Fréttablaðið - 14.04.2011, Síða 46

Fréttablaðið - 14.04.2011, Síða 46
14. APRÍL 2011 FIMMTUDAGUR16 ● fréttablaðið ● brúðkaup Allra augu hvíla á verðandi brúði þegar hún gengur inn kirkjugólfið á daginn stóra. Fréttablaðið fékk hársnyrtistofuna Barbafín Reykjavík og snyrtivörufyrirtækið MAC til að gefa hugmynd að greiðslu og förðun brúðar í ár. Mikilvægt er að undirbúa húðina vel fyrir stóra daginn og byrja nokkrum dögum áður að bera á sig góð krem kvölds og morgna. Einnig er mikilvægt að passa upp á varirnar, eiga góðan varasalva og jafnvel skrúbba þær með þurrum þvottapoka. Svo hárið fái sem mestan glans er ráðlegt að fara viku fyrir stóra daginn í djúpnæringu á stofu. Eins er yfirleitt innifalin prufugreiðsla sem verðandi brúður fer í nokkrum dögum fyrir brúðkaupið sjálft. Frjálslegar og nátt- úrulegar hárgreiðslur njóta alltaf vinsælda og eins að hafa lifandi blóm í hárinu. - rat Lifandi blóm og bleikar varir Rakel og Andrea eru báðar farðaðar með snyrtivörum frá MAC. Litirnir eru léttir og ferskir, brúnir, fjólubláir og ferskjulitaðir tónar í bland við bleikan gljáa á varir. Í ár eru náttúrulegir litir vinsælir hjá verðandi brúðum. Katrín Brynja Björgvinsdótt- ir, hársnyrtir hjá Barbafín Reykjavík, tók bylgjað hárið á Rakel Kristinsdóttur saman í lausan hnút en mjög vinsælt er að hafa hárið sem náttúrulegast á brúðkaupsdaginn. Valgerður Brynja Viðars- dóttir, hársnyrtir hjá Barbafín Reykjavík, notaði lifandi blóm í hárið á Andreu Marie Christine Jacob í brúðargreiðslu. Björg Alfreðsdóttir hjá MAC Debenhams notaði Margin-kinnalit í skyggingu undir kinnbein og ferskjulitan Style- kinnalit á eplin, Subculture-varablýant til að móta varirnar og svo Gotta Dash, Sheen supreme-varalit, sem gefur fal- legan gljáa og góðan raka. Steppin out dazzelglass-varagloss á miðjar varirnar. Harpa Káradóttir hjá MAC Kringlunni notaði Bare Study Paint Pot-grunn undir augnskuggana og Pink Venus á augnlok. Honey Lust-augnskugga á mitt augnlokið og undir augu og Sketch- augnskugga í skyggingu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.