Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 17
17 þá gert það, sem oss ella væri algerlega um megn. Kristnum mönnum hættir til að gleyma þ«ssu, eða gá alls ekki að því, að þeir eru meira en menn, þegar Drottinn er með þeim og þeir gera það, sem hann býður þeim, algerlega í trausti til hans. peir eru ekki imeira en menn fyrir neitt það, isem þeir hafa fyrir eigin kraft og ágæti, heldur að eins fyrir náðar-nálægð Guðs og náðar-kraft þanm, sem ihann veitir þeim. Pað er til gömul sögn um veglega borg. Á veggnum einum hékk hljóðfæri. Á því lá þykt lag af ryiki, og strengir allir í því voru 'Slitnir. Enginn vissi til hvers það var. Svo kemur einn dag ókunnur maður til borgarinnar. Hann lítur hugðnæmt til hörpunnar á veggnum. Hann tekur hana ofan og fer nærgætn- islega og viðkvæmnislega höndum um hana. purkar rykið af henni og bætir strengina slitnu. Svo lætur hann fingurna leika hægt urn -strengina; en þá heyrist hljómur, isem vekur undrun og aðdáun allra viðstaddra. Aldrei hafði þeim komið til hugar, að aðrir eins tónar væru til í hlutnum þessum óásjá- lega á veggnum. Nú skildu þeir, að hér var kominn meistarinn sjálfur. Merking dæmisögunnar er augljós. Hún á að minna oss á það, að þegar Drottinn. kemur til vor, meistarinn sjálfur, sem oss hefir skapað og þekkir 'því svo vel möguleikana alla hjá oss, og veit svo vel líka, hvað að gengur, — og þegar hann fær að fara höndunum sínum um oss og dusia af oss rykið, — ryk syndar og ills vana, og hætir í oss strengina brostnu, fyrst og fremst strenginn, er tengdi oss við Guð, en slitnaði fyrir synd- ina,— og fær svo isjálfur með anda sínum að að leifca á streng- ina, -— þá heyrast tónar, sem enginn áður 'hafði hugboð um að væru til ‘í oss, — tómar nýs söngs, fagnaðar og kærleika. ó, látum hann þá, meistarann sjálfan, fá að komast betur að css á árinu og fá bætt það, sem í oss er brákað og brostið, svo að hann nái fegurri tónum úr oss á árinu, tónum hins nýja söngs safnaðar Drottins. pá höldum við áfram syngjandi við verkið vort í Jesú nafni. Við óttumst ei skýin fram undan oss, þótt svört sé, en göngum inn í þau með Jesú. pá birtir óðum. — Amen! N. S. Th. --------o-------- Vargöld í landi. Glæpir gjörast nú hryggilega tíðir hér í álfu, einkum í Eandaríkjunum. Aldrei hefir víst verið jafn-mikið um rán, húsbrot, morð og aðra stórglæpi, síðan á fyrstu landnámstíð. Iteyndar er ekki gott að segja fyrir víst, hve langt þessu guð- leysi hefir skilað áfram á síðustu mánuðum, því að nákvæmar

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.