Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 72
14. apríl 2011 FIMMTUDAGUR44
sport@frettabladid.is
ÁGÚST BJÖRGVINSSON verður ekki áfram í Hveragerði en hann hefur þjálfað meistaraflokka karla og
kvenna hjá Hamri undanfarin tvö tímabil og var þar á undan með karlalið Hamars í tæp tvö tímabil. Karlaliðið féll
úr úrvalsdeildinni en kvennaliðið féll úr leik í úrslitakeppninni eftir að hafa unnið deildarmeistaratitilinn.
N1-deild kvenna
LOKAÚRSLIT
Valur - Fram 32-32 (31-31, 27-27, 18-15)
Valur vann í vítakastkeppni, 5-3.
Mörk Vals (Skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir11/2
(16/2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 9 (15),
Kristín Guðmundsdóttir 4 (9), Ragnhildur Guð-
mundsdóttir 3/3 (6/1), Rebekka Rut Skúladóttir
3 (5), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).
Varin skot: Guðný Ásmundsdóttir 15, Sunneva
Einarsdóttir 7.
Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Hrafnhildur Ósk 3,
Anna Úrsúla, Rebekka Rut)
Fiskuð víti: 6 (Ragnhildur Rósa 2, Anna Úrsúla,
Rebekka Rut, Íris Ásta)
Brottvísanir: 10 mínútur
Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 11/2
(19/3), Karen Knútsdóttir 7/2 (12/2) ,Birna Berg
Haraldsdóttir 4 (7), Pavla Nevarilova 3 (7), Hildur
Þorgeirsdóttir 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Guðrún
Þóra Hálfdánardóttir 2 (5), Ásta Birna Gunnars-
dóttir 1 (1).
Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 19.
Hraðaupphlaup: 3 (Guðrún Þóra, Stella, Karen)
Fiskuð víti: 5 (Karen 2, Pavla 2, Stella)
Utan vallar: 8 mínútur.
Valur vann einvígið, 3-0.
Meistaradeild Evrópu
FJÓRÐUNGSÚRSLIT
Tottenham - Real Madrid 0-1
0-1 Cristiano Ronaldo (50.).
Real Madrid vann samanlagt, 5-0, og mætir
Barcelona í undanúrslitum.
Schalke - Inter 2-1
1-0 Raul (45.), 1-1 Thiago Motta (50.), Benedikt
Höwedes (81.).
Schalke vann samanlagt, 7-3, og mætir
Manchester United í undanúrslitum.
ÚRSLIT
HANDBOLTI Úrslitakeppni N1-
deildar karla hefst í kvöld með
tveimur leikjum í undanúrslitum.
Akureyringar taka á móti HK-
ingum á heimavelli og FH fær
Fram í heimsókn í Kaplakrika.
Báðir leikirnir hefjast klukkan
19.30.
Tvo sigra þarf til að komast í
sjálfa úrslitarimmuna en í henni
þarf þrjá sigra til að tryggja
Íslandsmeistaratitilinn.
Akureyri vann á dögunum sinn
fyrsta titil í stuttri sögu félagsins
er liðið varð deildarmeistari.
Akureyri tapaði aðeins þremur
leikjum í deildarkeppninni og
komst einnig í úrslit bikarkeppn-
innar, þar sem liðið mátti reynd-
ar þola tap gegn Valsmönnum.
FH var spáð Íslandsmeistara-
titlinum fyrir tímabilið og tapaði
ekki leik í síðustu sjö deildar-
leikjum sínum. - esá
N1-deild karla:
Úrslitakeppnin
hefst í kvöld
FÓTBOLTI Þrátt fyrir skrautlegt
tímabil hjá Schalke í þýsku
úrvalsdeildinni er liðið nú komið í
undanúrslit Meistaradeildar Evr-
ópu þar sem stórlið Manchester
United bíður.
Schalke gerði sér lítið fyrir
og sló Evrópumeistara Inter úr
leik með samanlögðum 7-3 sigri
eftir 2-1 sigur á heimavelli í gær.
Inter átti vitaskuld lítinn sem
engan möguleika á að snúa rimm-
unni sér í vil eftir skelfilegt tap á
heimavelli í fyrri leiknum en þeir
þýsku sáu til þess að Inter átti
aldrei möguleika á því.
Spánverjinn Raul var frábær
með Schalke í gær en hann skor-
aði eitt mark og lagði upp annað.
Hann hefur nú skorað 71 mark í
Meistaradeildinni, sem er vitan-
lega met. - esá
Sjö mörk Schalke gegn Inter:
Schalke slátraði
meisturunum
FÓTBOLTI Jose Mourinho, stjóri
Real Madrid, sá til þess að hans
menn fóru örugglega áfram í
undanúrslit Meistaradeildarinnar
með 1-0 sigri á Tottenham í gær.
Hann stillti upp sterku liði þrátt
fyrir að vera með 4-0 forystu
eftir fyrri leikinn enda kom það
á daginn að Tottenham átti í raun
aldrei möguleika í gær.
Cristiano Ronaldo skoraði eina
markið eftir mistök Heurelho
Gomes í marki Tottenham. Nú
þarf Mourinho að kljást við erki-
fjendurna í Barcelona í undan-
úrslitum – alveg eins og í fyrra
en þá var hann stjóri Inter. Þá
hafði Mourinho betur.
„Við skulum sjá hvað gerist.
Við erum metnaðarfullir og það
getur allt gerst í undanúrslitum,“
sagði „sá sérstaki“. - esá
Skylduverk klárað:
Real mætir
Barcelona
VERÐUM Í BANDI Jose Mourinho og
Harry Redknapp. NORDICPHOTOS/GETTY
Vítakastkeppnin
Valur vann 5-3 sigur:
Anett Köbli, Val 1-0
Stella Sigurðardóttir, Fram varið
Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir, Val 2-0
Birna Berg Haraldsdóttir, Fram 2-1
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Val 3-1
Ásta Birna Gunnarsdóttir, Fram 3-2
Kristín Guðmundsdóttir, Val 4-2
Sigurbjörg Jóhannsdóttir, Fram 4-3
Hrafnhildur Skúladóttir, Val 5-3
HANDBOLTI Valskonur unnu þriðja
leikinn gegn Fram í einvíginu um
Íslandsmeistaratitilinn á ævin-
týralegan hátt í Vodafone-höllinni
í gær. Tvær framlengingar og víta-
kastkeppni þurfti til að knýja fram
sigurvegara í leiknum. Framkonur
þurfa fjórða árið í röð að gera sér
silfrið að góðu.
„Ég hef vitað það allan tímann
að við erum með besta liðið. Sam-
kvæmt næstum öllum fjölmiðlum
og öðrum þjálfurum deildarinn-
ar virtust flestir hafa meiri trú
á þeim þrátt fyrir að tölfræðin
sé okkur algjörlega í hag. Þessi
umræða mótiveraði okkur vel,“
sagði Hrafnhildur Skúladóttir
eftir að hafa lyft Íslandsmeistara-
bikarnum.
„Ég sagði við stelpurnar að það
væri miklu skemmtilegra að vinna
eftir framlengingu en að vinna
með tíu en það gerist ekki sæt-
ara en að vinna í vítakastkeppni.
Við höfum átt frábæran vetur og
ég ætla rétt að vona að það endur-
speglist í verðlaunum á loka hófinu.
Það hefur ekki alltaf verið til-
fellið.“
Valskonur byrjuðu leikinn betur
en Framliðið var lengur í gang.
Leikurinn var gjörólíkur fyrri
tveimur leikjum þessara liða í
úrslitunum og öll skot virtust inni.
Staðan í hálfleik var 18-15. Varnar-
leikur beggja liða í hálfleiknum
var arfaslakur og markvarslan í
lágmarki. Þetta lagaðist í seinni
hálfleik og var mikil spenna í lok
leiksins. Birna Berg Haralds dóttir
jafnaði metin fyrir Fram þegar
nokkrar sekúndur voru eftir af
leiknum en sá tími dugði Val ekki
til að skora, þannig að framlengja
þurfti leikinn.
Staðan að lokinni framlengingu
var 31-31 og því þurfti aðra fram-
lengingu til að knýja fram úrslit-
in. Bæði lið voru greinilega orðin
ansi þreytt því að á þeim tíu mínút-
um sem önnur framlengingin tók
náðu þau aðeins að skora eitt mark
hvort, staðan 32-32. Því þurfti að
grípa til vítakastkeppni, sem er
sárasjaldgæft í nútímahandbolta.
Í vítakastkeppninni var Stella
Sigurðardóttir í Fram sú eina
sem klikkaði en Guðný Jenný
Ásmundsdóttir varði frá henni
fyrsta vítakast Safamýrarliðsins.
Hrafn hildur skoraði úr síðasta
vítakastinu og tryggði Val Íslands-
meistaratitilinn. Hlíðarendaliðið
er eins vel að titlinum komið og
hægt er.
„Það er ekkert sem toppar
þetta,“ sagði Stefán Arnarson,
þjálfari Vals, eftir leikinn. „Þetta
var frábær leikur. Það er búið að
gagnrýna liðið fyrir sóknarleik en
þetta var frábær sóknarleikur. Ég
vil þakka Fram fyrir seríuna enda
verulega gott lið en við vorum ein-
faldlega betri í þessum leikjum og
eigum þetta skilið.“
Stefán hafði aðeins einu sinni
áður tekið þátt í vítakastkeppni á
ferlinum. „Þá var ég leik maður en
tapaði, svo maður lærir af reynsl-
unni. Það er frábært að ná að klára
þetta og það sýnir styrk liðsins.
Við tókum fjóra af fimm bikurum
svo við erum einfaldlega besta
liðið,“ sagði Stefán.
elvargeir@frettabladid.is
Sigurinn aldrei sætari
Valur er með besta lið landsins í handbolta kvenna. Því getur enginn neitað
eftir að liðið lagði Fram 3-0 í úrslitaviðureign um Íslandsmeistaratitilinn eftir
tvíframlengdan leik og sigur í vítakastskeppni. Fram fékk silfur fjórða árið í röð.
TRYLLTUR SIGURDANS Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, stýrði sínum mönnum á Íslandsmótinu annað árið í röð. Hér fagnar hann
með leikmönnum liðsins í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL