Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 6
14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR6
SAMGÖNGUR Lagður verður til
milljarður á ári næstu tíu ár til
að efla almenningssamgöngur á
höfuð borgarsvæðinu og áhrifa-
svæði þess, gangi tillögur starfs-
hóps á vegum samgönguráðs eftir.
Starfshópurinn hefur unnið að
tillögum um endurbætur á grunn-
neti almenningssamgangna á suð-
vesturhorni landsins síðan í des-
ember og voru þær lagðar fram
á fundi innanríkisráðuneytisins
í gærmorgun. Tillagan var sam-
þykkt hjá skipulagsráði og hefur
hún einnig fengið jákvæðan með-
byr hjá Ögmundi Jónassyni innan-
ríkisráðherra.
Verkefnið er til tíu ára og verð-
ur samstarf ríkis og sveitar-
félaga. Lagt er til að það verði
hluti af tólf ára samgönguáætl-
un sem lögð verður fyrir Alþingi
í haust. Þorsteinn M. Hermanns-
son, formaður starfshópsins, segir
viðbrögð sveitarfélaga á svæðinu
hafa verið jákvæð.
„Það er verið að bjóða upp í
dans. Þetta verður sameiginlegt
verkefni ríkis og sveitarfélaga,“
segir Þorsteinn. Markmiðið sé að
í það minnsta tvöfalda hlutdeild
almenningssamgangna á höfuð-
borgarsvæðinu og áhrifasvæði
þess.
Tillaga starfshópsins var unnin
í samstarfi við Strætó BS. Reynir
Jónsson framkvæmdastjóri fagn-
ar tillögunum og segir fjárveit-
inguna efla samgöngukerfið til
muna. Ríkið muni með þessu
koma með veglegum hætti inn
í almenningssamgöngur, bæði
með endurskoðun kerfisins á
landsbyggðinni og höfuðborgar-
svæðinu.
„Óráðið er hvernig aðgerðir
sveitarfélaganna verði mótað-
ar og hvernig fjármunum verði
ráðstafað,“ segir Reynir. „Hvort
þetta fari allt í aukna strætó-
þjónustu eða áframhaldandi
þróun og framboð á öðrum sam-
gönguúrræðum á eftir að ákveða.“
Reynir segir þörfina á auknum
almenningssamgöngum mesta á
morgnana. Þá liggi beint við að
auka við strætóflotann til að anna
eftirspurn á meðan fólk er á leið í
vinnu eða skóla. Á kvöldin og um
helgar sé hins vegar nauðsynlegt
að samnýta samgöngutæki betur
og horfa til nágrannalanda okkar
til þess að einkabílar og leigu-
bílar verði ekki einu ferðamögu-
leikar Íslendinga á þessum tíma
til frambúðar.
sunna@frettabladid.is
Það er verið að bjóða
upp í dans. Þetta
verður sameiginlegt verkefni
ríkis og sveitarfélaga.
ÞORSTEINN M. HERMANNSSON
FORMAÐUR STARFSHÓPS SAMGÖNGU-
RÁÐS
Milljarður á ári til
að efla samgöngur
Ríki og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni hyggjast leggja milljarð
á ári til að efla almenningssamgöngur í landinu á næstu tíu árum. Mun tvö-
falda hlutdeild almenningssamgangna. Tillagan verður lögð fram á haustþingi.
STRÆTÓ Í REYKJAVÍK Framkvæmdastjóri Strætó segir aukna fjárveitingu til
almenningssamgangna efla starf Strætó til muna. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Betra brauð með
pastaréttinum!
SAMFÉLAGSMÁL Tilkynningum til
barnaverndaryfirvalda fjölgaði
um rúmlega eitt þúsund á milli
áranna 2008 og 2009. Fjöldi barna
sem tilkynnt var um árið 2009 var
5.322 og voru það tæplega sex pró-
sentum fleiri börn en árið á undan.
Hlutfalli tilvika þar sem ákveðið
var að hefja könnun af hálfu yfir-
valda fjölgaði úr 51 prósenti í 58
prósent. Þetta kemur fram í nýrri
ársskýrslu Barnaverndarstofu
(BVS).
Steinunn Bergmann, félagsráð-
gjafi hjá BVS, segir að aukinn
fjöldi þeirra mála sem könnuð eru
áfram af yfirvöldum þýði að alvar-
legri mál séu að koma inn á borð
heldur en áður. 58 prósent sé tals-
vert hátt hlutfall.
„Málin eru að verða flóknari.
Það virðast vera að koma þyngri
mál til nefndanna og aukinn vandi
þeirra barna sem verið er að vinna
með,“ segir Steinunn. „Vandinn er
að verða margþættari hjá barni
og fjölskyldu sem er erfiðara að
vinna með.“ Steinunn segir for-
eldra sjálfa leita nú í auknum mæli
til barnaverndaryfirvalda.
Flestir eru þeir að leita sér
aðstoðar en einnig eru tilvik þar
sem tilkynnt er um hitt foreldrið
séu þau skilin.
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
BVS, segir í skýrslunni að þegar
leitað sé skýringa á fjölgun til-
kynninga megi ætla að um sé að
ræða áhrif efnahagshrunsins, en
einnig aukna samfélagsmeðvitund
um velferð barna. - sv
Tilkynningum til barnaverndaryfirvalda fjölgaði á milli áranna 2008 og 2009:
Málin þyngjast og verða flóknari
Tilkynningar um áhættuhegðun barna hafa jafnan verið yfir helmingur allra
tilkynninga til barnaverndaryfirvalda, en fækkað árið 2009 í um 46 prósent.
Tilkynningar vegna vanrækslu barna hafa að jafnaði verið innan við 30
prósent en jukust upp í 35 prósent árið 2009. „Helst þetta í hendur við
hlutfallslega fjölgun tilkynninga frá öðrum en lögreglu, en fram að þessu
hafa tilkynningar frá lögreglu verið ríflega helmingur allra tilkynninga. Allt eru
þetta vísbendingar um nokkuð breytt landslag frá því fyrir efnahagshrun,“
segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.
Breytt hlutföll
Auglýsingasími
STJÓRNMÁL Árni Þór Sigurðsson
sagði af sér embætti þingflokks-
formanns Vinstri grænna í gær.
Einungis voru fjórir dagar síðan
hann var kjörinn í embættið. Þur-
íður Backman tekur við embættinu.
Kjörið á sunnudag hefur sætt
gagnrýni nokkurra þingmanna
flokksins, enda var þingflokksfor-
maðurinn Guðfríður Lilja Grétars-
dóttir nýsnúin aftur úr fæðingar-
orlofi þegar ákveðið var að kjósa
á milli hennar og Árna Þórs. Hún
hlaut atkvæði fjögurra þingmanna
flokksins gegn níu atkvæðum Árna.
Í yfirlýsingu sem Árni Þór sendi
frá sér vegna málsins í gær segir
að aldrei hafi hvarflað að honum að
skilyrða stuðnings sinn við flokk-
inn og ríkisstjórnina því að hann
hefði með höndum tiltekin emb-
ætti. Það hafi komið honum í opna
skjöldu hversu umdeilt kjör hans
reyndist.
„Mér þykir miður að það mál
hefur að ósekju verið persónugert
og tengt bæði kvenfrelsisstefnu
flokksins og lögum um fæðingar-
orlof. Sú umræða er skaðleg okkar
flokki og þar með óásættanleg,“
segir Árni. Hann hafi því ákveðið
að segja af sér í von um að sætta
ólík sjónarmið í flokknum. Guðfríði
Lilju mun hafa verið boðið að taka
aftur við formennsku í þingflokkn-
um en hún baðst undan því. - sh
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir neitaði að taka aftur við þingflokksformennsku:
Árni Þór hættir sem formaður
ÁRNI ÞÓR
SIGURÐSSON
GUÐFRÍÐUR LILJA
GRÉTARSDÓTTIR
VIÐSKIPTI Actavis er líklegur kaup-
andi að pólska ríkislyfjafyrirtæk-
inu Polfa Warsawa. Þetta er eitt
stærsta samheitalyfjafyrirtæki
landsins og er með höfuðstöðvar í
Varsjá. Gert er ráð fyrir að salan
gangi í gegn fyrir mitt ár.
Fjögur önnur fyrirtæki gerðu
tilboð. Þau eru Gloria Harbin í
Kína, Arterium frá Úkraínu og
pólsku lyfjafyrirtækin Hersteller
Adamed og Polpharma. Þýski net-
miðillinn Apotheke Adhoc segir
Actavis og Hersteller Adamed lík-
legust til að hreppa hnossið. - jab
Actavis við þröskuld Póllands:
Keppa um kaup
á lyfjafyrirtæki
Sérðu eftir Guðfríði Lilju
Grétars dóttur úr stóli þing-
flokksformanns Vinstri grænna?
Já 43%
Nei 57%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Treystir þú ríkisstjórninni?
Segðu skoðun þína á Visir.is.
KJÖRKASSINN