Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 28
28
og lærdómsríkt. Hún var auðug að góðverkum. pað er bezti
auðurinn. Að góðverkum, sem hún veitti — ekki iþeim verk-
um, sem hún ætlai að veita. Dorkas var víst einstæðingur, en
í stað þess að harma lífskjör sín, þá gleymdi hún þeim og mundi
að eins eftir að hjálpa öðrum. Svo var einstæðingsskapurinn
horfinn áður en hún vissi af. Finnist þér líf* þitt gleðisnautt,
þá er ráðið að gleyma sjálfum þér og gleðja aðra. pað, sem
Dorkas lét eftir sig, voru góðverk, sem hún vann “á meðan hún
var hjá þeim”. par er sannleikur, sem liggur í augum uppi,
og þó gleyma margir honum. pó Dorkas væri góð og guðhrædd,
þá varð hún að deyja, en Drottinn gaf henni lífið aftur — og
auglýsti dýrð sína og mátt. peim, sem Guð elska, verður alt:
tii góðs. f. Pétur fór vandlega eftir dæmi Jesú, þegar hann bað'
um lífgjöf konu þessarar. Sataa skulum við gjöra í öllum
vanda. g. Fregnin um verk þessi barst út, og margir snerust
tii kristni, þegar menn sáu þau Eneas og Dorkas al-heil. Bezta
auglýsing guðs rikis er maður, sem ber þess sýnileg merki, að
Kristur hefir 'hjálpað honum.
VII. LEXÍA. — 15. FEBRÚAR.
Pétur og Kornelíus — Post. 10, 30—48.
Minnistexti: Hinn sami er Drottinn allra, fullríkur fyrir
alla þá, sem ákalla hann — Róm. 10, 12.
1. Hvenær gjörðist þetta, sem hér er skýrt frá? Skömmu
eftir atburði síðustu Lexíu. Pétur var enn um kyrt í Joppe,
þegar sendimenn Kornelíusar komu eftir honum. 2. Hver var
Kornelíus? Rómverskur hundraðshöfðingi (undir-foringi —
“kafteinn”). Hann var góður maður og trúði á Guð í hjarta
sínu, þótt hann hefði ekki aðhylst Gyðingatrú að öllu leyti. 3.
Hvað kom fyrir hann? Engill Drottins birtist honum, sagði að
Drottinn hefði séð góðverk háns og heyrt bænir hans, og bauð
honum að senda eftir Pétri til Joppe. 4. Hvað kom fyrir Pétur
um sömu mundir? Á meðan sendimenn Kornelíusar voru á
leiðinni, birtist Pétri sýn nokkur: Hann sá dúk síga niður frá
himni, og voru í 'honum allskonar dýr, hrein og óhrein. 5.
Hvað er meint með hreinum og óhreinum dýrum? “Hrein”
voru þau dýr köölluð, sem lögmál Móse leyfði Gyðingum að eta.
Öll önnur dýr voru “óhrein”. 6. Vitraðist Pétri fleira? Hann
heyrði rödd, sem sagði honum að slátra dýrunum og eta, og
þegar hann færðist undan að eta “óhreinu” dýrin, þá
svaraði röddin:: pað sem Guð hefir lýst hreint, mátt þú ekki
kalla óhreint. 7. Hvað merkti sýn þessi? Guð hafði gjört
heiðingja “hreina”, það er að segja, þeir voru jafn-velkomnir
sem Gyðingar inn í kristinn söfnuð. 8. Hvað gjörði Pétur svo,
þegar sendimennirnir komu? Hann fór hiklaust með þeim til
Kornelíusar og boðaði honum og fólki hans kristna trú, og