Sameiningin - 01.01.1917, Blaðsíða 17
335
andi í þessum nýja umheimi féll honum aldrei eins vel í
geð eins og það, sem hann hafði áður vanist. pað, sem
hann fann sárast til, var skortur á þeirri djúpu iotningu
fyrir kirkjunni, sem hafði náð svo sterkum tökum á huga
hans á írlandi og hefir ávalt verið eitt sterkasta aflið í sálu
hans.
pegar hann kom til Oxford, rann upp nýtt tímabil í
þroskunarsögu hans. par kyntist hann ríkiskirkjunni
ensku verulega í fyrsta sinn, fékk hina sterkustu aðdáun
fyrir ágætismönum hennar þar og var snortinn, að hjarta-
rótum, af hinum trúarlega hita, sem þar ríkti. Meðal
þeirra, sem seinna mest vöktu aðdáun hans við Oxford, var
dr. Gore, sem síðar átti svo mikinn þátt í öðrum andlegum
tímamótum Campbells. Oxford-veruna ber hann saman
við fyrstu æsku-árin í Ulster á frlandi, og telur þetta hinar
tvær uppsprettur síns andlega lífs. En, þegar talað er um
ensku kirkjuna í Oxford í þessu sambandi, ber þess að
gæta, að það var hákirkju-stefnan (hin hálf-kaþólska), sem
hjarta hans dróst að, og þessi áhrif, sem hann þar varð
fyrir, nefnir hann trúarlega endurfæðing sína.
Undir þessum áhrifum var það efst í huga hans, að
taka prestvígslu í ensku kirkjunni, en gjöra kenslu að aðal-
æfistarfi sínu. Hann las guðfræði af kappi, og prédikaði
endur og sinuum. Af þessu mætti ætla, að hann hefði
verið sjálfsagður til að eiga heima í ensku kirkjunni og
hvergi annars staðar, en eftir því, sem á leið, fór það alt af
að verða sterkara í huga hans, að ef hákirkjumennimir
ensku hefði á réttu að standa, þá ættu alir að fara í róm-
versku kirkjuna; en hugur hans hneigðist ekkert í þá átt,
og svo var hitt, að Presbýteríana-kirkjan, sem hann fyrst
kyntist, hafði sýnt eins fagra ávexti kristilegs lífernis eins
og það, sem hann hafði bezt séð annarsstaðar, að það óx í
huga hans, að hann væri ekki í fullu samræmi við hákirkju-
mennina ensku.
Um þessar mundir, sumarið 1895, fékk hann köllun til
að gjörast prestur í Congregazíónalista -söfnuði í Brighton.
peirri köllun tók hann, og með því hófst starf hans innan
þeirrar kirkjudeildar, sem stóð um 20 ár. Söfnuðinum í
Brighton þjónaði hann í 8 ár. paðan fór hann til City
Temple í London (1908) og varð eftirmaður hins víðfræga
dr. Parkers. En áður hafði hann aðstoðað dr. Parker að
nokkru, prédikað um nokkurt skeið fyrir hann á hverjum
fimtudegi. Dr. Parker bað hann, áður en hann dó, að taka