Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 16
16
oss til að vinma aö með sér. Látum oss finna til þess æ betur,
að verkið það göfgar meira en nokkur önnur vinna. Og gerum
oss það æ ljósara, hvíl'íkur vegur og virðing það er, að fá að
vera samverkamaður Guðs við þá bygging.
pað kom maður einn að, þar sem í smíðum var stórhýsi
eitt. Menn voru þar fyrir neðan að höggva til steina. Aðkomu-
maður spyr einn þeirra, hvað hann sé að gera. Hann svarar:
“Eg er að vinna fyrir þrem dollurum á dag.” — Hann snýr sér
svo að öðrum og spyr hann sömu spurningar. Sá bendir á blað
fyrir framan sig og segir: “Eg er að höggva til steina, er
heima eiga að -standa við línurnar þarna á blaðinu.” Komumað-
ur fer svo til hins þriðja, og spyr hann hins sama. Hann lítur
upp, bendir á bygginguna miklu og segir með svip, ar Ijómaði
af: “Eg er með að byggja húsið a tarna.”
Við skulum nú á árinu láta oss lærast það betur, að vinna
með hugarfari þriðja mannsins, að byggingu musteris Drott-
ins, án þess að gleyrna því, sem ilýsti sér í hugarfari annars
mannsins — að hugsa um það, að verkið vort, hvort sem smátt
er eða stórt, eigi við bygginguna og komi heim við það, sem
byggingarmeistarinn sjálfur vill. Látum þetta koma enn betur
í ljós í starfi voru að viðhaldi og efling safnaða vorra og kirkju-
félags vors. pað er einn hluti þessa musteris Drottins, lítill
vægur að vísu, en samt vængur á þeirri bygging. Gleymum
því 'ekki. Oss verður þá heitara urn hjartaræturnar við vinn-
ur.a og við fúsari til starfs.
Höldum áfram! Geruim söfnuði vora sterkari og stærri,
bygða traustlega á bjargi aidanna, Drotni vorum Jesú Kristi.
Látum þá verða vegsemd hans. Og látum æ meira um oss muna
í starfi því, sem Drottinn hefir trúað kirkjuféliagi voru fyrir:
að safna þjóð'arbrotinu isilenzka hér í dreifingunni saman 'í trú
á hann, Drottin vorn og frelsara, og á orðið hans og til kærleks-
þjónustu í kirkju hans.
Við erum “fáir, fátækir og smáir”, eins og við segjum og
syngjum. Og það má segja þetta og syngja svo að við syngjum
úr oss allan kjark og kraf-t. Við megum því ekki gleyma hinu,
en syngja það hátt og kátt, að Drottinn, hinn almáttugi, er með
oss og að verkið er hans, og að það er hann, sem segir: Haldið
áfram!
Vegna þess að það var hann, sem sagði við ísraelsmenn:
Haldið áfram!—klufust vötnin fyrir framan þá, svo að þeir kom-
ust yfir. Og enn er hann hinn sami, er klýfur vötnin, þegar
Kristsmenn leggja út í þau að boði hans og vilja og í trausti
til hans.
pví megum við aldrei gleyma, að þegar hinn almáttugi
segir: HaldiS áfram!—þá erum við ekki einir. pótt séum “fáir,
fátækir og smáir”, þá höldum við ekki áfram í krafti vorum.
heldur í krafti hans, som segir: Haldið áfram!—í krafti hins
almáttuga. Við fáum þá hlut í almættiskrafti hans, og getum