Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 18
18 14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Forstöðumenn gegna mikil-vægum hlutverkum í íslenskri stjórnsýslu og á þeim brennur að reka stofnanir sam- félagsins með sem bestum og hagkvæmustum hætti. Forstöðu- menn eru einnig lykilhópur við að innleiða nýsköpun og umbæt- ur í íslenskri stjórnsýslu til þess að hægt sé að veita samfélaginu góða þjónustu þrátt fyrir lækk- andi fjárveitingar. Því miður er nú svo komið að í öllu umbótastarfinu blasir við það vandamál að forstöðumenn upplifa að þeir séu beittir órétti af hendi stjórnvalda á sama tíma og kröfur til þeirra eru meiri en nokkru sinni fyrr. Stétt forstöðumanna ríkisstofnana, sem hvorki hefur samningsrétt né verkfalls- rétt, hefur umfram aðra hópa í samfélag- inu orðið fyrir óréttlátum aðgerðum í kjöl- far hruns íslensks efnahagslífs í árslok 2008. Laun voru lækkuð og fryst með laga- setningu í tvígang og hefur kaup máttur þessa hóps lækkað um 10% umfram aðra sambærilega hópa síðan í árs- byrjun 2009. Ákvæðum laga um frystingu og launalækkun var aflétt 1. desember 2010 en þrátt fyrir það hafa kjörin ekki verið leiðrétt til fyrra horfs þó að lög um Kjararáð tilgreini að svo skuli gert. Þetta verður að teljast afar slæm stjórnsýsla og mögulegt lögbrot á sama tíma og stjórnvöld gera kröfur um að vinnubrögð verði bætt í stjórn- sýslunni í heild. Forstöðumenn geta og vilja standa vaktina á fullum krafti í krefjandi verkefnum en þeir þurfa að fá eðlilega og sanngjarna umbun fyrir störf og árangur. Það er órökrétt að forstöðumenn fái neikvæð skilaboð í formi óréttlætis af hendi stjórnvalda þegar þeir þurfa á hvatningu og stuðningi að halda. Eðlileg laun og samhengi á milli árangurs og umbunar er hluti af nauðsynlegu umbótastarfi í íslenskri stjórnsýslu. Ella er hætta á atgervisflótta með ófyrirséðum afleiðingum. HALLDÓR Forstöðu- menn gegna mikil vægum hlutverkum í íslenskri stjórnsýslu. Leiðrétt Björgólfur Thor Björgólfsson boðaði í Fréttablaðinu í gær leiðréttingar á „augljósum villum, röngum álykt- unum og hreinum uppspuna,“ sem um hann er að finna í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis. Munu þær birtast á vef hans btb.is. Fengur verður að því efni eins og öðru sem kemur frá Björgólfi. „Sellerinn“ með gullúrið Fróðlegt verður að sjá hvort hann leiðréttir eftirfarandi frásögn Össurar Skarphéðinssonar í skýrsl- unni: „[Landsbankamenn] [k]omu að kynna okkur eitthvað, frábært tilboð. Og hann [Björgólfur Thor Björgólfs- son] sat þarna í sínum flottu fötum, ofsalegur „seller“, að selja eitthvað sem gekk út á það að þeir áttu að fá Glitni ókeypis og fá alla skapaða hluti og síðan allan gjaldeyrisforð- ann og eitthvert „guarantee“ til viðbótar. Og Halldór Kristjáns- son sat þarna svona eins og laminn hundur og tók ekki mikið undir þetta. Svo var þessi fundur búinn, Sigurjón var þarna, það voru snúðar á borðunum, skornir í tvennt, stórir snúðar. Sigurjón er nú munnstór maður og mikill og þegar þeir voru farnir út og hann var einn eftir þá tók hann svona hálfan snúð, tróð honum upp í andlitið á sér og skaut undan snúðnum þessari setningu: Ég hef ekki trú á þessu, ég hef ekki trú á þessu. Þá kom svona hönd með gullúri og kippti honum út.“ bjorn@frettabladid.is Umbætur í íslenskri stjórnsýslu, eða hvað? Nýsköpunarsjóður tónlistar – Musica Nova Styrkir vegna starfsársins 2011 Sjóðurinn auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til nýsköp- unar í tónlist. Flytjendur og tónleikahaldarar geta sótt um styrk til að panta tónverk og skal styrkfjárhæðin aðeins notuð til þess. Umsækjendur ábyrgjast frumflutning verksins. Í umsókn skal taka fram: - höfund tónverks - tímalengd verks - hljóðfæraskipan - áætlaða tímasetningu frumflutnings Þá skal fylgja fjárhagsáætlun verkefnisins sem og ferilskrá um- sækjanda (flytjanda/tónleikahaldara) Umsóknir berist til: Nýsköpunarsjóðs tónlistar – Musica Nova Laufásvegi 40 101 Reykjavík Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 6. maí 2011. Póststimpill gildir. Stjórnmál Magnús Guðmundsson Formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana A tkvæðagreiðslan um tillögu Sjálfstæðisflokksins um vantraust á ríkisstjórnina veikti hana en felldi hana ekki. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, varð sá þriðji úr þingflokknum til að ganga úr skaftinu. Meirihluti ríkisstjórnarinnar á þingi er nú orðinn eins naumur og hann getur orðið. Það er þó jafnljóst og áður að stór mál sundra stjórnarliðinu og þótt ágreiningurinn hafi ekki orðið til þess að fella stjórnina er hún í vandræðum með að taka ákvarðanir í ýmsum málum. Átök- in um auðlindir, orkustefnu, stóriðjuframkvæmdir og Evrópumál voru undirliggjandi í málflutn- ingi ýmissa stjórnarliða. Þótt ríkisstjórnin hafi staðið af sér þessa atlögu er ekki líklegra en áður að hún geti komið saman atvinnustefnu sem eykur fjár- festingu og fjölgar störfum í landinu eins og þarf. En þótt ríkisstjórnin sé sjálfri sér sundurþykk og búin að glata stuðningi meirihluta kjósenda samkvæmt skoðanakönnunum sýndi umræðan og atkvæða- greiðslan í gærkvöldi ekki síður fram á sundrungu stjórnar- andstöðunnar. Það er ekki beysin stjórnarandstaða sem ekki getur öll staðið að því að samþykkja vantraust á ríkisstjórn. Af ræðum þingmanna var augljóst að núverandi minnihluta- flokkar bjóða ekki upp á sannfærandi kost í stað núverandi stjórnar samstarfs, jafnvel þótt þeir næðu meirihluta í kosningum. Litla framtíðarsýn var að finna í ræðum stjórnarandstæðinga og sízt af öllu sameiginlega sýn. Hnúturnar gengu á milli andstöðu- flokkanna, ekki síður en á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Ekki var heldur neitt hugsanlegt stjórnarsamstarf milli flokka úr núverandi stjórn og núverandi stjórnarandstöðu í kortunum. Hvernig ættu til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn að ná saman um orku- eða stóriðjustefnu? Og hvað um Evrópumálin? Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði harða atlögu að Samfylkingunni vegna afstöðu hennar í Evrópumálum og sagði augljóst að ESB-aðild væri „í andstöðu við meginþorra þjóðarinnar og aðildarferlið einungis til þess fallið að auka enn frekar á sundrungu og erfiðleika hennar“. Með þessu er Bjarni reyndar kominn í mótsögn bæði við þann meirihluta kjósenda sem segist ítrekað í könnunum vilja halda aðildarviðræðum við ESB áfram og við sjálfan sig áður en hann varð formaður flokks síns, en þá sagði hann í grein hér í blaðinu að þjóðin ætti í kjölfar aðildarviðræðna að taka ákvörðun um aðild að ESB. Jafnvel þótt það yrði niðurstaða Sjálfstæðisflokks- ins að hag þjóðarinnar væri betur borgið utan ESB væri það „mjög í samræmi við ríka lýðræðishefð í Sjálfstæðisflokknum að láta málið ganga til þjóðarinnar í kjölfar viðræðna“. Ein ástæða þess að málflutningur sjálfstæðismanna um kosningar er ekki sannfærandi er sá vafi sem leikur á að flokkurinn geti gengið í heilu lagi til þeirra kosninga vegna deilna um Evrópumálin. Niðurstaðan af umræðunum í gærkvöldi er því miður að öllum líkindum áframhaldandi vantraust kjósenda á pólitíkinni. Sundrung í stjórn og stjórnarandstöðu: Vantraust á pólitíkina Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.