Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 26
14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR26 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Svissneski náttúrulæknirinn, rithöfundurinn og fyrir- lesarinn Christopher Vasey heldur tvo fyrirlestra um and- leg málefni á Hótel Sögu við Hagatorg í kvöld og annað kvöld. Vasey hefur ritað fjölda bóka um óhefðbundnar lækningar og andleg málefni sem gefnar hafa verið út á fjölmörgum tungumálum og er eftirsóttur fyrirlesari í Evrópu og Norður-Ameríku. Fyrirlesturinn í kvöld nefnist „Að deyja er að fæðast fyrir handan“. Þar segir að tilvist manna ljúki ekki með dauða heldur opni hann sál okkar dyr að handanheimum. Fyrirlestur morgundagsins er „Þess vegna lifum við eftir andlátið“. Í því fjallar Vasey ítarlega um okkar innsta sjálf sem er andi, kjarni sálarinnar, en líkaminn er hjúpur einn. Fyrirlestrarnir eru á ensku og hefjast klukkan 20. Aðgangseyrir er 500 krónur. - þlg Erindi um lífið eftir dauðann Yfirgripsmikil dagskrá um gosið í Eyjafjallajökli og afleið- ingar þess verður haldin í Háskóla Íslands í dag í tilefni þess að eitt ár er liðið frá því að gos hófst í Eyjafjallajökli. Stuttir fyrirlestrar verða haldnir í stofu 132 og í almennu rými í Öskju verða tól og tæki jarðvísindamanna og gefst fólki kostur á því að kynna sér þau og ræða við vísindamenn. Meðal fyrirlesara eru Magnús Tumi Guðmundsson, pró- fessor og forseti Jarðvísindadeildar, Eyjólfur Magnússon, nýdoktor hjá Norræna eldfjallasetrinu, Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við Jarðvísindadeild, og Katrín Anna Lund, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild. Viðburðurinn, sem hefst klukkan 17 í dag, er hluti af dag- skrá Verkfræði- og náttúruvísindasviðs í aprílmánuði í til- efni aldarafmælis Háskóla Íslands. - fsb Eins árs gosafmæli Eyjafjallajökuls AFMÆLI Þess er minnst í HÍ í dag að ár er frá upphafi goss í Eyja- fjallajökli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ANDANS MAÐUR Christopher Vasey er eftirsóttur fyrirlesari víða um heim og heldur nú tvo fyrirlestra fyrir Íslendinga um andleg málefni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fagmennska í ferðaþjónustu SKÓGAFOSS Hönnun útsýnispalls verður rædd á málþinginu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Halldór Halldórsson fyrrverandi slökkviliðsmaður Keflavíkurflugvelli, Sautjándajúnítorgi 7, Garðabæ, lést á hjartadeild Landspítalans 10. apríl. Útförin mun fara fram miðvikudaginn 20. apríl kl. 13.00 frá Vídalínskirkju í Garðabæ. Vigdís Ketilsdóttir Halldór Halldórsson Rannveig Rögnvaldsdóttir Anton Ketill Halldórsson Ólöf Björk Halldórsdóttir Jónas Friðrik Hjartarson og barnabörn. Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur, frændi og besti vinur Sigurður Árni Árnason sem lést á heimili sínu þann 1. apríl sl., verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 15. apríl kl. 14. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Líknarsjóð Keflavíkurkirkju. Ásdís Móeiður Sigurðardóttir Árni Guðmundur Árnason Brynja Árnadóttir Kolbeinn Steinþórsson Aron Bachmann Árnason Baldur Þór Kolbeinsson og Nikki. Elskulegur pabbi okkar, eiginmaður, afi, langafi, bróðir og vinur Ingi Vignir Jónasson Skessugili 8 lést á Landspítalanum mánudaginn 11. apríl 2011 eftir langvinn veikindi. Útför fer fram í Akureyrarkirkju þriðjudaginn 19. apríl kl 10:30. Við viljum þakka Starfsfólki á deild 13e, blóðskilunardeild og gjörgæslu á landspítalanu. Sérstakar þakkir fær Rósa djákni á Landspítalanum fyrir einstaka, gæsku, alúð og ómet- an lega aðstoð sem við munum verða ævinlega þakklát fyrir. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag Nýrnasjúkra til að stuðla að uppbyggingu starfsemi á sjúkrahúsinu á Akureyri. Sofðu rótt elsku Pabbi. Þín mun verða sárt saknað. Aðstandendur og aðrir ástvinir. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi Jónas Valdimarsson Kleppsvegi 62, áður til heimilis að Rauðalæk 23, Reykjavík, lést laugardaginn 9. apríl. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 27. apríl kl. 11. Valdemar Steinar Jónasson Unnur Kristinsdóttir Hrafnkell Tjörvi Stefánsson Davíð Nóel Jógvansson Arndís Reynisdóttir Hrólfur Þór Valdemarsson Valdís Karen Smáradóttir Hilda Valdemarsdóttir Birgir Már Björnsson Steinar Smári Hrólfsson Þóra Dís Hrólfsdóttir Þökkum hjartanlega sýndan hlýhug og samúð vegna andláts Guðmundar Sveinssonar trésmiðs. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Valgerður Jónsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ólafur Pálsson Áshamri 55, lést á Heilbriðisstofnuninni í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 6. apríl. Útförin fer fram frá Landakirkju föstudaginn 15. apríl kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þórey Guðrún Björgvinsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hulda G Guðjónsdóttir, Brekkubyggð 12, Garðabæ, lést á líknardeild Landsspítalans í Kópavogi þriðjudag- inn 12. apríl sl. Jarðaförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Haukur Geir Garðarsson, Sigríður Huld Garðarsdóttir og Heimir Garðarsson. Leifur Vilhelmsson Jökulgrunni 8, lést mánudaginn 11. apríl. Sæunn Eiríksdóttir Þorsteinn Leifsson Uppbygging og skipulag ferðamannastaða verður umræðuefni málþings sem Ferðamála- stofa efnir til á Grand hóteli dag klukkan 8.30. Meðal frummælenda er Audun Pettersen frá Noregi, sem fræðir fólk um fyrirkomulag þess- ara hluta í sínu heimalandi. Meðal þess sem rætt verður er kortlagning á auðlindum ferðaþjónustunnar, hönnun trappna og útsýnispalla við Seljalandsfoss og Skóga- foss, vistvæn þjónustuhús og langtímahugsun í ferðamennsku. Málþinginu lýkur klukkan 11.30 og síðasta klukkutímann mun Sævar Kristinsson, ráð- gjafi hjá Netspori, stjórna umræðuhópum. Fundarstjóri verður Ólöf Ýrr Atladóttir ferða- málastjóri. - gun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.