Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 13
13
Jesú, frelsarans, lambsins GuSs, sem 'bar heimsins synd. Sjá-
ið, hvernig eg er með ykkur, svo að þið skulið geta haldið áfram.
Aðrir óvinir líka að :baki. Svo margt, sem mishepnast hef-
ir og illa tekist. Og mótspyrnan mörg og skilningsleysið og
þvermóðskan. Hefir alt eins og flækst fyrir fótunum á oss
líkt og þvaga og hamlað frá að komast áfram. En Drottinn
segir: Haldið áfrm. Eg er með ykkur.
Svo alt það, sem fram undan er. Sjáum ísraelsmenn. pað,
sem varð í vegi fyrir þeim, varð svo ægilega mikið í augum
þeirra. Eins með erfiðleikana og hindranirnar, að því er oss
snertir. pað vex alt í augum vorum. Verður að fjöllum, eða
ægilegum vatnsföllum. En Drottinn kallar: Ejá, eg er með
ykkur. Haldið áfram.
Ein tálmunin enn, sem á skal minst: Hættan sú, að vilja
standa í stað og vera eins og að snúast um sjálfan sig. Eða,
að vera að leita og aldrei að komast að viðurkenning sannleik-
ans, — aldrei að verða viss, en einlægt að vera í efa. Á þann
hátt að vera einlægt að fara í hring.
Oss er kunnugt um það, að þegar fólk villist, af því það
hefir ekki eftir neinu að fara, sem það geti áttað sig á, og missir
því áttirnar, þá fer það ávalt í hring. Eins er um þá, sem and-
lega villast eða missa áttir andlega, af því að þeir töpuðu öllum
áttamerkjum, — þeir fara ávalt í hring.
En áttum getum við náð og sannleikann getum við eignast,
ef við horfum til Jesú Krists og eignumst hann og eigum; því
hann segir til vor: Sjá, eg er vegurinn, sannleikurinn og lífið.
Komið itil mín. Trúið á mig og fylgið mér eftir og — haldið
áfram.
En hyert skal halda áfram? Ekki eitthvað út í bláinn,
vitaskuld. ísraelsmenn vissu, hvert förinni var heitið. Við
líka. Drottinn hefir sagt oss, að vort rétta föðurland sé ei hér,
heldur á himnum. pangað er ferð vorri heitið. Og er þá ekki
nauðsynlegt fyrir oss ávalt að muna það, og svo að missa aldrei
áttir þangað? Og ef við horfum til Jesú og fylgjum honum, þá
missum við ekki áttir.
Ísraelsmönnum var gefinn Móse. Hann var leiðtoginn
þeirra. Hann átti að vísa leið. Og houm áttu þeir að fylgja.
Meiri er sá, sem oss á að vísa veg, Drottinn sjálfur af himni,
Jesús Kristur. Hvort munum við þá þurfa að kvíða því, að við
náum ekki takmarkinu, ef við horfum til hans og fylgjum hon-
um? Svo fjarri því. En muna þurfum við það, að við höfum
fengið verk að vinna á leiðinni, sem við eigum að halda áfram
með. Við eigum ekki að vera iðjulausir né að eins að horfa til
himins.
Hví hrópar þú til mín?—sagði Drottinn við Móse. — Segðu
ísraelsmönnum að halda áfram. Ekki svo að skilja, að Guð
vildi ekki að Móse ákallaði sig í bæn, eða vilji, að við látum
vera að biðja til sín. En það er vilji Guðs, að bæninni fylgi