Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 27
27
eins og Símon; og orsökin er oft, eins og hjá Símoni, herfilegt
skilningsleysi á hjarta-lærdómi kristinnar trúar. d. Fölsk
iírun er það, að óttast hegninguna, en iðrast ekki út af illverk-
inu —• það virðist hafa verið iðrun Símonar. e. Gjafir Drottins
ekki til kaups. pú syndgar stórlega á móti Guði, ef þú fer með
slík ósannindi.
VI. LEXIA. — 8. FEBROAR.
Pétur í Lýddu og Joppe — Post. 9, 32—43.
Minnistxeti: Trúarbænin mun gjöra hinn sjúka heilan og
Drottinn mun reisa hann á fætur—Jak. 5, 15.
1. Hvaða samband er á milli viðburðanna í þessari lexíu
og þeirri síðustu? pað eru Hiðin tvö eða þrjú ár frá kristni-
boðsför Filippusar norður í Samaríu. pegar Filippus fór það-
an, þá ihélt hann til suðvesturs, ofan að sjávarströndinni ög
boðaði trúna í borgum og bygðum þar. Mynduðust þar svo
nokkrir söfnuðir, og postularnir vitjuðu þeirra af og til, eins
og annara safnaða þar í landinu og víðar. Á slíkri för er Pét-
ur, þegar það gjörist, sem lexían segir frá. 2. Hvert kom Pétur
fyrst þar á sjávarströndinni? Hann kom til þorps, sem Lýdda
hét. 3. Hvaða kraftaverk gjörði hann þar? Læknaði Eneas
nokkurn, sem legið hafði rúmfastur í átta ár. 4. Hvað sagði
hann við Eneas? Pétur sagði: “Jesús Kristur læknar þig.”
5. Hvað gjörðist í Joppe um sömu mundir? Joppe var stór
verzlunarborg þar á ströndinni. par var kristin kona, sem
Tabíta hét, frábærlega góð og vinsæl. Hún sýktist og dó.
Sendi þá kristna fólkið þar eftir Pétri. 6. Hvað sýndi fólkið
Pétri, þegar hann kom? Kyrtla og yfirhafnir, isem Tabíta hafði
búið til handa fátækum. 7. Hvað gjörði Pétur? Hann fór að
öllu eins og Jesús, þegar hann reisti frá dauðum istúlkubarnið,
dóttur Jaírusar (sjá 41, 42. v. hér, og Lúk. 8, 52-54); og Drott-
in heyrði bæn postulans og leiddi Tabítu til lífs aftur. 8.
Iíver áhrif höfðu kraftaverk þessi? Fólkið í Lýddu og Joppe
undraðist, þegar það sá þau Eneas og Tabítu heil heilsu aftur,
og margir tóku trú. 9. Hvað getum við lært af lexíunni? a.
pessi hjálpar-tækifæri komu ekki heim til Péturs; hann fór í
kring og fann þau. Vanti iþig tækifæri til góðverka, þá hug-
aðu betur í kring um þig. b. Eneas hafði liðið í átta ár, og átti
víst enga von á bata. En batinn kom, því Guð hafði ekki gleymt
honum. c. Pétur læknar Eneas í nafni Krists, og gefur honum
alla dýrðia. Svo eigum við að vinna öll góðverk. d. 1 Joppe
og Lýddu eru nafngreindar tvær persónur að eins — og bæði
fyrir þá sök, að þau þurftu hjálpar Drottins. pað, sem í Guðs
augum er mikilvægast í sambandi við okkur mennina, er þörf
okkar á miskunn hans. e. Dæmi Dorkasar er ákaflega fagurt