Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 60
14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR32 32
menning@frettabladid.is
LJÚFUR LJÓÐASÖNGUR Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran heldur ljóðasöngtónleika í Salnum
á laugardag. Með henni á tónleikunum eru þær Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanóleikari. Tónleikarnir verða í Salnum á laugardag og hefjast klukkan 17.00. Eru þetta síðustu
tónleikarnir þennan veturinn í Tíbrárröð Salarins.
Svonefnd höfundakvöld hefja göngu sína í Norræna húsinu í kvöld klukk-
an átta. Þau snúast um norræna höfunda en nokkrir úr hópi þeirra munu
sækja Ísland heim á næstu mánuðum og hitta fyrir íslenska lesendur.
Kvöldið verður tileinkað grænlenskum höfundum en þau Kristian Olsen
Aaju og Mariane Petersen kynna þá verk sín.
Kristian Olsen Aaju er þekktur sem rithöfundur, ljóðskáld og lista-
maður. Bækur hans fjalla um átökin milli horfins veiðimannasam-
félags og iðnaðarsamfélags dagsins í dag. Þess má geta að bók hans, Det
tatoverede budskap, var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs. Mariane Petersen er þýðandi og ljóðskáld. Ljóðsafnið Storfanger-
ens efterkommere eftir hana kom nýverið út og sló í gegn á Grænlandi.
Jórunn Sigurðardóttir, dagskrárgerðarkona á RÚV, mun ræða við bæði
skáldin um verk þeirra og innblástur. - sbt
Norræn höfundakvöld
„Ljóðið
rúllar“
Ljóðaþýðingar
Einars Thoroddsens
á ljóðabálki Heines,
Þýskaland –
Vetrarævintýri,
eru komnar út.
Tvímála útgáfa
á íslensku og þýsku
1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
Morð og möndlulykt
Camilla Läckberg
Mundu mig, ég man þig
kilja - Dorothy Koomson
Djöflastjarnan - kilja
Jo Nesbø
Ég man þig - kilja
Yrsa Sigurðardóttir
Konan í búrinu - kilja
Jussi Adler Olsen
Á réttri hillu
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT
06.04.11 - 12.04.11
Betri næring - betra líf
Kolbrún Björnsdóttir
Myrkraslóð - kilja
Åsa Larsson
Máttur viljans
Guðni Gunnarsson
Handbók um íslensku
Jóhannes B. Sigtryggsson ritst.
Þrjátíu og átta listaverk
eftir íslenska og erlenda
samtímalistamenn verða
boðin upp í Þjóðmenningar-
húsinu á þriðjudag. Verkin
verða öll til sýnis í i8 gall-
eríi frá og með morgun-
deginum fram að uppboði.
Uppboðið er til styrktar
náttúrusjóðnum Auðlind.
Listamenn í fremstu röð
gáfu verk sín fúslega, segir
Börkur Arnarson hjá i8.
Sýning á 38 samtímalistaverkum
verður opnuð í gallerí i8 á morg-
un, föstudaginn 15. apríl. Verk-
in eiga það öll sammerkt að þau
verða boðin upp næsta þriðjudag og
rennur afraksturinn allur til nátt-
úrusjóðsins Auðlindar, sem vinnur
að endurheimt landgæða á Íslandi
með höfuðáherslu á votlendi. Að
sögn Þrastar Ólafssonar, formanns
stjórnar Auðlindar, bar sýninguna
að með þeim hætti að haft var sam-
band við Börk Arnarson hjá i8 og fal-
ast eftir samstarfi við hann. „Okkur
hjá Auðlind þótti afar gaman að sjá
hvað listamennirnir tóku vel í mála-
leitan okkar,“ segir Þröstur. Börkur
segir að hann hafi um skeið haft hug
á að styrkja gott málefni í samstarfi
við listamenn og þetta verkefni hafi
heillað. Afraksturinn sé svo mjög
góður. „Ég er mjög ánægður með
samsetninguna á verkunum og tel
að sýningin endurspegli samtíma-
list afar vel,“ segir Börkur og tekur
undir með Þresti að listamennirnir
hafi tekið umleitan hans afar vel.
„Listamennirnir virtust flestir vera
sammála um ágæti og þörf málefnis-
ins.“ Börkur valdi listamenn til sam-
starfs og eru verkin sem þeir gáfu
flest ný. Þess má geta að þetta er í
fyrsta sinn sem i8 stendur að upp-
boði.
„Flestir listamannanna eru enn
starfandi, en tveir reyndar látnir,
Birgir Andrésson og Dieter Roth.
Óhætt að segja að verkin séu fjöl-
breytt, þarna eru bæði málverk,
skúlptúrar, ljósmyndir og nokk-
ur verkanna hafa ekki sést áður,“
segir Börkur sem telur gott tæki-
færi til að gera góð kaup á sam-
tímalist næsta þriðjudag. Spurð-
ur um heildarverðmæti verkanna
vildi hann ekki gefa það upp en
sagði þau vera á verðbilinu 30.000
til rúmrar milljónar króna.
Sýningin verður opnuð klukkan
17 á morgun og verður opin fram á
þriðjudag. Uppboðið fer fram í Þjóð-
menningarhúsinu á þriðjudag klukk-
an 18.
sigridur@frettabladid.is
Nútímalist boðin upp í
þágu votlendis á Íslandi
MÁLNINGIN VART ÞORNUÐ Eggert
Pétursson málaði þessa mynd sér-
staklega fyrir uppboðið til styrktar
náttúrusjóðnum Auðlind, sem
berst fyrir endurheimt votlendis
á Íslandi. Hin verkin eru ljós eftir
Ólaf Elíasson og ljósmynd eftir
Magnús Sigurðarson. MYND/I8