Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1917, Page 10

Sameiningin - 01.01.1917, Page 10
328 f Þórhallur biskup Bjarnarson. Sú fregn l>arst hingað með íslands-pósti 16. þ.m., að látinn væri biskup Isl'ands, lierra Þórhallur Bjarnarson, Hafði dauða hans horið að þann 15. Desember. Frézt hafði það áður, að hann lægi sjúkur, og kunnugt var oss um, að hann hafði þjáðst af innvortis meinsemd meira og minna um nokkurt árabil. En þó kom andláts-fregnin flestum óvart, og allir hryggjast við fráfall þess merka manns. Ekki þektum vér Þórhall biskup af sjón eða samtali, en bréfaskifti höfum vér átt við liann um all-mörg ár, og hlýjan hug bárum vér í brjósti til hans, og mun svo vera með alla þá aðra, sem einhver kynni hafa af honum haft. Fyrir nokkrum árum síðan fórnst þeim, er þetta rit- ar, orð á prenti á þá leið, að Þórhallur biskup héldi betur á penna, en flestir ef ekki allir, íslenzkir menn um þessar mundir. Enda hefir oss ávalt verið unaður af lestri alls þess, sem hann ritaði, vegna listarinnar, er auðkendi hverja línu; þess unaðar nutum vér einnig við lestur þess, sem vér vorum ósamþykkir. Hinn látni maður var sagður höfðingi í sjón og við- móti, fríður sýniim og gerfilegur, svo hann bar af öðrum mönnum. Hann var gæddur frábærum sálargáfum, vitur maður og hagsýnn. Um ljúfmensku hans og lítillæti eru allir sammála. Af lyndiseinkunnum hans munu skýrast- ar hafa verið mannúðin og glaðlyndið. Þórhallur Bjarnarson var kominn af stórum ættum og góðum, sonur Bjarnar prófasts Halldórssonar í Lauf- ási við Evjafjörð og konu hans Sigríðar Einarsdóttur. Yar hann fæddur í Laufási 2. Des. 1855. Var hann þar uppalinn og unni víst stað þeim alla æfi um fram alla aðra, nefndi enda bútsað sinn í Reykjavík eftir því æsku- heimili sínu. Settur var hann til' náms í latínuskólann og lauk þar stúdents-prófi 1877. Síðan las hann gnð- fræði við háskólann í Kaupmannahöfn og lauk þar prófi með 1. einkunn 1883. Prestvígður var hann af Pétri biskup Péturssyni 18. Maí 1884. Var hann vígður til

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.