Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 11
11
Lífsfley mitt veika nú veltur á bárum,
Vongóður eygi’ eg þín himnesku lönd;
Augu mín döpur þó titri í tárum,
Eg trúi og veit að því stýrir þín hönd.
Thórdur Finnbogason,
Edinburg, N.-Daik.
Höldum áfram.
pá sagði Drottinn við Móse: Hví hrópar
þú til mín? Seg Israelsmönnum, að þeir
haldi áfram.—1. Mós. 14, 15.
írsaeLs.menn eru nýbúnir að hefja ferð sína til fyrirheitna
landsins, undir forystu Móse. peir vita e'kkert um það, hvað
fram undan þeim er. peim er það algerlega hulið. En þeir
gera sér líklega Ihinar beztu vonir. Guðlegur máttur hafði
birzt þeirn svo dýrlega fyrir hönd Móse, leiðtogans þeirra. pað
var augljóst, að hann hafði fengið umboð Drottins til þess að
kalla þá út í þennan leiðangur, og að Guð væri því með honum,
og að Guð vildi, að þeir færu þessa ferð. Hvað var þá að ótt-
ast? Var ekki sjálfsagt, að alt myndi ganga vel, — engar tor-
færur né tálmanir á leiðinni? Myndi ekki Guð sjá um það alt?
Myndi hann ekki ryðja öllu úr vegi? Búa þeim braut, greiða og
góða, alla leið heim?
En þeir voru e'kki komnir langt, þegar horfurnar breyttust
og — vonirnar brugðust, iþótt “Drottinn gengi fyrir þeim á dag-
inn í skýstólpa, til að vísa þeim veg, en á nóttunni í eldstólpa,
til að lýsa þeim.” óvinur sækir eftir þeim með miklu liði,
Faraó, Egyptalandskonungur, sem ekki hafði viljað lofa þeim
að fara, en ekki þó þorað annað að lokum. Sér sig þó um hönd,
skömmu eftir að þeir voru farnir, og eltir þá.
Nú verða þeir hræddir. Traustið á Guði er farið. Hann er
ekki lengur með þeim. peir hafa verið sviknir. Guð hefir
aldrei kallað þá út í þessa ferð, ella hefði ihann ekki látið þetta
koma fyrir. Hann hefði komið í veg fyrir, að Faraó sækti eftir
þeim, til þess nú að fyrirfara þeim. Og svo mögla þeir við
Móse og verða vondir við hann.
Móse reynir að sefa lýðinn með því að snúa huga hans til
Drottins og vekja traust á honum. En hvað dugðu orð, þó dýr-
leg væru? Og hvað duga orð enn við æstan lýð, hve fögur sem
þau eru, ef ekkert er með orðunum? Móse snýr sér þá til Guðs
í bæn. Og fær svo þetta svar: Hví hrópar þú til mín? Seg
ísraelsmönnum, að þeir haldi áfram.
Og með því að halda áfram, en ekki horfa hræddir aftur, fá