Fréttablaðið - 14.04.2011, Síða 29

Fréttablaðið - 14.04.2011, Síða 29
FIMMTUDAGUR 14. apríl 2011 3 Hönnuðurinn Harpa Einars- dóttir er höfundur teikninganna í nýjustu auglýsingaherferð Cintamani. Hún málaði einnig myndirnar á veggina í nýrri verslun Cintamani í Bankastræti. „Ég og Börkur Sigþórs unnum herferðina saman,“ segir Harpa. „Hann tók ljósmyndirnar og svo blönduðum við teikningum saman við myndirnar. Okkur langaði að gera eitthvað annað en venjulega er gert í svona auglýsingaherferð- um, leika okkur með meiri fantasíu og léttleika,“ segir Harpa og lýsir teikningunum sem draumaveru- leika sem rennur saman við raun- veruleikann. „Þarna er líka smá tilvísun í Ísland: Snæugla og stuðlaberg.“ Harpa málaði myndirnar á veggina í nýrri verslun Cintamani í Bankastræti og er ein þeirra sex metra há. Hún er ánægð með útkomuna. „Þetta eru fjórar stórar myndir og koma bara nokkuð vel út þó ég segi sjálf frá. Ugluna mál- aði ég á vegginn með tippexi!“ - rat Snæugla úr tippexi Snæugluna málaði Harpa með tippexi á vegg nýrrar verslunar Cintamani í Bankastræti. MYND/HARPA EINARSDÓTTIR Sýning til heiðurs hinum litla og látlausa svarta kjól Coco Chanel hefur verið opnuð í The Civic Gallery í Barnsley á Englandi í tilefni þess að 85 ár eru liðin frá því hann leit dagsins ljós. Sýningin spannar mikilvæg- ustu svörtu kjóla síðustu níu áratuganna og nokkra nýja og forvitnilega að auki, þar á meðal eftir íslenska fatahönnuðinn Veru Þórðardóttur. „Auðvitað er ein- stakur heiður að fá að vera í útvöldum hópi á jafn sögulegri sýningu,“ segir Vera, glöð í bragði. Félags- skapurinn er enda ekki af verri endanum þar sem mörg þekkt- ustu nöfnin í tísku- iðnaðinum eiga verk á sýningunni, Vivienne Westwood, Gucci, Lanvin og YSL svo fáein séu nefnd. „Og viðtökurnar hafa verið alveg frábærar,“ bætir hún við og útilokar ekki að sýningin eigi eftir að opna henni fleiri dyr í tískuheimin- um. Þ e t t a e r ekki í fyrsta sinn sem hönn- un Veru vekur athygli. Hún komst í heims- pressuna í fyrra þega r L ady Gaga klæddist jakka eftir hana á tónleikum Eltons John og telur lík- legt að það hafi orðið til þess að þátttakan á sýn- ingunni bauðst. „Ég er viss um þeir hafa í framhaldi kynnt sér heima- síðuna mína því þar gefur að líta svartan kjól eftir mig,“ útskýrir Vera, sem fékk frjálsar hendur við að hanna flík á sýninguna en útkoman varð glæsilegur svartur síli- konkjóll. Leiðir þeirra Veru og Gaga halda síðan áfram að skar- ast því 20. maí, sama dag og sýningunni í The Civic Gallery lýkur, kemur út bókin The Secret Book on Lady Gaga. Franski blaða- maðurinn Alexandra Boucherifi hefur þar tekið saman hönnun og list sem tengist Lady Gaga, meðal annars mynd af umræddum jakka Veru. „Boucherifi stóð fyrir sýningu um fatastíl Lady Gaga í París og var jakkinn til sýnis. Þúsundir manna sóttu hana á aðeins nokkr- um dögum sem varð til þess að hugmyndin að bókinni kviknaði og mér var boðið að vera með,“ segir Vera og kveðst vera upp með sér þar sem úr nægu sé að velja. „Auk þess sem margir af þekktustu hönnuðum heims hafa klætt Lady Gaga.“ roald@frettabladid.is Á stall með Coco Chanel Vera Þórðardóttir tekur þátt í sýningu helgaðri hinum litla svarta kjól Coco Chanel og er í hópi þekktra hönnuða. Hún spannar mikilvæg- ustu svörtu kjóla síðustu áratuga og nýja og forvitnilega að auki. Kjóllinn sem Audrey Hepburn klæddist í Breakfast at Tiffany’s er á sýningunni. Litill svartur kjóll getur opnað margar dyr. Það veit Vera Þórðardóttir, sem leggur til einn slíkan á sýningu helgaðri hinum litla svarta kjól Coco Chanel. FRÉTTABLAÐIÐ/CHANEL Endingargóður, látlaus og á góðu verði. Þannig hugsaði Coco Chanel sér litla svarta kjólinn. THE BRONZING POWDER Nýtt í Terracotta: Terracotta Serum, nokkrir dropar og þú viðheldur fallegum lit allt árið. Terracotta kastaníuvatn, fallega gylltur litur fyrir allan líkamann við öll tækifæri. Second skin effect. Hraustlegt útlit, léttur farði sem dregur fram ljóma húðarinnar. Nýtt fyrir húðina: Abeille Royale ný formúla hefur litið dagsins ljós. Notað er hunang frá “the black bee” sem finnst á eyjunni Ouessant Island þar finnst hreinasta hunang í heimi. Abeille Royale línan inniheldur Serum, Dag- og Næturkrem. Kynning í Hygeu Kringlu og Smáralind dagana 14.-16. apríl. Sigrún Inga og Rúna sérfræðingar í Guerlain veita ykkur faglega ráðgjöf við val á vörum. Glæsilegir kaupaukar í boði Guerlain.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.