Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 49
brúðkaup ● fréttablaðið ●FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 19
ampírur,
ndanna?
VIVA LAS VEGAS
Brúðkaup í Las Vegas er auð vitað
hálfgerð klisja, en borg syndanna
hefur óneitanlega aðdráttarafl,
þótt fólk hafi kannski ekki áhuga
á að láta Elvis-eftirhermu í bíla-
lúgu gifta sig. Auk spila vítanna
er þar að finna nánast allt sem
hugurinn girnist, svo sem há-
klassatónleika, skemmtigarða
og einhver háþróuðustu heilsu-
hótel í heimi. Ætti að vera óhætt
að lofa ógleymanlegri brúðkaups-
ferð þeirra sem leggja leið sína
þangað.
HVEITIBRAUÐSDAGAR Í MEXÍKÓ
Acapulco í Mexíkó var einhver
vinsælasti staður ungra Amerík-
ana á brúðkaupsferð á fimmta og
sjötta áratugnum. Ekki ómerkari
brúðhjón en John F. Kennedy og
Jackie eyddu hveitibrauðsdögun-
um þar. Síðustu árin hefur Aca-
pulco rokið upp vinsældalista
brúðkaupsferðaseljenda á ný,
enda býður Acapulco upp á nán-
ast allt sem fólk dreymir um í frí-
inu, fallegt umhverfi, sól og hita,
og hlýjan sjó sem ómótstæðilegt
er að synda og kafa í. Acapulco
er þar fyrir utan til þess að gera
ódýr kostur, það er að segja, eftir
að fólk er komið á staðinn.
Hvert sem leiðin liggur skiptir
þó auðvitað mestu máli að njóta
þess að vera saman og vera góð
hvort við annað hvort sem stefn-
an er sett á fimm stjörnu hótel eða
tjaldútilegu. Hveitibrauðsdagarn-
ir hafa nefnilega forspárgildi um
hamingju og endingu hjónabands-
ins. - fsb
Morgungjöf er að uppruna
germanskur siður brúðguma
að morgni fyrsta dags nýgiftra
hjóna og markaði eins konar
reikningsskil á sönnun þess að
brúðurin hafi reynst honum
óspjölluð á brúðkaupsnóttina. Í
nútíma hafa nýbakaðir eiginmenn
fært konu sinni persónulega
morgungjöf í nafni ástarinnar.
Lofa skal mey að morgni
Allar konur elska demanta og líta
á demantaskart sem ósvikinn
tryggðarpant af hálfu eiginmanns-
ins. Persónuleg áletrun inni í hring
eða aftan á hálsnisti gerir gjöfina
enn hjartfólgnari.
Óvænt ástarferð á rómantískar slóðir
er spennandi morgungjöf, eins og til
ástarhofsins Taj Mahal sem lætur engan
ósnortinn.
Kisur eru margar heimilislausar og hjart-
næm gjöf að gefa frúnni fagran kött sem
heldur henni félagsskap þegar hennar
heittelskaði er fjarri en setur líka heimilis-
legan brag á heimilislíf nýgiftra hjóna.