Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 5
*
Mánaðarrit til stuffnings lcirkju, og kristindómi ídendinga
ftefiff út af lunu ev. lút. kirkjufélagi fsl. i Vestrheam
XXXV. árg. WINNIPEG, JANOAR 1920 Nr. 1
Tilkynning.
Af ástæðum, sem eg ekki fæ ráðið við, neyðist eg til
að létta af mér nokkurum störfum mínurn um stund. Hefr
ir því séra N. Steingrímur Thorláksson góðfúslega tekið
að sér starf mitt í ritstjórn Sameiningarinnar um næstu
mánuði, eða þar til heilsa mín leyfir að eg taki við því
aftur, sem búist er við að verði áður langt um líður.
Séra Steingrímur byrjar starf sitt með Janúar-blaðinu.
Huð gefi öllum lesendum Sameiningarinnar gleði-
legt ár!
Winnipeg, 5. Janúar 1920.
Björn B. Jónsson.
Sorgarefni hlýtur það að vera öllum vorum kirkju-
lýð, að frétta um heilsulasleik séra Björns B. Jónssonar,
forseta kirkjufélagsins, er óhjákvæmilegt gerir honum
það, að láta af hendi ritstjórn “Sam.” um tíma. Óska
allir þess og biðja, að Guð styrki hann svo til heilsu aftur,
að það þurfi ekki að vera nema um lítinn tíma. Fram-
kvæmdarnefnd kirkjufélagsins bað mig að hlaupa undir
bagga og hjálpa til með ritstjórn blaðsins á meðan. Vildi
eg ekki skorast undan því eins og ástóð. Skildi það vel,
hve mjög séra Birni reið á að geta losast við sem mest af
aukaverkum sínum, til þess að ná sem mestri hvfld.
Nú vil eg biðja alla kaupendur og lesendur blaðsins.
að láta það ekki líða neitt af hálfu þeirra hvað velvild og
stuðning snertir, þótt það verði að líða af þessum á-
stæðum ritstjórnarlega. Sti er bót í máli, að hér er að