikjum, Gunnleifur Gunnleifs- son. Og á sama tíma varð ljóst að Kolbeinn Sigþórsson, sem hefur verið sjóðheitur með AZ Alkmaar í Hollandi, yrði ekki með vegna meiðsla. Áhersla á varnarleikinn Ólafur segist svekktur með að geta ekki nýtt Kolbein en hann, Heið- ar Helguson, Alfreð Finnbogason og Gylfi Sigurðsson hafa verið að skora með liðum sínum að undan- förnu. Það hefur ekki alltaf verið þannig þegar íslenska landslið- ið hefur spilað að markaskorarar okkar hafi verið sjóðheitir daginn fyrir landsleik. Ólafur leggur áherslu á varnar- leik íslenska liðsins á morgun. „Kýpurmenn eru góðir þegar þeir hafa boltann en þeir eru ekkert sérstaklega dug- legir að verjast, þar þurfum við að nýta okkar tækifæri,“ sagði Ólafur en hann gerir sjö breytingar á liði sínu frá síðasta leik, gegn Portú- gal í haust. Hermann Hreiðars- son er nú með á nýjan leik eftir meiðsli en þessi baráttujaxl heldur uppi móraln- um í liðinu. Hann er orðinn 36 ára en þegar hann slæst við unglingana á milli æfinga er hann jafningi þeirra. Kraft- ur Hermanns og eldmóður heldur „ung- lingunum“ við efnið. Her- mann segir að nú sé tími til kominn að fá stig í þessari keppni. „Möguleikinn er til staðar, ungu strákarn- ir vilja allir sanna sig og festa sig í sessi.“ Hermann, sem lék sinn fyrsta landsleik gegn Kýpur fyrir fimmtán árum, man vel eftir þeim leik. „Ég kom tvisvar þrisvar við boltann í leiknum, en við unnum,“ segir baráttujaxl- inn, sem verður fyrirliði í 18. sinn í kvöld í sínum 87. landsleik. Völlurinn sem spilað verður á tekur um 23 þús- und áhorfend- ur en þeir verða vart fleiri en 3-5 þúsund á morg- un. Þrátt fyrir góðan árangur í Portúgal, þegar Kýpur gerði 4-4 ja fntef l i v ið Ronaldo og alla hina snillingana, er landsliðið ekki í miklum metum hér á Kýpur. Meira líf er á vellinum þegar erki- fjendurnir Omonia og Apoel mæt- ast, þá er völlurinn fullur og fjölga þarf í lögregluliðinu. Kýpurmenn hafa nefnilega fengið sinn skammt af fótboltabullum. Gengið betur en ég þorði að vona En „strákarnir okkar“ mæta til leiks í kvöld með það að markmiði að vinna leikinn. Það markmið hefur reyndar nokkrum sinnum áður verið sett. Heiðar Helgu- son er vís til að skora þriðja mark sitt í keppninni og Gylfi Sigurðs- son er draugfúll að fá ekki að spila meira með Hoffenheim, þrátt fyrir að skora næstum því alltaf þegar hann reimar á sig skóna. Á bekknum bíður Alfreð Finn- bogason eftir tækifæri. „Mér hefur gengið miklu betur hjá Lokeren en ég þorði að vona. Þjálfarinn hefur trú á mér og ég finn fyrir miklum stuðningi frá stuðningsmönnum félagsins,“ sagði Alfreð. Leikur Kýpur og Íslands verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 18.00. Möguleikinn er til staðar á Kýpur Ísland mætir Kýpur í undankeppni EM 2012 í dag. Tveir af þremur markvarða Íslands eru meiddir og þurfti því að kalla á Harald Björnsson úr U-21 liðinu. „Þurfum að nýta okkar tækifæri,“ sagði landsliðsþjálfarinn. KÖRFUBOLTI Keflavík vann virkilega mikilvægan sigur, 76-64, gegn KR í undanúrslitum Iceland Express deild kvenna og leiðir því einvígið 2-1. Keflvíkingar byrjuðu leikinn frábærlega og náðu mest 21 stigs forskoti í fyrri hálfleik. KR-stúlk- ur neituðu aftur á móti að gefast upp og minnkuðu muninn niður í tvö stig í síðari hálfleik, en lengra komust þær ekki og heimastúlkur fóru því með sigur af hólmi. Bryn- dís Guðmundsdóttir, leikmaður Keflavíkur, átti stórleik og skoraði 18 stig. Hjá KR var Margrét Kara Sturludóttir atkvæðamest með 19 stig en hún var að spila sinn fyrsta leik í rimmunni eftir að hafa tekið út tveggja leikja bann. „Það er alveg gríðarlega mikil- vægt fyrir okkur að hafa náð að landa þessum sigri,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavík, eftir sigurinn í gær. „Við sýndum flottan karakter í þessum leik og þetta var algjör sigur liðsheildarinnar. Við spil- uðum alveg einstaklega vel í fyrri hálfleik og KR-ingar áttu erfitt með að komast í gegnum vörnina okkar en það lagði grunninn af þessum sigri,“ sagði Jón Halldór. Keflavík missti hina bandarísku Jacquline Adamshick í meiðsli fyrr í vikunni og fékk nýjan Kana með litlum fyrirvara fyrir þennan leik. „Síðasti sólarhringur hefur verið erfiður fyrir okkur en mér fannst stelpurnar standa sig alveg frábærlega í kvöld og ég er stoltur af þeim,“ sagði Jón Halldór. „Við komum alveg hræðilega til leiks hér í kvöld,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir ósigurinn í gær. „Liðið var greinilega ekki rétt innstillt fyrir þetta verkefni og það sást á spilamennsku okkar. Mér fannst við koma virkilega sterkar til baka í síðari hálfleik og þetta leit vel út þegar munurinn var aðeins tvö stig, en þá skyndi- lega hurfu mínir leikmenn af vell- inum með of margar villur og það hafði mikið að segja,“ sagði Hrafn að lokum. - sáp Keflavík tók 2-1 forystu gegn KR á heimavelli í gær: Mikilvægur sigur eft- ir erfiðan sólarhring MIKILVÆGT Pálína Gunnlaugsdóttir, lengst til vinstri, og félagar í liði Keflavíkur eru aðeins einum sigri frá sæti í lokaúrslitunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Á STUTTBUXUNUM Ólafur Jóhannes- son landsliðsþjálf- ari Íslands freistar þess að ná í sín fyrstu stig í undan- keppni EM 2012 í dag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.