Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.04.2011, Blaðsíða 46
14. APRÍL 2011 FIMMTUDAGUR16 ● fréttablaðið ● brúðkaup Allra augu hvíla á verðandi brúði þegar hún gengur inn kirkjugólfið á daginn stóra. Fréttablaðið fékk hársnyrtistofuna Barbafín Reykjavík og snyrtivörufyrirtækið MAC til að gefa hugmynd að greiðslu og förðun brúðar í ár. Mikilvægt er að undirbúa húðina vel fyrir stóra daginn og byrja nokkrum dögum áður að bera á sig góð krem kvölds og morgna. Einnig er mikilvægt að passa upp á varirnar, eiga góðan varasalva og jafnvel skrúbba þær með þurrum þvottapoka. Svo hárið fái sem mestan glans er ráðlegt að fara viku fyrir stóra daginn í djúpnæringu á stofu. Eins er yfirleitt innifalin prufugreiðsla sem verðandi brúður fer í nokkrum dögum fyrir brúðkaupið sjálft. Frjálslegar og nátt- úrulegar hárgreiðslur njóta alltaf vinsælda og eins að hafa lifandi blóm í hárinu. - rat Lifandi blóm og bleikar varir Rakel og Andrea eru báðar farðaðar með snyrtivörum frá MAC. Litirnir eru léttir og ferskir, brúnir, fjólubláir og ferskjulitaðir tónar í bland við bleikan gljáa á varir. Í ár eru náttúrulegir litir vinsælir hjá verðandi brúðum. Katrín Brynja Björgvinsdótt- ir, hársnyrtir hjá Barbafín Reykjavík, tók bylgjað hárið á Rakel Kristinsdóttur saman í lausan hnút en mjög vinsælt er að hafa hárið sem náttúrulegast á brúðkaupsdaginn. Valgerður Brynja Viðars- dóttir, hársnyrtir hjá Barbafín Reykjavík, notaði lifandi blóm í hárið á Andreu Marie Christine Jacob í brúðargreiðslu. Björg Alfreðsdóttir hjá MAC Debenhams notaði Margin-kinnalit í skyggingu undir kinnbein og ferskjulitan Style- kinnalit á eplin, Subculture-varablýant til að móta varirnar og svo Gotta Dash, Sheen supreme-varalit, sem gefur fal- legan gljáa og góðan raka. Steppin out dazzelglass-varagloss á miðjar varirnar. Harpa Káradóttir hjá MAC Kringlunni notaði Bare Study Paint Pot-grunn undir augnskuggana og Pink Venus á augnlok. Honey Lust-augnskugga á mitt augnlokið og undir augu og Sketch- augnskugga í skyggingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.