Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 10
10 Alla jafna lítur því lesandinn svo á, að hver skáldsaga xnæli fram með lífi sinnar eigin hetju, fylgi henni að mál- um, annað hvort til sóknar eða varaar. Og áhrifin verða eftir því, hvernig þetta er gjört, og hvern mann sú hetja hefir að geyma. En hver verða þá áhrif þessarar nýu og margræddu skáldsögu? Hvaða siðferðiskenning eða lífsskoðun rök- styður hún? Þar er ekki nema um tvent að velja. Ann- að hvort er hún fremur lúaleg árás á algengustu hug- myndir manna um drengskap og velsæmi, eða þá vönx þeirrar skoðunar, að bæta megi fyrir betrunarlausa var- mensku með fáeinum afreksverkum. Yæmin siðleysis- prédikun, á hvorn veginn sem hún er skilin. Þau orð voru höfð eftir presti einum fyrir nokkrum árum, að siðferðisáhrif kirkjunnar væri að mestu frá henni horfin og skáldsögurnar teknar við. Studdi þá á- lyktun með því að nefna nokkur sögurit, sem höfðu látið af sér heyra talsverðan hvell og þyrlað upp orðaryki, þegar þeim laust niður. Kirkjan veldur auðvitað sjald- an slíltum æsingi, allra sízt þegar hún flytur fagnaðar- erindi frelsarans með trú og dygð. Sá boðskapur er ekk- ert níu daga undur. En það er engin sönnun um áhrifa- leysi kirkjunnar. Sprengikúlur geta verið mesta þarfa-þing; það er undir atvikum komið. Og skurki og geðshræringum valda þær æfinlega. En illa færi þó fyrir heiminum, ef hann hætti \úð gamaldags og látiausa kornsáninguna, og tæki að planta sprengikúlum í staðinn. Kirkjan hefir enn í dag þarft verk að vinna, þótt ekki verði það jafnan saga til næsta bæjar,xegar kennimaður opnar munninn. Það verk getur hún ekki látið frá sér í hendur útsláttarsömum sagnasmiðum, sem sumir hverjir ganga í berhögg við alment velsæmi til þess að gjöra sig merkilega. G. G. AFMÆLIS-HUGSUN (18. Janúar 1920). Hugur minn svífur að helgidóm þínum, Heilagi faðir, mig veikan þú styð. Ljósið þitt, Jesús, með lífskrafti sínum Leiðsögn mér veiti og eilífan frið;

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.