Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 2
14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR2 STJÓRNSÝSLA „Þetta eru ljót orð,“ segir lögfræðingur átján ára pilts um þá samlíkingu Landspítalans að blóð úr körlum sem stunda enda- þarmsmök með öðrum körlum sé „gölluð vara“. Úlfar Logason kærði í febrúar til velferðarráðherra ákvörðun Land- spítalans (LSH) að neita honum um að gefa blóð. „Var það markmið umbjóðanda míns að sinna sam- félagslegri skyldu sinni og láta gott af sér leiða,“ segir í kæru Páls Rúnars M. Kristjánssonar, lög- manns Úlfars. Hann vísar meðal annars til Mannréttindasáttmála Evrópu um bann við mismunun. Bann við blóðgjöf samkynhneigðra sé ólögmætt. Þess sé krafist að vel- ferðarráðherra afnemi bannið. Landspítalinn segir það vissu- lega geta verið sárt að fá höfnun þegar maður vilji láta gott af sér leiða. Spítalinn þurfi hins vegar að horfa til annarra og ríkari hags- muna. Spítalinn hafnar því að bannið gildi um samkynhneigða. „Reglan útilokar ekki samkyn- hneigða heldur aðeins þá karl- menn, hvort sem þeir telja sig samkynhneigða, tvíkynhneigða eða gagnkynhneigða, sem stundað hafa samfarir við aðra karlmenn óháð kynhneigð,“ útskýrir Land- spítalinn fyrir velferðarráðuneyt- inu. „Við endaþarmsmök geta litl- ir skurðir eða skrámur myndast inni í eða kring um endaþarm sem auðveldar smit sjúkdóma sem ber- ast auðveldlega með blóði,“ bætir spítal inn við. „Með því að meina karlmönnum sem hafa haft samfarir við aðra karlmenn að gefa blóð er verið að koma í veg fyrir helsta áhættu- þáttinn á alnæmisveiru smiti í vest- rænum ríkjum,“ segir Landspítal- inn enn fremur og undir strikar að þótt blóð sé skimað fyrir sjúkdóm- um sé sú aðferð ekki 100 prósent örugg. Svokallað „gluggatímabil“ þar sem mótefni séu ógreinanleg geti verið margir mánuðir. Þá bendir Landspítalinn á tíu ára gamlan dóm þar sem vísað er til vöruflokkunar innan Evrópu- sambandsins. Blóðþegar eigi rétt á að fá eins „örugga vöru“ og mögu- legt sé „en óörugg vara, líkt og blóðið í þessum úrskurði yrði að teljast gölluð“. Lögmaður Úlfars segir margar rangfærslur í skýringum Land- spítalans, bæði lagalegar og læknis fræðilegar. Aðalatriðið sé hvort bann við blóðgjöf samkyn- hneigðra karlmanna feli í sér mis- munun. „Lágpunktur greinar- gerðar LSH er líklega sá að leggja blóðgjafir samkynhneigðra að jöfnu við gallaða vöru. Með þess- ari samlíkingu er samkynhneigð- um sýnd fádæma lítilsvirðing. Í henni kristallast auk þess þeir for- dómar og sú mann fyrirlitning sem umrædd regla byggir á.“ gar@frettabladid.is Blóðið „gölluð vara“ eftir endaþarmsmök Samkynhneigður piltur kærir Landspítalann fyrir að neita að þiggja blóð hans á þeim forsendum að hann stundi endaþarmsmök með öðrum körlum. Blóð frá þessum hópi er „gölluð vara“ og skimun blóðs er ekki 100 prósent að sögn LSH. ÚLFAR LOGASON Átján ára nemandi í Fjölbrautaskólanum úr Garðabæ segir suma hafa hætt við að gefa Blóðbankanum blóð vegna að honum sé það bannað. „Það er alls ekki það sem ég vil. Þvert á móti hvet ég alla til að gefa blóð og gera það í nafni samkynhneigðra þar til við sjálfir fáum réttinn til þess,“ segir Úlfar Logason. FRÉTTABLAÐIÐ/HARALDUR Með þessari sam- líkingu er samkyn- hneigðum sýnd fádæma lítilsvirðing. PÁLL RÚNAR M. KRISTJÁNSSON LÖGMAÐUR Reynir, eru meðlimir þjóðkirkj- unnar með trúfélagsfælni? „Nei, það eru bara fleiri og fleiri sem eru að sjá ljósið.“ Þrjú þúsund manns gengu úr Þjóð- kirkjunni í fyrra. Reynir Harðarson er formaður Vantrúar, félags trúlausra. FÓLK „Auðvitað er einstakur heiður að fá að vera í útvöldum hópi á jafn sögulegri sýningu,“ segir Vera Þórðardóttir hönnuður, sem tekur þátt í sýn- ingu á Englandi helgaðri hinum litla svarta kjól Coco Chanel. Nú eru 85 ár síðan kjólinn leit dagsins ljós en hann er talinn vera eitt helsta tískutákn sögunnar. Sýningin spannar mikilvægustu svörtu kjóla síðustu áratuga og nokkra nýja að auki. Þar á meðal kjól úr smiðju Veru sem er í góðum félagsskap, með Vivienne Westwood, Gucci, Lanvin og fleiri stórum nöfnum úr tísku- heiminum. - rve / sjá Allt í miðju blaðsins Vera Þórðardóttir á uppleið: Hannar til heiðurs Chanel VERA ÞÓRÐARDÓTTIR ICESAVE Leiðarahöfundur Financi- al Times sagði í gær að afstaða Íslendinga í þjóðaratkvæða- greiðslunni um Icesave afsannaði að ekki væri um annað að velja en að greiða skuldir bankastofnana. Höfundur segir að það yrðu sorgleg mistök ef ákveðið yrði að refsa landi fyrir það eitt að láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Ísland væri með gott dómsmál í höndum, það væri hræsni eða ranghugmynd að halda að almenn- ingur í Bretlandi og Hollandi sætti sig við slíka kosti. - þj Leiðari Financial Times: Mistök að refsa Íslendingum UMHVERFISMÁL Bústofn bænda í Engidal í Skutuls- firði var fluttur á brott til förgunar í gær, en um var að ræða tæplega 300 skepnur sem hafa komist í snertingu við díoxínmengun vegna sorpbrennslunnar Funa. Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal, horfði á eftir öllum sínum bústofni, 80 kindum og 19 naut- gripum. 200 kindum var fargað frá öðrum bændum í dalnum. Steingrímur segir í samtali við Fréttablaðið að búskapi sé nú lokið á bænum og óvíst með fram- haldið hjá sér. „Það er óráðið. Nú geng ég bara frá og hugsa minn gang.“ Ísafjarðarbær mun bera allan kostnað af fellingu og förgun dýranna, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá bænum. Þar segir einnig að dalurinn verði hvíldur „þar til að fyrir liggur að hann sé laus við mengun“. Ákvörðun um frekari aðgerðir mun bíða til sumars þegar mengunarsýni úr jarðvegi munu liggja fyrir. - þj 300 skepnum fargað vegna mengunar í Engidal við Skutulsfjörð: Endalok búskapar í Efri-Engidal BÚSTOFNINN Á BAK OG BURT Steingrímur Jónsson í tómu fjósi eftir að búpeningurinn var fluttur til förgunar í gær. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON SLYS Tjón varð á mörgum heimil- um í Árbænum í Reykjavík þegar heitt vatn tók að leka úr lögnum þar á þriðjudagskvöld. Vatnslekinn varð vegna bilun- ar og fór heita vatnið af hluta Ár- bæjar um langa hríð. Högg kom á raforkukerfið og sló út dælum í hitaveitunni, samkvæmt upplýs- ingum frá Orkuveitu Reykjavíkur. Vatnið komst á um hádegið í gær. Ekki er komin heildarmynd á hversu mikið tjón varð af bilun- inni en ljóst er að tugir íbúða skemmdust. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast. Ekki er úti- lokað að frekara tjón eigi eftir að koma í ljós. - þeb Tjón vegna vatnsleka í Árbæ: Tugir íbúða skemmdust ÞJÓÐKIRKJAN Valið um embætti vígslubiskups í Skálholti stendur nú á á milli séra Sigrúnar Óskars- dóttur, prests í Árbæjarkirkju, og séra Jóns Dalbús Hró- bjartssonar, sóknarprests í Hallgrímskirkju. Sigrún og Jón höfnuðu í tveimur efstu sætunum í fyrstu umferð kosninganna, sem lauk 9. apríl. Á kjörskrá voru 151 og kjörsókn var 98,6 prósent. Fimm gáfu kost á sér. Sigrún hlaut 40 atkvæði, Jón 35, Agnes M. Sigurðardóttir 34, Kristján Valur Ingólfsson 27 og Karl V. Matthíasson 12 atkvæði. Þar sem enginn fékk hreinan meirihluta þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu. - sh Staða vígslubiskups í Skálholti: Valið milli Jóns og Sigrúnar SIGRÚN ÓSKARSDÓTTIR JÓN DALBÚ HRÓBJARTSSON MENNTAMÁL Meirihlutinn í menntaráði og íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar leggur til nokkrar smávægilegar breytingar á tillögum Besta flokksins og Samfylkingarinnar um fyrirkomu- lag skóla- og frístundamála í borginni í umsögnum sínum um málið. Í yfirlýsingu meirihlutans eru breytingartillög- urnar sagðar taka mið af umsögnum foreldra og fagaðila, sem langflestar voru mjög neikvæðar í garð fyrirhugaðra breytinga. Meirihlutinn leggur til að nokkrum sameiningum skóla og leikskóla verði frestað til áramóta og sums staðar enn lengur. Horfið verði frá stöku samein- ingum sem ekki þykja forsendur fyrir við nánari athugun og enn annars staðar verði haft nánara samráð en verið hefur við hagsmunaaðila áður en gengið verði frá ákvörðunum. Blásið verður til vinnufunda í öllum hverfum í vor með foreldrum og starfsfólki um frekari sparnað. Ekki sé hins vegar hægt að koma til móts við allar óskir vegna knappr- ar stöðu borgarsjóðs. Meirihlutinn segir áætlað að breytingarnar skili eins milljarðs króna sparnaði á þremur og hálfu ári, þar af 300 milljónum árið 2012. Öllum leikskóla- starfsmönnum sem missi vinnuna verði boðið starf. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menntaráði lögðu fram bókun á fundi ráðsins í gær þar sem þeir hörm- uðu að meirihlutinn ætlaði „að berja höfðinu við steininn“ og fara í breytingarnar þrátt fyrir hávær mótmæli. Ávinningurinn af þeim væri lítill og hætta á að þær sköpuðu frekari óróa og ótta. - sh Meirihlutinn í borginni leggur til nokkrar breytingar á áætlun sinni í skólamálum: Ekki hægt að mæta öllum óskum BÖRN AÐ LEIK Sjálfstæðismenn í menntaráði eru mjög óánægðir með fyrirhugaðar breytingar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SJÁVARÚTVEGUR Niðurstöður úr vorralli Hafrannsóknastofnunar sýna að staða þorskstofnsins er sterk. Stofnvísitala þorsks hækk- aði fjórða árið í röð, var nú svip- uð og árin 1998 og 2004. Í tilkynningu frá Hafrann- sóknastofnun segir að hækkun vísitölunnar undanfarin ár megi einkum rekja til þess að æ meira hafi fengist af stórum þorski. Bent er á að þetta séu bráða- birgðaniðurstöður. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir þetta afar jákvæðar fréttir í grein á heimasíðu sambandsins. Miðað við þessar bráðabirgðaniðurstöð- ur og óbreytta aflareglu megi búast við 180 til 190 þúsunda tonna kvóta fyrir næsta fiskveiði- ár. Ef það verður reyndin yrði það mesti kvóti síðan 2006. - th LÍÚ fagnar nýjum mælingum: Staða þorsk- stofnsins sterk SPURNING DAGSINS Fallegar gjafaumbúðir Hentar öllum Gildir hvar sem er Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Gjafakortið sem gildir alls staðar Þú velur upphæðina en viðtakandinn velur gjöfina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.