Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 19
19 sprettinn. Rétta því við aftur, þegar vínið freistar ekki. Aftur er öðru máli að gegna um forhert illmenni. Glæpir þeirra eru framdir af ásettu ráði, en ekki af veikleika. Slíkir menn eru aldrei hættulegri, héldur en þegar þeir eru alls gáðir, því að þá vinna þeir illverk sín af meiri kænsku. Og svo er annað: Sum- ir drykkjumenn eru orðnir svo spiltir af vínnautninni, að þegar þeir missa áfengið, leita þeir samsvarandi nautnar í öðrum deyfandi lyfjum, svo sem ópíum eða cocaine. pau lyf eru afar- dýr, því að blátt bann og ströng hegning liggur við sölunni. En svo sólgnir verða slíkir manngarmar í lyfjanautnina, að þeir grípa til alls konar óheilla-verka , til þess að ná í andvirðið. Kunnugir segja, að fjölda mörg rán og aðrir stórglæpir eigi þarna rætur — ihvötin hafi verið sú, að ná í peninga til lyfja- kaupa. Áhrif vínbannsins gátu því naumast orðið önnur — að minsta kosti í bráð — heldur en þessi, sem nú eru komin í ljós, að stemma stigu fyrir smá-óknyttum og ónytjungsskap, en reisa síður rönd við stórglæpunum. Ekki fela þó þessi skyndi-áhrif í sér nokkra verulega ástæðu gegn vínbanninu. Sú umbót er góð og nauðsynleg fyrir því, þótt hún reynist ekki svo al-full- komið betrunar-tæki, sem við var búist. En réynslan endur- tekpr hér gamla lærdóminn, sem hún hefir alt af verið að kenna. pað er ekki hægt að gjörbreyta manneðlinu, eða lækna spilling þess, með bannlögum eða öðrum ytri höftum. pess konar tæki geta verið góð, isé rétt með þau farið; þau halda spillingunni að einhverju leyti í skefjum og stemma stigu fyrir freistingum. En þau geta aldrei gjört engil úr spiltum manni. par kemur e'kki nema eitt ráð að notum — að leiða hjartað sjálft til iðrunar, snúa viljanum frá illu til góðs. Kristindómurinn á því sama erindi og áður til mannanna, hvað sem öllum heims- ins bannlögum líður. Hrygðarefni sórstakt og átakanlegt er unglingafjöldinn í þessu glæpaliði. Svo tíðar eru nú í blöðunum frásögur um ungmenni — oft fyrir innan tvítugt — sem komist hafa undir manna hendur fyrir óbótaverk, að faraldur þessi hinn ís’kyggi- legi er augsýnilega skæðastur meðal æskulýðsins. Og ömur- lega oft hafa heimkomnir hermenn ratað í ólán þettá. pað er umhugsunarvert á þessari tíð, þegar mannkynið er statt á vega- mótum eftir styrjöldina. Hér er einn af ávöxtum hennar, ber- sýnilegur hverjum þeim, sem ekki hlífir augum sínum við slíkri sjón. Svipuð eftirköst 'hafa fylgt flestum stríðum: dýrtíð, spilling, lagaleysi. Ófriður skilur eftir varanleg áheillamörk á talsverðum 'hluta hverrar kynslóðar, sem í honum lendir, og það jafnvel meðal þeirra þjóða, sem taka upp vopnin í nauð-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.