Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 26
26 Sunnudagsskóla-lexíur. V. LEXIA. — 1. FEBRÚAR. Pétur og Jóhannes í Samaríu—Post. 8, 4—8, 14—25. Minnistexti: Pér munuð verða vottar mínir, bæði í Jerúsal- em og Samaríu og til yztu endimarka jarðarinnar—Post. 1, 8. 1. Hvað kom til þess, að þeir Pétur og Jóhannes fóru norð- ur til Samaríu? Ófsóknir gegn kristnum mönnum hófust í Jerú- salem. peir Pétur og Jóhannes voru aftur hneptir í fangeisi, en engill Drottins leiddi þá út þaðan á næturþeli. Síðan gengu þcir sjálfviljugir fram fyrir ráðið. peim var veitt húðstroka. og bannað að prédika Krist. Nokkru síðar voru sjö menn valdir til þess að aðstoða postulana við líknarstörf. Tveir þeirra tóku að boða trú—Stefán og Filippus. Stefán var sakaður um guðlast og grýttur, og hófst þá skæð ofsókn gegn söfnuðinum, svo að kristnir menn flúðu í allar áttir burt úr Jerúsalem — og boðuðu Krist, hvar sem þeir fóru. Filippus fór norður í Sam- aríu, gjörði þar mörg kraftaverk og boðaði Krist. 2. Hvað lær- um við af þessum fyrri hluta lexíunnar? Ofsóknirnar urðu ekki til annars en að útbreiða trúna. Fylgjum Kristi öruggir, þá getur ekkert ilt afl sigrast á okkur. Gangi illa fyrir kirkjunni, þá er ráðið, að hún helgi sig frelsaranum upp á ný. Svo er um sjálfa okkur, sem einstaklinga. 3. Hvað gjörðu þeir Pétur og Jóhannes, þegar þeir heyrðu um verk Filippusar? Peir fóru norður þangað og leiðbeindu þeim, -sem trú höfðu tekið, lögðu hendur yfir þá og báðu fyrir þeim. 4. Hver var ávöxturinn? Pessir trúuðu menn fengu nýja trúarreynslu, fyltust heilögum anda. 5. Hvað gjörði þá Símon töframaður, sá er t“kið hafði trú með öðrum Samverjum? Hann hélt víst. að kristna trúin væri einhverjir nýir töfrar, kröftugri en þeir, sem hann kunni áður. pess vegna tók hann trú, og af sömu hvötum reyndi hann að kaupa heilagan anda fyrir peninga. 6. Hvað sagði Pétur við hann? Pétur ávítaði hann harðlega fyrir tiltæki þetta og boðaði honum þunga refsing. 7. Hver áhrif hafði það á Sí- mon? Hann auðmýktist fyrir Pétri og bað sér vægðar. 8. Hvað er hægt að læra af þessu? a. pað er ekki nóg að boða Krist ein- hvern veginn. pú átt að vinna í kirkju hans, en ekki að taka þig út úr. Filippus gjörði gott verk í Samaríu. pó þurftu lærisveinarnir að koma og bæta um það. pannig eiga þjónar kirkjunnar — kristnir menn yfir höfuð — að vinna saman. b. pað er ekki nóg að taka trú í eitt skifti fyrir öll; þú þarft að styrkjast í trúnni, vaxa í náðinni, helgast, öðlast gjöf andans í fyllra mæli. pessi endurvakning var árangur af starfi þeirra Péturs í Samaríu. c. Margur, sem virðist vera kristinn, er al- gjörlega eigingjarn og ósnortinn í hjarta, og ávaxtalaus í lífi,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.