Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 20
20
vörn 'Og fyrir góðan málstað. Siðferðisskemdir eru ægilegt at-
riði í herkostnaðinum, hvar og hvenær sem vopn eru höfð á
lofti. Og verst af öllu er það, að skakkafallið kemur helzt
niður á æskulýðnum; hann er bæði vei'kari fyrir, og þar að
auki verður hann að gefa sig meir við verstu hættunum heldur
en eldra fólkið.
í flestum stríðum er unglingunum, sem eru ólúnir og með
fullu líkamsþreki, otað fremur öðrum út í sjálf vígaferlin, þar
sem þrautirnar eru mestar. peir endast þar lengur og stand-
ast betur eldraunirnar, heldur en rosknari menn. Um hitt er
minna hugsað, að margir af unglingum þeim eru óharðnaðir
andlega, þótt líkaminn lhafi náð fullum þroska. peir lenda á
vígstöðvunum einmitt á því skeiði æfinnar, þegar sálarlífið er
í þann veginn að taka á sig fast og varanlegt fullorðinsmiót;
komast þar inn í eitthvert hið ömurlegasta umhverfi, sem hugs-
ast getur, þar sem æsinga-öflin fara í algleyming, öll siðferðis-
hugsun venjulegs friðar-lífs er á ægilegri ringulreið, eins og í
hafróti, og gripdeildir, manndráp og önnur spellvirki verða að
daglegu brauði. Engan skyldi því undra það, þótt grimd og
ófyrirleitni loði eftir-á við nokkurn hluta þeirra unglinga, sem
í þessu hafa lent; miklu fremur ber að þakka fyrir þá miskunn,
að meiri hlutinn skuli komast óskemdur úr þeim hildarleik.
Glæpafaraldurinn verður því að mestu leyti að teljast með
afleiðingum styrjaldarinnar, beinum og óbeinum. Svo illur sem
hann er, þá getur þó verið nokkuð á honum að græða. Hann er
ímynd þess myrkraríkis, sem magnast í hverjum ófriði; hann
er áminning um það, hve glæpsamlegt er að taka upp vopn að
óþörfu — hversu átakanlegt neyðarúrræði, jafnvel þegar bráð
hætta krefur. Hann áminnír alla friðelskandi menn um það,
að þeir láti 'hvorki sigurljómann, né hetjudýrðina, né glitrandi
þjóðarfrægð og ættjarðarást í algleymingi, bera ofurliði til-
ganginn sjálfan, sem knúði þá út í stríðið: en til þess er leikur-
inn gjör, að brjóta hættulegt hervald á bak aftur — að kveða
niður áleitið vígadramb, í eitt skifti fyrir öll.
G. G.
TRÚARLJÓÐ
frá blindum manni.
1. Er nokkuð, sem mín brot fær bætt
og breyskum aðstoð léð?
Er nokkuð, sem mín sár fær grætt
og sefað órótt geð?