Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 7
7 er svo flókið, að jafnvel í einföldustu málum þarf ó- breyttur almúgamaður að hafa lögmann fyrir sig. Ann- ars kemst hann hvergi með málið. Lögmenn þurfa að lifa eins og aðrir, svo að hjálp þeirra kostar peninga. Sá kostnaður er fátækum manni ofjarl oft og tíðum, og synjar honum réttar, þegar verst stendur. Orsakirnar liggja ekki, alment talað, segir höf., í ó- ráðvendni lögmanna, hlutdrægni dómara, mútum, mann- greinaráliti eða þess háttar rangindum, heldur í réttar- farinu sjálfu, sem orðið er alt of margbrotið og þung- lamalegt fyrir þarfir vorra tíma. Þau ummæli eru höfð eftir Eliuh Root, að aðfinslur þessar sé hverju orði sannari. “Rétarfarið,” segir hann, “ætti að vera miðað við almenna þekking og meðal-greind bóndans, kaupmannsins eða daglaunamannsins. Og það er ástæðulaust, að haga því öðru vísi. Eg tala ekki út í hött; hefi sjálfur nokkra reynslu í málaflutningi. Það er ástæðulaust, að láta margbrotnar lagareglur hindra óbreyttan og ráðvandan mann frá að koma fyrir rétt, segja þar sögu sína og fá sanngjaman úrskurð á máli sínu. Réttarfarið hjá okkur er sniðið eftir æfðum, slíp- uðum, hárbeittum og ráðkænum vísdómi lærðra lögfræð- inga — og það er alt saman rangt.” Slíkt ástand er stór blettur á kristnu þjóðfélagi. Engum rangindum er oftar mótmælt í heilagri ritning, en einmitt þessum, að synja fátæklingnum laga og réttar gagnvart þeim, sem betur eru staddir. Gulleggin. Dómsmálastjóri Bandaríkjanna hefir látið smala saman byltingagjömum útlendingum um alt land á síð- ustu vikum, hneppa lvð þann í fangelsi og búa til brott- sendingar. Hálft þriðja hundrað af fólki þessu var sett á skip og sent af stað til Rússlands rétt fyrir jólin Sagt er, að fleiri skipsfarmar eigi að fylgja. Voldug blöð og félög hafa í all-langan tíma alið á málum um þörfina á þessari landhreinsun. Þó hafðist stjómin lítið að í því máli, og fékk auðvitað harðar ákúr- ur fyrir seinlætið. Nú er Wilson forseti veikur, eins og kunnugt er, og hefir um nokkurn undanfarinn tíma lítið

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.