Sameiningin - 01.01.1917, Side 21
339
mína kom smávaxin kona, fátæklega til fara, í léreftskjól,
með grófgerða skó á fótum, og hendur hennar báru vott um
harða vinnu og þrælkun. Hún leiddi við hlið sér dreng-
hnokka, varla þriggja ára gamlan, með glóbjart hár og
greindarleg augu, og hann hafði eitthvað það við sig, er
vakti það bezta, sem eg á til. Snortinn af augnafegurð
piltsins, sagði eg við móður hans, eins vingjarnlega og mér
var mögulegt:
“Frú, hvað get eg gert fyrir yður?”
“Hún svaraði: “Herra ríkisstjóri, eg kem til þess að
biðja yður, að fá mér aftur manninn minn.”
“Að fá yður aftur manninn yðar ? — Frú, maðurinn yð-
ar er ekki hjá mér.”
“ójú, ríkisstjóri, hann er hjá yður, þér hafið haft hann
í fimm mánuði,—alt af síðan í September síðastliðnum, nið-
ur í Jeffersonville, í ríkisfangelsinu, og nú langar mig til að
biðja yður að gefa mér hann aftur.”
“í Jeffersonville, í ríkisfangelsinu ? pá hlýtur maður-
inn yðar að vera vondur maður, og eg get ekki gefið yður
hann aftur.”
“Nei, ríkisstjóri, hann er ekki glæpamaður. Eg veit
að sönnu, að hann varð sekur um stóran glæp—f járrán á
þjóðvegi að næturlagi. Mér dettur ekki í hug, að bera í
bætur fyrir brot hans, né afsaka það á nokkurn hátt, en
samt sem áður hefir hann aldrei verið glæpamaður.
“Ekki glæpamaður, og framið þó rán á þjóðvegi að
næturlagi? Kona, það er sá stærsti glæpur, að einum und-
anteknum, sem við lög varðar, og sá sem rán fremur, á æf-
inlega á hættu, að verða mannsbani um leið. Maður yðar
e r glæpamaður og eg get ekki fengið yður hann í hendur.
Skylda mín við mannfélagið og við ríkið bannar mér það
með öllu.”
Konan svaraði: “Herra minn, mér hefir mjög skjátl-
ast í áliti mínu á yður. Eg hugði, að þér væruð sannsýnn
maður og að þér mynduð beita hinu mikla embætti yðar með
nærgætni og góðvild. Ef eg væri rík, þá myndi eg hafa
fengið mér lögmenn, og þeir hefðu komið hingað og þér
mynduð hafa hlýtt á mál þeirra til enda, og ekki hafa dæmt
fyrri en þér hefðuð heyrt allar rökfærzlur. En þegar eg
kem í veikleika mínum og fátækt, þá dæmið þér, áður en þér
hafið heyrt málavöxtu.”
Eg laut höfði til samþykkis þessari áminningu og kon-
an hélt áfram og sagði:
“Við ólumst upp svo að segja saman í smáþorpi einu