Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 29
29 akýrði þeim frá lífi, dauða og upprisu frelsarans. 9. Hvað kom þá fyrir? Heilagur andi kom yfir þá alla, þegar þeir heyrðu ræðu Péturs. 10. Hvað sagði Pétur þá? “Getum við bannað þeim vatnsskírnina, þegar Guð hefir skírt þá með heilöguin anda?” Og voru þeir síðan allir skírðir. 11. Hvaða lærdómar felast í þessari lexíu? a. Kornelíus var góður maður og Guði þóknanlegur, þó dugðu góðverkin ekki til þess að frelsa hann. Hann þurfti að heyra fagnaðarerindið um Jesúm. Guð metur hjartalag hvers manns, sem í eimlægni reynir að lifa eftir því ljósi, sem hann 'hefir. Slíkum manni vill Drottinn gefa meira ljós. b. Fagnaðarerindið er fyrir alla, hverri þjóð sem þeir tilheyra, hvaða trú, sem þeir hafa játað, hvernig senn þeir hafa lifað; það er ekki bundið við neitt, nema þarfir okkar, miskunn Gus og afstöðu okkar við þá miskunn — hvort við þiggjum hana eða höfnum henni. c, Ræða Péturs er fyrsta ræð- an, sem flutt var af kristnum manni fyrir heiðingjum — svo kunnugt sé—, og hún er öll um frelsarann. Heiðnum jafnt sem Gyðingum á að boða frelsun í Jesú Kristi. d. Tökum eftir orð- um Kornelíusar (33. v.) : Munum það, að við erum saman komn- ir í augsýn Guðs, þegar vér heyrum orð hans. Komum, eins og Kornelíus, til að heyra, og beyra alt, sem kennimaður Drottins hefir að flytja. e. Setjum bræðrum vorum engar lífsreglur, sem Drottinn hefir ekki sjálfur sett, í sáluhjálar efnum. Mun- um eftir Pétri, sem ekki vildi neita þessum h-eiðnu mönnum um vatnið, þegar Drottinn hafði gefið þeim andann. æKKpnpá: .ppla„poh,P o .x,hannió giiáðmO etaoin shrdlu hfæf VIII. LEXÍA. — 22. FEBRÚAR. Pétur leystur úr fangelsi — Post. 12, 5—17. Minnistexti: Engill Drottins setur vörð kring um þá, er óttast hann, og frelsar þá — Sálm. 34, 8. 1. Hvenær hófst þessi ofsókn Heródesar? Líklega þrem- fjórum árum eftir skírn Kornelíusar. 2. Hvað vita menn um Heródes þenna? Hann hét Heródes Agrippa, og var sonar- sonur Heródesar grimma, barnamorðingjans. Kládíus keisari gjörði hann að konungi yfir Júdeu og Samaríu. 3. Hvað gjörði bann til að þóknast Gyðingum? Hann tók að ofsækja kristna menn og lét taka einn af postulunum—Jakob, bróður Jóhannes- ar — af lífi, og varpa Pótri í fangelsi. 4. Hví lét hann ekki deyða Pétur þegar í stað? Páskahátíðin stóð yfir, þegar hann var handtekinm, og Heródes vildi þóknast Gyðingum með því að fresta lífláti Péturs fram yfir hátíðina. 5. Hvernig var Péturs gætt? Hann var fenginn sextán hermönnum til gæzlu; var stöðugt hlekkjaður við tvo hermenn; aðrir gættu dyranna dag og nótt; sterk járnhurð var fyrir h'liði fangelsis-garðsins. 6. Hvað gjörði söfnuðurinn, þegar Pétur var komin í fangelsið?

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.