Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 34
14. APRÍL 2011 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● brúðkaup Kristín Arna Sigurðardóttir og Jökull I. Elísabetarson giftu sig í Fríkirkjunni 22. desember 2010. Brúðkaupsveislan var í Iðnó og þangað voru þau ferjuð í vagni sem sjö sleðahundar drógu. Brúðkaupsnóttinni eyddu þau á Hótel Holti og fóru síðar í brúðkaupsferð til Írans. „Hélt það væri klisja að brúðkaupsdagurinn væri besti dagur ævinnar,“ segir Jökull, „en hann var það svo sannarlega.“ Jökull I. Elísabetarson, stærðfræðing- ur og knattspyrnumaður, og Kristín Arna Sigurðardóttir, leikskólakennari og nemi, völdu óvenjulegan dag fyrir brúðkaupið sitt. 22. desember hefur þó sérstaka merk- ingu í lífi þeirra og að sögn Kristínar kom aldrei annar dagur til greina fyrir brúð- kaupið. „Við trúlofuðum okkur þennan dag árið 2007,“ segir hún, „þannig að við ákváð- um að halda okkur við hann.“ Kristín fór líka óvenjulega leið við kaup á brúðarkjólnum. „Ég keypti hann á eBay,“ segir hún hlæjandi. „Það er að segja, ég pantaði saumaskapinn á honum á eBay. Það var saumastofa í Kína sem saumaði hann, ég bara valdi sniðið og sendi þeim málin af mér. Þær sendu mér svo kjólinn þegar hann var tilbúinn og hann smellpassaði, þótt ég hefði aldrei getað mátað hann.“ Brúðkaupið hófst klukkan 18 og degin- um eyddu þau sitt í hvoru lagi, Kristín við undirbúning fyrir brúðkaupið á herberg- inu sem þau leigðu sér á Hótel Holti, en Jökull í sjósundi með bandarískum vini sem mætti í brúðkaupið. „Ég var ekkert stressaður,“ segir Jökull. „Hafði auðvitað heyrt þetta allt saman, að brúðkaupsdag- urinn væri besti dagur ævinnar og allt það, en fannst þetta ekkert svo mikið mál. Ég verð nú seint kallaður þessi væmni gaur, en ég get svarið það að þegar ég var kom- inn í kirkjuna og sá Kristínu og allt fólkið okkar þá kom eitthvað yfir mig sem ég hef aldrei upplifað áður. Þetta var svo sannar- lega besti og skemmtilegasti dagur sem ég hef upplifað.“ Kristín segist hins vegar hafa verið mjög stressuð og athöfnin sé í hálfgerðri móðu. „Það sem ég man best eftir er þegar við sátum í kirkjunni og ég leit á Jökul og sá að hann horfði þannig á mig að mér fannst ég vera fallegasta kona í heiminum.“ Þegar athöfninni var lokið beið vagn dreginn af sjö Síberíu-sleðahundum fyrir utan kirkjuna og brúðhjónin fóru hring í kringum Tjörnina í vagninum áður en þau mættu í veisluna í Iðnó. „Það var ótrú- leg upplifun,“ segja þau bæði. „Það hafði snjóað á meðan athöfnin stóð yfir og þegar við komum út var allt hvítt, en himinn- inn stjörnubjartur og algjör stilla. Þetta var eins og í ævintýri.“ Og ævintýrið hélt áfram, í Iðnó biðu þeirra hundrað vinir og ættingjar og þar rak hvert skemmtiatrið- ið annað. „Garpur tvíburabróðir minn var veislustjóri,“ segir Jökull, „og hann kom mér svo sannarlega skemmtilega á óvart. Það voru haldnar ræður og gert stólpa- grín að okkur, Helga Braga kom og gerði okkur að fíflum, og þetta var alveg óskap- lega skemmtilegt kvöld. Iðnó er líka hinn fullkomni staður fyrir brúðkaupsveislu, þetta er svo fallegt hús og gott fólk sem vinnur þar.“ Ævintýrinu lauk ekki morguninn eftir brúðkaupið því nokkrum vikum seinna fóru ungu hjónin í brúðkaupsferð til Írans í hópferð með ömmu brúðgumans, Jóhönnu Kristjónsdóttur. „Þetta var alveg æðisleg ferð,“ segir Jökull. „Það var ótrúleg upplif- un að upplifa menninguna og söguna þarna og sjá bæði hvernig fólkið lifir og lifði. Það er líka alltaf svo gaman að ferðast með ömmu, hún er svo mikið heima hjá sér í þessum löndum. Svo var líka bara svo mikið af góðu fólki með okkur, þetta var alveg ógleymanleg ferð.“ Enn fleiri ævintýri eru í vændum hjá Kristínu og Jökli því í september eiga þau von á sínu fyrsta barni, níu mánuðum eftir brúðkaupið. „Já, við vildum auðvitað ekki að barnið yrði bastarður,“ segir Jökull hlæjandi. „En í alvöru þá var það nú ekk- ert atriði að níu mánuðir væru á milli brúð- kaups og fæðingar, þótt það sé óneitanlega skemmtileg tilviljun.“ - fsb Hann horfði þannig á mig að mér fannst ég fallegasta kona í heimi Vagn dreginn af sjö sleðahundum flutti brúðhjónin til veislunnar. Kristín Arna Sigurðardóttir og Jökull I. Elísabetarson giftu sig í Fríkirkjunni 22. desember 2010. Gjafakort – þá fá allir eitthvað fallegt! Blue Lagoon gjafakort eru fáanleg í verslunum Bláa Lónsins á baðstað, að Laugavegi 15, Blue Lagoon spa og Hreyfingu í Glæsibæ. Gisting í Bláa L óninu – Lækningalind Blue Lagoon húðvörur Líkamsrækt Einkaþjálfun Aðgangur í Bláa Lónið Spa meðferðir Snyrtimeðferðir Nudd Veitingar á LAVA Gjafakort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.