Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 31
31
hvernig- við eigurn að vaxa í kristindóminum. a. 1 andlegum
skilningi eru kristnir menn upphaflega eins og nýfædd börn—
hvort sem þeir hafa tekið við trúnni í æsku eða á fullorðinsár-
um. peir þurfa að þroskast, vaxa, byggjast upp. b. Til þess
að geta þroskast og dafnað í kristindóminum, þá þurfum við
fyrst og fremst að forðast það eitur, sem stendur sálinni fyrir
þrifum. Postulinn nefnir sérstaklega: vonzku, prettvísi, hræsni,
öfund, og vond orð um aðra menn. petta eru alt ljótir og skað-
legir lestir. sem stríða á móti kærleika og hógværð kristins
manns. Algengir lestir og lymskir; margur maður, sem þykist
vera kristinn, elur þær syndir hjá sér. c. pað er ekki nóg, að
forðast eitrið; vér verðum að sækjast eftir hollri fæðu, sem er
samneyti við hinn lifanda Guð. Vér eigum að “smakka, hvað
Drottin er góður.” petta samneyti fæst með því, að vera vak-
andi í bæninni og leggja stund á orð Drottins. d. pað er ekki
nóg fyrir okkur, að vaxa í náðinni, hver í sínu lagi. Vér eigum
að byggjast upp, sem söfnuður Guðs. par er tvent að athuga:
Vér þurfum að byggjast ofan á sama grunninn allir, en það er
Jesús Kristur. Pétur var sjálfur nefndur “steinn”, eða
“klettur.” En þó vísar hann ekki til sjálfs sín, sem hornsteins,
heldur til Jesú. pað var trúin á Jesúm, sem gjörði Pétur að
kletti. Kristnin hefði ekki liðast í sundur, eins og raun hefir
á orðið, ef kristnir menn hefðu gætt þess ætíð, að hafa Krist einn
fyrir leiðtoga (1. Kor. 1, 11-13; 3, 11). Annað er hér athuga-
vert: Kristur er nefndur “lifandi steinn”. og steinarnir í must-
erinu, sem á honum er reist, eiga líka að vera lifandi. Steino-
inn táknar festu, þunga, styrk. Við eigum að vera eins og
meistarinn, sterkir, og .staðfastir í sannleikanum. En festan
hjá sumum er líflaus; andi þeirra hreyfist hvergi, af því hann
er dauður. Svo var ekki um Krist. Hann var lifandi steinn.
Líkjum eftir honum. 6. Hvað kennir postulinn í mið-kafla
textans? par sýnir postulinn hvernig við eigum að hegða okk-
ur (11. 12. v.). Eigum að forðast illar girndir og ástríður, og
lifa fagurlega, svo að þeir, sem ekki trúa, geti séð, hvað kristin
trú er góð og rík að ávöxtum (sbr. Matt. 5, 16). 7. Hvað kennir
hann í síðasta kaflanum? í þessum kafla (19.-25. v.) sýnir
postulinn, hvernig við eigum að hegða okkur, þegar við verðum
fyrir rangindum. Ekkert er eins fagurt eða sannfærandi um
yfirburði kristinnar trúar eins og það, þegar við líkjum eftir
írel-saranum í að fyrirgefa misgjörðir (21.-25. v.). Auk þess
er það einmitt fyrirgefning Guðs, sem við byggjum alla okkar
von á (25v.). pað er all's ekki þakkar vert, segir postulinn, þótt
við þolum refsingu með jafnaðargeði, þegar við höfum unnið til
h-ennar; en þegar við líðum saklausir, þá höfum við tækifæri til
að líkjast frelsaranum.