Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 40
14. APRÍL 2011 FIMMTUDAGUR10 ● fréttablaðið ● brúðkaup
Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og
Eva Rún Snorradóttir gengu í það
heilaga fyrir skemmstu og er
óhætt að segja að giftingin hafi
verið með óhefðbundnu sniði.
Kirkja, giftingarhringar og orgel-
tónlist voru víðsfjarri þegar
Jóhanna Vala Höskuldsdóttir og
Eva Rún Snorradóttur giftu sig
fyrir skemmstu. Athöfnin fór fram
á skemmtistaðnum Barböru, á
kvenna og hinsegin uppákomunni
Skyndilega greip mig óstjórnleg
löngun, og kom vinum og vanda-
mönnum í opna skjöldu. „Flestir
ráku upp stór augu en þegar þeir
urðu þess áskynja hvers kyns var brut-
ust út heilmikil fagnaðarlæti,“ segir Vala.
Leiðir þeirra Evu lágu saman norður á Ak-
ureyri fyrir rúmum þremur árum, „í fimbul-
kulda rétt eftir hrun,“ eins og Vala orðar það. „Við
kynntumst við uppsetningu á gjörningi sem deildi á
íslenska bankakerfið og eitt leiddi af öðru.“ Samband
varð að sambúð og eftir búferlaflutning til Reykjavík-
ur barst brúðkaup í tal. „Við vorum farnar að spá í
framtíðina og langaði heilmikið að gifta okkur. Vild-
um hins vegar fara eigin leiðir og jafnframt setja út á
hefðbundnar hugmyndir um hjónabandið sem stofnun.“
Lausnin reyndist skammt undan. „Eva hefur um
nokkurt skeið átt þátt í að skipuleggja skemmtikvöld
á Barböru og okkur datt í hug að helga það næsta trú-
lofunum. Þá hugsuðum við með okkur: „Af hverju ekki
að ganga skrefinu lengra og bara gifta okkur á staðn-
um, enda leitun að jafn viðeigandi giftingarstað fyrir
lesbískt par fyrst kirkja var úr myndinni,“ segir Vala.
Flestir gestanna mættu síðan í brúðkaupið með öllu
grunlausir um hvað væri í vændum. „Við settum því
upp hápólitískan gjörning sem hófst sem power point-
sýning og fólk vissi því varla hvaðan á sig stóð veðr-
ið þegar ég birtist í brúðarkjól, með prest og brúðar-
meyjar í eftirdragi.“
Þótt aðstæður væru óvenjulegar var athöfnin bæði
hjartnæm og alvöruþrungin. „Presturinn, Auður Eir,
flutti fallega ræðu; sagði brúðkaupið í raun vera kaup
kaups þar sem við værum tvær konur. Svo lét hún
bræður okkar skiptast á örbylgjuofnum og eftir að við
höfðum játast hvor annarri hentu brúðarmeyjarnar
yfir okkur húlahringjum til að innsigla hjónabandið,“
segir Vala og getur þess að jafnvel harðgerðustu karl-
ar hafi þerrað tárin. „Margir sögðu þetta eitt fallegasta
brúðkaup sem þeir hefðu upplifað um ævidagana og
það þótti okkur dýrmætt að heyra.“ - rve
Innsigluðu hjónabandið með
HÚLAHRINGJUM
Gifting Evu Rúnar og Völu
var með óhefðbundnu og
skemmtilegu sniði.
„Mörgum finnst spennandi að gista
til dæmis á hóteli eða í sumarbú-
stað á sjálfa brúðkaupsnóttina og
jafnvel nokkrar nætur eftir brúð-
kaupið en það að breyta um um-
hverfi getur verið nóg til að krydda
aðeins upp í kynlífinu,“ segir Sigga
Dögg kynfræðingur spurð hvort
brúðkaupsnóttin hafi enn þá sér-
staka merkingu í hugum fólks sem
kannski hefur búið saman í mörg
ár. „Þar sem brúðkaup geta stað-
ið fram eftir nóttu þá getur einnig
verið notalegt að koma heim til sín
eftir veisluna og fara svo á hótel
eða í sumarbústað daginn eftir
brúðkaupið. Stundum hafa nánir
vinir eða fjölskyldumeðlimir
skreytt íbúð brúðhjóna með
kampavíni, kertum, jarðar-
berjum og rósarblöðum til
að skapa rómantíska stemn-
ingu. Það mætti svo nýta
sér daginn eftir ef brúð-
hjón eiga ekki kost á
því að breyta um um-
hverfi. Þá væri það
gott ef einhver gæti
komið öllum gjöfunum
fyrir heima hjá brúð-
hjónunum svo þau þurfi ekki að
hafa áhyggjur af því daginn eftir.
Mín reynsla er hins vegar sú að
eftir að löngum degi lýkur þá lang-
ar mann bara heim að sofa. Dag-
inn eftir brúðkaupið, þegar stress-
ið er búið og sæluvíman situr eftir
þá væri sniðugt að opna gjafirnar
í rólegheitum og skipta um hugar-
far og njóta þess að vera nýgift og
kela fram eftir degi.“
En hvað ber að varast á brúð-
kaupsnótt? „Of miklar vænting-
ar um frábært kynlíf, eða kynlíf
yfirhöfuð, er það sem ber að var-
ast,“ segir Sigga Dögg. „Ég tel
brúðkaupsnæturkynlíf vera mýtu
og setja alltof mikla pressu
á allan daginn. Mér finnst
að fólk eigi að fá að vera í
þægilegum undirfötum á
brúðkaupsdaginn sjálfan og
megi svo fara heim til sín og
sofna bara í faðmlögum ef
það kýs svo. Næstu daga
eftir brúðkaupið má gera
sér glaðan dag með tæl-
andi blúndu, freyðibaði,
heilnuddi og þess hátt-
ar punti.“ - fsb
Kynlíf á brúðkaups-
nótt er bara mýta
„Of miklar væntingar um frábært kynlíf, eða kynlíf yfirhöfuð, er það sem ber að
varast,“ segir Sigga Dögg.
Sigríður Dögg