Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.01.1920, Blaðsíða 15
15 um við æ betur að þekkja Guð, vilja hans og vegi, og ráðstöfun oss til 'handa. Höldum áfram! Látum ekki villast af annarlegum kenn- ingum í andlegum efnum; og lærum þá sem beat að greina það, sem er sannleikur samkvæmt Guðs opinberaða orði, frá því, sem gefið er í skyn að sé sannleikur samkvæmt manna-orði og hyggjuviti manna. Margur hleypur eftir >ví, sem nýtt er, eins og kunnugt er, ekki sízt, ef gefið er í skyn, að það sé vísinda- legt, og fagnar því sem nýjum gleðiboðskap, en hafnar hinu gamla, undir því yfirskini, að það sé úrelt og eigi ekki við vora tíma. pað er því sannarlega ekki síður þörf á því nú en áður, að geta sem bezt aðgreint satt frá ósönnu og rétt frá röngu. Höldum áfram! En varðveitum það, sem við höfum eignast, og höldum fast við það, sem við játum og samkvæmt er orði Guðs. peir menn eru til, sem í trúmálum vilja ekki slá neinu föstu eða vera vissir um neitt, en efast um alt; þykjast einlægt vera að læra, en komast aldrei til þekkingar á sannleikanum. Eru því einlægt að breyta trúarskoðunum og trúarjátning, og geta því aldrei komist áfram, en snúast um í þoku, áttaviltir sjálfir og villa aðra. Að Vísu silá þeir því þó föstu, að þeir menn standi í stað og vilji ekki áfram, sem ákveðna trúarjátning hafa, einkanlega ef þeir byggja á Guðs orði og ját, að þeir hafi eign- ast sannleikann, sem þeir vilji ekki láta taka frá isér. pað virð- ist vera svo, sem þessir trúarlega lauslátu menn líti svo á, að ef halda eigi áfram, þá sé leiðin til þess hin bezta sú, að vera ekki visis um neitt, en láta alt vera skoðunarmál, er deila megi um. par ‘Sem þó hið sanna er, að ógerningur er að keppa áfram, nema gengið sé frá einhverju vísu, föstu, ákveðnu. Enginn kemst neitt áfram, hvað hratt sem hann hleypur, ef það, sem hann gengur á, er einlægt að snúast. Erfiðm- er líka gangur- inn áfram, ef gengið er í ægisandi. Og ekki er gott að byggja hús, ef enginn er grunnurinn að byggja ofan á. Höldum þess vegna því föstu, sem við höfum og eigum og getum verið vissir um, og höldum svo áfram. Jesúm Krist, Guðs einkason, frelsara vorn, höfum við og eigum, og orð Guðs, sem um hann vitnar. Höldum honum föst- um og því líka, og höldum svo áfram. Lærum að þekkja hann og það æ betur. Lærum að eignast hann og sameinast honum og fylgja æ betur. Og lærum að gefa honurn sjálfa oss æ betur; og láta orð Guðs lýsa oss til hans og leiða æ betur. Höldum áfram! Látúm oss fara fram. Látum lífið vort verða göfugra, breytnina betri og kærleikann meiri og augljós- ari í allri framkomu vorri. proskumst upp á við, nær Guði. fklæðumst æ meir ljósinu, en afklæðumst öllu myrkri. Hölduim áfram! Látum o&s fara fram í því, að vinna að Drottins málum. Látum eflast æ betur ríki hans í oss og í bringum -oss. Leggjum stein á stein ofan í musterisbygging- una miklu, sem hann hefir i smíðum í heiminum og hefir kallað

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.