Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 9
9 um orðum: Það á að fórna frelsinu til þess að bjarga á- vöxtum þess. Þar er endurtekin gamla sagan um gæsina, sem vei-pti gulleggi á hverjum degi. Eigandanum þótti vænt um þessa gæs, og enn vænna um eggin. Honum fanst þau ekki koma nóg'u ört—ekki nema eitt á dag. Svo hann drap og krufði gæsina, til þess að komast að öllum forð- anum í einu. En gullegg fundust engin innan í dauð- um fuglinum og þar með var varpinu lokið. “ Tunglið og tíeyringur”. Svo mætti þýða nafnið á enskri sbáldsögu ný-útkom- inni, sem hefir valdið talsverðu umtali í blöðunum. Hún lieitir á ensku: The Moon and Sixpence. Höfundurinn er einn af hinum yngri rithöfundum Breta. Söguhetjan er verzlunarmaður í Lundúnum. Hann er hagur á drátt- list, en fremur hverndagslegur að öðru leyti. Um mið- aldursskeið yfirgefur hann konu og börn, skilur þau eftir í greinarleysi, ósjálfbjarga, og fer til Parísar. Þar tekur hann að stunda mál-list, lifir eins og drabbari, svíkur í trygðum vin sinn og velgjörðamann, sem hafði bjargað lionum frá liungur-dauða. Loksins flækist svo “hetja” þessi til Suðurhafseyja, tekur þar saman við Svertingja- konu og sálast úr holdsveiki. Maðurinn er svín. En hon- um tekst að mála tvö eða þrjú listaverk, og það á víst að jafna reikninginn. Sérhver skáldsaga flytur einhverja siðferðiskenn- ing, ljósa eða óljósa, í mannlífs-athugunum þeim, sem hún hefir á boðstólum. Lífið verður aldrei athugað svo, að ekki komi þar rétt og rangt til greina. Einkum kemur þetta mál við söguhetjuna. 1 henni finnur lesandinn æf- inlega siðferðis-rök einhvers konar—eða siðleysis. Hon- um finst það sjálfsagður hlutur, að höfundurinn finni til samhvgðar með þeirri persónu, — því annars hefði hann ekki farið að rita um hana sögu—og vilji gjöra þann kar- aktér vegsamlegan í augum annara, eða bera blak af hon- um að minsta kosti. Nema því að eins, auðvitað, að sagan lýsi berlega vanþóknun höfundarins á þeirri lyndiseinkunn eða þeim æfiferli, sem þar er um að ræða. En það kemur sjaldan fyrir.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.