Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 24
24
ast samhliða heiðnum bókmentum og gullaldarverkum. Hvað
er að?”
petta og þvílíkt bendir til þess, hve mikil þörf er á kristi-
legri mentun.
Kountze Memorial lúterski söfnuðurinn í Omaha, Nebr.,
telur nú sex hundruð, sem verið er að búa undir fermingu á
næsta vori. Margir eru fullorðnir. Verður þetta stærsti
fermingarhópurinn í sögu safnaðarins, og ef til vill í sögu
lútersku kirkjunar í Ameríku. Tala fermdra safnaðarlima
verður um 'þrjú þúsund, þegar þessi hópur hefir verið fermdur.
Hr. Jóhn F. Kramer, lúterksur lögfræðingur frá Mansfield,
Ohio, hefir verið skipaður af sambandsstjórn Bandaríkja sem
aðal eftirlitsmaður með því að alþjóðar vínibannslögunum verði
framfylgt. Skrifstofa hans verður í Washington, og skipar
hann svo undirtyllur um land alt. Gera menn sér góðar vonir
um að eftirlitið verði gott; því maðurinn er þektur að dugnaði
og samvizkusemi.
Bent er á þá ósanngirni i mörgum blöðum undanfarandi, sem.
kemur fram í því, að ríkisstjórinn í Bengal á Indlandi hefir
gert upptæka og bannað útbreiðslu bókar, er nefnist: “Islam,
a Challenge to the Faith”, eftir Samuel M. Zwemer, fyrir það,
að hún sé meiðandi fyrir Múhameðstrúarmenn, en á sama tíma
er gefið út á Englandi Múhameðstrúar málgagn, er heitir: “Is-
lamic Review”, og flytur það oft svæsnar árásir á kristindóm-
inn. Hefir oft áður komið fram umkvörtun um Iþað, að ýmsir
háttstandandi fulltrúar brezku stjórnarinnar á Indlandi séu af
pólitiskum ástæðum hlyntari Múhameðstrú en kristindómi.
Nýr söfnuður.
í Glenboro-bæ eiga heima um 150 íslendingar. Nokkrir
þeirra hafa undanfarin ár tilheyrt Frelsis-söfnuði en flestir
ekki verið í neinum söfnuði. Guðsþjónustum hefir þó verið
haldið uppi þar síðastliðin 16 ár, einu sinni á mánuði. Sunnu-
daginn 19. Október síðastliðinn var haldinn þar fjölmennur
fundur eftir guðsþjónustu, og samþykt að stofna söfnuð, er
nefnist Glenboro-söfnuður. Kvöldið eftir var annar fundur
haldinn, og voru þá samþykt safnaðarlög og embættismenn
kosnir; þessir voru kosnir fulltrúar: G. J. Óleson, Jón Sig-
valdason, Jón Gillis, Stefán Ohristie og Hermann Arason;
djáknar: Mrs. J. Gillis og Jón Anderson. — Jón Ólafsson tók
að sér að veita forstöðu sunnudagsskóla safnaðarins. Söfnuð-
urinn hefir ákveðið að leita samvinnu við hina söfnuðina í bygð-
inni um prestsþjónustu.