Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 32
32
X. LEXÍA. — 7. MARZ.
Jóhannes skrifar um krist. legan kærieika—1. Jóh. 4, 7-21.
Minnistexti: pér elskaðir, fyrst Guð hefir svo elskað oss,
þá ber oss einnig að elska hver annan — 1. Jóh. 4, 11.
1. Hvar og hvenær skrifaði Jóhannes bréf þetta? í Efes-
usborg, árið 85 e. Kr., eða þar um bil. Bréfið ber það með sér,
að höfundurinn er gamall mað ur og skrifar til yngri kynslóðar.
2. Skrifaði Jóhannes fleiri rit, sem finnast í nýja testamentinu?
Fimm af ritum nýja testamentisins eru kend við hann: Jóhann-
esar guðspjall, þrjú Jóhannesar bréf og Opinberunarbókin. 3.
á hvað leggur Jóhannes mesta áherzlu í bréfum sínum? Hann
talar þar mest um kærleikaran, um föðurást Guðs, sonarást
sannkristinna manna og bróS.urelskuna, sem við eigum að bera
í brjósti hver til annars. 4. Hvað er það sérstaklega, sem post-
ulinn segir í þessari lexíu nm kærleikann? Aðal-kjarni lexí-
unnar er í ellefta versinu (nai-nnistextanum) : Fyrst Guð hefir
eiskað okkur, þá eigum við a® -elska hver annan. 5. Hvað segir
Jóhannes um uppruna kærleikans? Kærleikurinn er frá Guði
kominn (7. v.); við þurfum »ð verða börn hans, til þess að geta
elskað eins og hann. 6. Hvað segir hann meira um kærleika
Guðs? Guð er ekki að eins kærleiksríkur — hann er kærleikur
(8. v.).. pú þekkir ekki Guð, fyr en þú ert snortinn af kærleik
hans og eískar eins og hann. 7. Hvar heflr kærleikur Drottins
skinið bjartast? í náð han-s við okkur synduga menn, sem
hann elskaði að fyrra bragði (10. v.), og freisaði til eilífs Hfs,
með því að send okkur son sinn eingetinn, frelsarann Jesúm
Krist (9. v.). 8. Hver'nig getum við lært að þekkja kærleika
Guðs, svo að við getum orði® honum líkir í elskunni? Við eigum
a trúa á frelsarann og þigga þá óumræðilegu miskunn, sem Guð
veitir okkur í honuim (15. 16.). 9. Hver hjálpar okkur til þeirrar
trúar? Andi Guðs, sem vekur hjá okkur bæði trúna og kær-
leikann (13. v.). 10. Hver verður svo afleiðingin, þegar við
höfum þannig þroskast í trú og elsku? pá verðum við stöðugir
í Guði og Guð í okkur (12.-16. v.). 11. Hver er önnur afleiðing
kristilegs kærleika? Önmur afleiðing er inndæll friður í hjart-
anu. pú kvíðir ekki framar dauða og dómi, þegar þú hefir lært
ar þekkja, hvað Guð er góður. Enginn hræðist það, sem hann
elskar af öllu hjarta (17. 18. v.). 12. Hví talar postulinn miklu
meira um mannkærleika heldur en um elsku til Guðs? “Sá,
sem ekki elskar bróður sinn, sem hann hefir séð, getur ekki
els'kað Guð, sem hann hefir ekki séð” (19.-21. v.).
“SaMEININGIN” kernu :■ út mánaðarlega. Hvert númer tvær arkir
heilar. Verð: einn dollar ogr fimtíu cent. um árið. Ritstjðri: N. Stein-
grimur Thorláksson, Selkirk. Man. — Hr. John J. Vopni er féhirðir og
ráðsmaður “Sam.” Addr.: iSameiningin, Box 3144, Winnipeg Man.