Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 22
22 A—pað sem eg var að hugsa um, er sú stund, þegar maður kemur inn íí eilífðina og fraim fyrir konung himinsins. B—peir vita það vel, guðfræðingarnir, að þeir þurfa ekki að segja neitt uím það. 'pví að eins og barnið fæðist veikt og hjálparlaust inn í heiminn, eins er isálin vanmáttug og líknar- þurfi, þegar hún er af englum Drottins borin fram fyrir dýrðar- hásæti guðdómsins. En þegar frelsarinn Jesús Kristur ávarp- ar isálina með sínu “Effata”, þá rætist það, sem hann sagði við lærisveinana áður en hann sikildi við þá: “Eg mun isjá yður aft- ur, og þá mun hjarta yðar fagna, og þann fögnuð tekur enginn frá yður. Og þá munuð þér einskis spyrja.” Helgi Árnason. KIRKJULEGAR FRÉTTIR. Ameríska biblíufélagið hefir komið fram með þá tillögu, að öll biblíufélög heimsins sameini sig í eina allisherjar heild (federation). Brezka biblíufélagið er stærsta biblíufélag heimsins, og hefir það tekið þessa tillögu til yfirvegunar. Eftir úrskurði þess mun málið fara. Hr. J. Rea Baeher, sonur dr. Bacher, ensk-lútersks prests í Fargo, N.-Dak., hefir hlotið Rhodes námsstyrkinn fyrir Norð- ur Dakota á þessu ári. Sameinaða danska kirkjan í Ameríku hefir síðan 1886 haft dálitla mentastofnun í Blair, Nebraska. Nú nýlega hefir verið afráðið að auka og efla skólann að miklum mun, og flytja hann á hentugri stað. Er afráðið a safna til þess 250,000 dollars. Telur þetta kirkjufélag um 15,000 fermda meðlimi. Dr. Charles M. Sheldon, hinn alkunni prestur og höfund- ur í Topeka, Kansas, hefir nú tekið við istarfi sem aðal ritstjóri blaðsins Christian Herald í New York, og flutt heimilisfang sitt þangað. Leggur hann nú fram óskifta krafta við ritstjóra- starfið, er hann lætur af föstum prestskap. Ein bók. dr. Shel- dons, “í fótspor hans” (In His Step) hefir verið þýdd á ís- lenzku. Christian Herald er útbreiddasta kristilegt blað í Ameríku, og fær því ritstjórn þess alveg óviðjafnanlegt tæki- færi til að koma á framfæri hugsunum sínum, einkum þegar tillit er tekið til þess, að blaðið hefir náð útbreiðslu meðal allra kirkjuflokka. Augnamið útgefendanna er, að blaðið sé kristilegt %

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.