Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 8
8 sem ekkert getað gefið sig við stjórnarstörfum. Það er orðið ljóst, að stjórnarráðið hefir jafnvel ekki frætt haml um sum stórmálin, sem á dagskrá hafa komið síðan hann veilítist. Á þeim tíma byrjar smalamenskan og brott- reksturinn. Hvort þetta standi í nokkru sambandi hvað við annað, er auðvitað ekki gott að segja fyrir víst, en hitt er þó nokkurn veginn augljóst, að forseti var ekki mikill hvatamaður þess ráðs á meðan hann var heill heilsu. Til eru fleiri, sem ekki eru sérlega upp með sér af þessu tiltæki stjórnarinnar. Hér er ráðist á fáeina bylt- ingaseggi, ekki fyrir illverk, heldur fyrir skoðanir og kenningar. Þeim er gefið það að sök, að þeir telja stjórn- arfarið hér alveg ótækt, og þykjast hafa á boðstólum ann- að betra. Vilja nema úr gildi stjórnarskrá landsins og annað hvort búa til aðra nýja, eða þá alls enga. Þennan boðskap sinn hafa þeir stundum flutt með all-svæsnum orðum. Ekki skal dæmt hér um gildi slíkra kenninga. En er þjóðin betur komin, þegar sá boðskapur er látinn varða útlegð lír landinu? Er það holt, að stjórnarskráin, svo dýrmæt sem hún er, sé hjúpuð þeirri friðhelgi. sem hverja gagnstæða skoðun gjörir landræka? Þjóðin hefir þó þegar gjört umbætur, ekki færri en átján, á því virðu- lega skjali. En hér er annað í húfi, dýrmætara en stjórnarskrá- in. Það er frelsisandinn, sem gaf henni líf í fvrstu og hefir fullkomnað hana í ýmsum greinum síðan. Sá andi hefir mátt sín mikils hér. Hann hefir leyft állskonar skoðunum að gjöra hér grein fyrir sjálfum sér óáreittum, jafnvel þótt andvígir væri stjórnarfari og rótfestri fé- lagsskipun þjóðarinnar. Landsmönnum, bæði innfædd- um og aÖkomnum, hefir verið hlýtt til þessa frelsis Þeir hafa elskað land og þjóð, af því þessi hugsun var hér í öndvegi; þeir tignuðu fánann, af því hann var tákn henn- ar, stjómarfar og félagsskipun, af því hvorttveggja var frá henni komið. En nú era sumir komnir svo langt í þjóðrækninni, að þeim finst nauðsynlegt að friÖhelga þessar dýrmætu frelsisgjafir með því að stökkva þ>eim mönnum öllum af landi brott, sem í móti mæla. Með öðr-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.