Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1923, Page 7

Sameiningin - 01.11.1923, Page 7
325 liáveg-um minningu þeirra lajóna, sem sjálfur ékki tem- ur sér þær dygðir. 2. Mig langar til að minna á það, hvað þau voru óvenjulega ráðvönd bæði til orða og verka. Eg man eftir því, hve nærri isér dr. Jón tók það, ef hann ekki gat, fyrir óviðráðanlega orsök, verið á sínum stað á á- kveðinni stundu—ekki mínútu seinna en ákveðið var. Hversu lítið sem var í húfi, og þó ekkert verulegt væri í húfi, var það, að halda ekki orð sín, svo ekki munaði minsta bókstaf, sama og æruleysi. Þá minnist eg þess einnig, hversu einkennilega varkár hann var og reglu- samur í peningasökum. Hann varð oft að taka á móti peningum til eins eður annars fyrirtækis. Aldrei mátti hann annað en hinda utan um hvað eina út af fyrir sig og skrifa utan á það og geyma svo í púltinu þar til hann fengi skilað hverju einu á sinn stað, nákvæmlega eins og hann tók við því, án þess nokkuð blandaðist saman. — Aðferðir þurfa ekki að vera hinar sömu, en ráðvendni, varkárni, samvizkusemi í fésýslu verða þeir allir að temja sér, sem hafa vilja í hávegum nafn Jóns Bjarna- sonar. 3. Gjarnan vildi eg mega rifja upp fyrir okkur vináttu og vináttufestu dr. J. Bj. og þeirra hjóna beggja. Hafi nokkur maður verið vinur vina sinna og trygg- lyndur, þá. var það séra Jón Bjarnason. Hann þótti stundum óvæginn, er hann hjó í fjenda flokk; en vinum sínum var hann ljiífmenskan ein og ástríkið. Hann var að eðlisfari vináttufús við alla menn, en ekki ætíð að sarna skapi mannglöggur, og komust því stundum inn á hann, sem kallað er, menn, sem urðu honum síðar til mæðu. Hann leið einatt mikið vegna vina sinna; tók sér allan þeirra hag nærri og leið angur hvort heldur var fyrir böl þeirra eða afbrot. Öllum aumum mönn- um voru þau hjón til líknar eftir mætti, og má það eft- irdæmi ekki gleymast þeim, sem heiðra vilja minningu þeirra. 4. Fáeinum orðum verður að fara um það, sem var aðalþáttur í sálarlífi dr. Jóns Bjarnasonar, en það

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.