Sameiningin - 01.01.1917, Síða 22
340
hér í Indiana, maðurinn minn og eg. Við þroskuðumst og
urðum fullvaxta svona hlið við hlið. Hugir okkar drógust
meir og meir saman, unz við elskuðum hvort annað, og fyrir
fjórum árum bundumst við hinum háleitu og alvarlegu heit-
um hjónabandsins. Við vorum innilega fagnandi, þegar við
fórum út úr kirkjunni. Við vorum fátæk að sönnu, en við
vorum ung og heilbrigð, og maðurinn minn var reglusamur,
ráðvandur og duglegur að vinna. Fátæktar vegna gátum
við ekki keypt okkur hús, en við leigðum tvö herbergi og
vorum sæl og ánægð. Svo fyrir þrem árum eignuðumst við
þenna litla dreng og hann dró hjörtu okkar enn fastar sam-
an og gerði lífeining okkar enn tryggari. Hann var hans
barn og mitt, og við fórum brátt að byggja honum glæsilega
loftkastala.
Engan skugga hafði nokkurn tíma dregið upp á himin
okkar, þar til í Sept. síðastl., á Verkamannadaginn, þegar
maðurinn minn fór með kunningjum sínum niður til Shelby-
ville, tuttugu mílur héðan, til þess að vera þar við hátíðar-
haldið. Og þar niður frá, í fyrsta sinni á æfinni, drakk
hann áfengi, og um kvöldið var hann orðinn viti sínu fjær.
Á leiðinni heim var hann í vagni með félögum sínum. peir
mættu þar um nóttina ferðamanni á veginum og rændu
hann. En áður en komið var hingað til Indianapolis, varð
maðurinn minn yfirkominn af hugsuninni um þann mikla
glæp, sem hann hafði átt þátt í, svo hann stökk út úr vagn-
inum og gekk alla leið til baka til Shelbyville, kom þangað í
dögun, leitaði uppi lögreglustjóra þorpsins, gaf sig honum á
vald og sagði alla söguna, eins ömurleg og hún var.
“peir settu hann í varðhald og sendu síðan eftir mér.
Eg tók litla drenginn minn með mér og fór niður til Shelby-
ville. Eg var alóknnnug í bænum. Spurðist eg fyrir um
manninn minn og var mér sagt, að eg fyndi hann í réttarsal
Spark’s dómara. par fyrir innan grindur sat maðurinn
minn og lögreguþjónn hjá honum. Eg sá og heyrði sókn-
ara ríkisins standa upp og lesa honum kæruskjalið, sem bar
þær sakir á hann, að hafa framið rán á þjóðvegi ríkisins, og
eg heyrði dómarann segja við hinn ákærða: “Stattu upp og
svara. pú hefir heyrt kæruna lesna. Ertu sekur eða sak-
laus? Hvað hefirðu að segja?” pá sá eg manninn minn
standa upp og heyrði hann með skjálfandi málrómi játa á
sig sökina. pá greip eg fram í. Eg sagði dómaranum alt
um lífsferil okkar og bað hann vegna litla drengsins okkar,
að gefa manninn minn lausan. Með tárvotum augum leit