Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 14
14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR14 Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2011 Fréttablaðið veitir í dag Samfélagsverðlaun í sjötta sinn. Verðlaunin eru sem fyrr veitt í fjórum flokkum, auk heiðursverðlauna. Að þessu sinni eru þrír tilnefndir í hverjum flokki og eru þeir kynntir hér á síðunni. Í dag kemur í ljós hver verðlaunin hlýtur í hverjum flokki, auk þess sem heiðursverðlaunahafinn verður kynntur. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á margvíslegum góðverkum. Athygli vakin á góðum verkum JÓN STEFÁNSSON Jón Stefánsson hefur stýrt tónlistar starfi í Langholtskirkju um áratugaskeið. Kórstarf Jóns í Langholts - k i rkju me ð börnum og ung- mennum hófst árið 1991. Nú starfa í kirkj- unni Krúttakór fyrir yngstu börnin, Kórskóli Langholtskirkju tekur svo við, þá Graduale Futuri fyrir 10 til 14 ára börn og unglingakórinn Graduale- kór Langholtskirkju. Graduale Nobili er svo úrvalskór stúlkna sem sungið hafa í Graduale- kórnum. Tónlistar uppeldi Jóns í Langholtskirkju hefur opnað heim tónlistar fyrir fjöldamörgum börn- um og unglingum og skilað hæfu tónlistarfólki. MÖGULEIKHÚSIÐ Möguleikhúsið er atvinnuleikhús sem í meira en tuttugu ár hefur staðið að metnaðarfullum leiksýn- ingum fyrir börn. Leikhúsið hefur á starfstíma sínum fært upp meira en þrjátíu leiksýningar og var síð- asta frumsýningin fyrir fáeinum vikum. Þorri sýninga leikhússins fer fram í leik- og grunnskólum landsins og er markmiðið með því að gefa sem flestum börnum og unglingum kost á að njóta sýninga þess. Hjónin Pétur Eggerz og Alda Arnardóttir hafa staðið að Mögu- leikhúsinu frá upphafi. SKÓLAHREYSTI Skólahreysti er liðakeppni í nokkr- um íþróttagreinum milli grunn- skóla í landinu. Í hverju liði keppa tvær stelpur og tveir strákar úr 9. og 10. bekk eftir ákveðinni for- skrift. Keppt var í fyrsta sinn í Skólahreysti árið 2005 en þá tóku sex skólar þátt. Keppninni hefur vaxið fiskur um hrygg og nú keppa yfir 130 skólar í Skólahreysti. Hjónin Andrés Guðmundsson og Lára B. Helga- dóttir reka Skóla- hreysti, sem er byggð á þeirri hugsjón að hvetja börn til alhliða íþróttaupplifunar sem byggð er á grunnforsendum almennrar íþróttakennslu. Frá kynslóð til kynslóðar Til greina koma þeir sem hafa unnið eftirtektarvert starf í þágu menntunar, uppfræðslu eða umönnunar þeirrar kynslóðar sem er að vaxa úr grasi, jafnt einstaklingar sem samtök eða stofnanir. ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ STYRMIR Einkunnarorð Íþróttafélagsins Styrmis eru „fyrirmyndir, ekki staðalímyndir“. Uppruna félags- ins má rekja til þess að nokkrum hommum var safnað saman til að spila fótbolta á Klambratúni fyrir tæpum fimm árum. Óhætt er að segja að boltinn hafi rúllað síðan. Nú skipta meðlimir Styrmis tugum og æfðar eru þrjár íþróttagreinar undir merkjum félagsins: fótbolti, sund og blak. Markmið Styrmis er að ná góðum árangri í keppni en um leið að setja þátttöku ofar sigri. LISTASMIÐJAN LITRÓF Listasmiðjan Litróf starfar í Fella- og Hólakirkju. Markmið lista- smiðjunnar er annars vegar að bjóða börnum upp á söng, dans og leiklist og hins vegar að stuðla að vináttu og sterk- ari tengslum milli barna af erlend- um uppruna og íslenskum. Öll börn eru velkom- in í listasmiðj- una og þar eru engin þátttöku- gjöld. Starfið ein- kennist af látleysi og einfaldleika en unnið er að því að laða fram hæfileika hvers og eins og styrkja sjálfsmynd. Starfsemin hófst með tíu stelpum haustið 2008 en í haust hófu sjötíu stelpur leikinn í Litrófi. Ragnhildur Ágústsdóttir stýrir listasmiðjunni. POLLAPÖNK Pollapönk varð upphaflega til fyrir fimm árum sem lokaverk- efni tveggja leikskólakennara frá Kennaraháskóla Íslands, þeirra Haraldar Freys Gíslasonar og Heiðars Arnar Kristjánssonar. Síðar bættust Arnar Gíslason og Guðni Finnsson í hópinn. Mark- miðið með Pollapönki er að búa til tónlist sem höfðar bæði til barna og fullorðinna. Strákarnir í Polla- pönki eru mikilvægar fyrirmyndir með því að vera í senn sannkallað- ir töffarar og um leið stoltir starfs- menn leikskóla. Til atlögu gegn fordómum Til greina koma einstaklingar eða félagasamtök sem hafa unnið ötullega að því að eyða fordómum í samfélaginu. ÁSMUNDUR ÞÓR KRISTMUNDSSON Ásmundur Þór er björgunarsveitarmaður en var í skemmtiferð í Þórsmörk þegar hann vann þar björg- unarafrek í ágúst 2010. Hann lét ekki axlarmeiðsl sem hann glímdi við hindra sig í að vaða út í Krossá til að bjarga tveimur ferðamönnum sem höfðu fest bíl sinn í ánni. Ásmundur batt kaðal við sig og náði fyrst mann- inum upp á bakkann. Hann var þá þegar þrekaður en óð samt að nýju út í ána og sótti konuna. JÚLÍANA SIGNÝ GUNNARSDÓTTIR Júlíana Signý hefur hátt í fjörutíu ár tekið sér fyrir hend- ur að safna gjöfum fyrir jól, pakka þeim fallega inn og gefa svo heimilislausu fólki gegnum gistiskýlið í Þing- holtsstræti og Konukot. Framan af var verkið unnið gegnum félagasamtök en síðari ár hefur frumkvæðið og framkvæmdin alfarið verið Júlíönu, sem vitanlega nýtur stuðnings góðra fyrirtækja, þeirra sömu ár eftir ár. Starf Júlíönu er dæmi um góðverk sem unnin eru í hljóði, í þessu tilviki áratug eftir áratug. STEFÁN HELGI STEFÁNSSON Stefán Helgi Stefánsson og Margrét Sesselja Magnús- dóttir standa saman að verkefninu Elligleði. Þau fara á milli staða þar sem fólk með heilabilun dvelur og Stefán Helgi, sem er tenórsöngvari, syngur gömul íslensk lög fyrir fólkið. Mikil ánægja ríkir með heimsóknir Elli- gleði bæði meðal eldri borgaranna sjálfra og aðstand- enda þeirra og starfsfólks. Starfsemin er rekin á tilfall- andi styrkjum. Hvunndagshetja Til greina koma einstaklingar sem sýnt hafa einstaka ósérhlífni eða hug- rekki, hvort sem er í tengslum við einn atburð eða vinnu að ákveðnum málaflokki í lengri tíma. GÓÐI HIRÐIRINN Markmiðið með starfsemi Góða hirðisins er tvíþætt. Í fyrsta lagi að stuðla að því að nytjahlutir sem eru hættir að koma að gagni á einum stað verði öðrum til gagns og gleði. Í öðru lagi rennur allur ágóði sölu í Góða hirðinum til góðgerð- armála. Endurnýting stuðlar að betri umgengni við umhverfið og er veruleg kjarabót fyrir þá fjöl- mörgu sem kaupa það sem þá vant- ar til heimilisins í Góða hirðinum. Umfang starfseminnar hefur aukist ár frá ári og aldrei hefur framlag Góða hirðisins til góðgerðarmála verið hærra en í fyrra. REYKJADALUR Í MOSFELLSDAL Í Reykjadal hafa verið rekn- ar sumar búðir í nærri hálfa öld. Þar dvelj- ast árlega milli tvö og þrjú hundr- uð börn af öllu land- inu. Á sumrin býðst sumardvöl, í eina eða tvær vikur í senn, en yfir vetrarmánuðina er þar boðin helgar dvöl. Útivera skipar veiga- mikinn sess í starfinu í Reykjadal, meðal annars í sundi og heitum potti sem þar er. Í Reykjadal starf- ar drífandi hópur ungs metnaðar- fulls fólks. Það kom sér vel þegar útlit var fyrir að leggja þyrfti vetrar dvöl barna í Reykjadal niður vegna fjárskorts. Þá efndi starfs- fólkið til áheitagöngu og tókst að safna fé til að halda starfseminni gangandi í vetur. SAMTÖK KVENNA AF ERLENDUM UPPRUNA Markmið Samtaka kvenna af erlendum uppruna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins. Samtökin hafa lagt sig fram um að breyta einsleitri mynd erlendra kvenna á Íslandi, meðal annars með virkri þátttöku í opin- berri umræðu um innflytjendamál og framlagi til menningarviðburða sem tengjast fjölmenningarlegu samfélagi. Samtökin hafa starfað frá árinu 2003. Samfélagsverðlaun Til greina koma félagasamtök sem hafa unnið framúrskarandi mann- úðar- eða náttúruverndarstarf og lagt sitt af mörkum til að gera íslenskt samfélag betra fyrir okkur öll. Í upphafi árs var lýst eftir tilnefningum til Samfélagsverðlauna frá lesendum blaðsins. Sem fyrr barst fjöldi tilnefninga og hafði dómnefndin úr nógu að moða þegar hún tók til starfa. Hennar hlutverk var að útnefna þrjá í hverjum flokk- anna fjögurra og því næst heiðursverðlaunahafann og vinningshafana. Að þessu sinni sátu í dómnefnd: Steinunn Stefánsdóttir aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, formaður, Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri Reykja- víkurborgar, Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Felix Bergsson, leikari með meiru, og séra Jóna Hrönn Bolladóttir. Dómnefndin Sumarvaran er komin Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.