Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 18
18 skýrslur vantar. Mönnum ier auðvitað ekki Ijúft, að 'hrópa af húsþökum um hluti, sean eru þjóðinni til vansæmdar. En svo mikið má þó fullyrða, að aldrei í manna minnum hafi frétta- dál'kar dagblaðanna verið eins . þétt-skipaðir illverka-sögum eins og nú. Óöld þossi hefir orðið öllum sönnum þjóðvinum að alvar- legu umhugsunarefni, eins og von er, og blöðin geta margs til um orsakirnar. í þeim umræðum skipar auðvitað dýrtíðin öndvegi; hún getur af sér allskonar freistingar, sem allar hvetja til kæruleysis og óráðvendni. Annars vegar peninga- mergðin, miklu meiri en nokkru sinni áður. Henni fylgir sterk tilhneiging til eyðslusemi, því mönnum gengur illa að átta sig á hinu lága verðmæti peninganna, sem iþar vegur upp á móti. Vinnugjald mikið að vöxtum, en svo svikult í reyndinni, þegar til kaupa kemur, að allur þorri manna verður sífelt fyrir ein- hvers konar vonbrigðum; afleiðingarnar verða <svo gremja við gróðabrallsmenn, órói og byltingagirni, rýrnun á helgi eignar- réttarins. Engin furða, þótt alls konar óráðvendni færist í vöxt á meðan svo standa sakir. pessum ófögnuði linnir því vart fyrir alvöru, fyr en tekjur og útgjöld ná aftur einhverju viðun- legu jafnvægi, og ofsafenginn stéttarígur fær ögn að hvíla sig. Sumum hefir orðið skrafdrjúgt um vínbannið í sambandi við þetta mál. óvinir þeirrar umbótar eru gleiðgosalegir yfir horfunum og vilja skella allri skuldinni á þessa allsherjar þvingun til bindindis, isem nú er orðin að lögum. Segja, að frelsis-skerðingin með óánægju þeirri, ®em af henni hafi leitt, sé völd að óöldinni. Engum heilvita manni óvilhöllum getur komið til hugar að taka slíkar fullyrðingar affallalaust; en þó verður því ekki neitað, að vínbannið og glæpamergðin eru ekki algjörlega óskyld efni. Fyrst og fremst ber þess að gæta, að afnám vínsölunnar reynist alls ekki sú allra-meina-bót, sem margir frömuðir þeirrar nauðsynlegu siðbótar höfðu spáð. Manneðlið reynist synd og spilling háð eftir sem áður, þótt of- drykkju-hneykslið sé í burtu tekið — eða takmarkað, réttara sagt, því að bannið hefir auðvitað ekki tekið fyrir alla vínnautn, enn sem komið er. pað mætti jafnvel fara lengra í þessa átt og gefa það eftir, að víneklan hafi ef til vill að einhverju leyti verið óbeinlínis völd að þessum faraldri, sem nú gengur yfir. Smá-glæpum hefir áþreifanlega fækkað, síðan vínbann komst á, en stórglæpir hafa aukist. petta er eðlilegt, þegar vel er að gáð. Vínið freistar þeirra, sem eru veikir fyrir, tekur frá þeim siðferðisþrekið og eykur freistingarnar. peir leiðast fyrir vikið út í landeyðuskap og smá-óknytti, en ekki til stórglæpa fyrsta

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.