Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 12
12 þeir að reyna, að Drottinn er með ‘þeim, og að ekkert sé þá að óttast. Nú er nýbyrjað ár. Oss er með öllu ókunnugt um, hvað það muni bera í skauti sínu. Að baiki oss eru stríðsárin skelfi- legu, m-eð öllum þeirra ömurlegu fyjgjum. Árið síða-sta, fyrsta “friðar”-árið, ein fylgjan þeirra, eitthvert hið m-esta ókyrðar og ærsla ár. Brak og brestir í allri mannfélags-byggingunni. Öll bönd svo teygð og toguð, að búast mátti við að þau hrykkju þá og þegar. Og ærslin öll frá árinu sækja eftir oss. Og ský svart fram undan. það hylur sjónum örlög ársins. En, ef við sjáum Guð í skýinu, þá birtir í því. pað verður þá að skýstólpa, sem vísar veg. Og úr sikýinu er kallað til vor af Drotni: Haldið óáfram óhræddir í nafni Drottins—inn í skýið! Oss, lýð Drottins, ríður á því, að sjá Drottin, eins og hann birtist oss í náðarmeðulunum, og þá að sjá hann ekki að eins í gangi himinlhnattanna -og í dýrð þeirra, heldur líka í gangi við- burðana -og táknum tímans, og sjá, að “stendur sá við stjórnvölinn, er stýrir öllu vel”, og láta -ekki nein ský, hvað svört sem þau kunna að vera, skyggja á hann fyrir oss, eða láta þau hylja hann og koma oss til að gleyma honum; en sjá hann nálægan í dýrð náðar sinnar, í veldi almættis hans og í órannsakanlegri dýpt speki hans. Oss ríður á því líka, að heyra hann kalla til vor, og cicki láta neinn skarkala eða ærsl vits eða óvits, dáleiða oss svo, að vér daufheyrumst við því, sem hann vill við oss -tala. Oss ríður á að -heyra -hann kalla oss, ekki að eins til samfélags við sig og til að keppa áfram til fyrirheitna landsins; heldur líka heyra hann kalla á oss til samvinnu við sig, -meðan vér erum hér, og til þess að halda áfram með það verk, sem hann h-efir fengið oss í hendur að vinna. Við erum mint á og hvött til að halda fram og sækja áfram, -en okki að stand-a í stað, og því síður að láta oss fara aftur, eða vera á undan'haldi. Með Drotni er eklcert undanhald og engin afturför. par sem hann er, er haldið áfram. Og þeir, s-em með honum eru, halda áfram. En þar sem hann fær ekki að vera með, er afturför. Og að vera ebki með honum, er að láta sér fara af-tur. Ekkert það er -til, sem -bætt geti manninum það upp, ef hann er ekki með Guði. En margar tálmanir vilja verða á leið vorri og því til fyr- irstöðu, að við höldum áfram. Saga ísraelsmanna minnir oss greinilega á það. Vor eigin saga líka. Óvinirnir að baki oss, syndir vorar, bæði hið illa, sem við höfu-m ger-t, og hið góða, sem við áttum að gera, en vanræktum, —þetta vill gera oss kjarklausa og duglausa til að halda áfram. Svo og margt annað ilt, sem komið hefir fyrir. Eins lrka synd- in, er situr lamandi í oss. En Guð segir: óttist ekki, lítið til

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.